Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 5 www.skagafjordur.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr. 123/2010 og reglugerðir og á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019. Umsóknum ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um starfið sem og frekari menntunar- og hæfniskröfur má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Ítarlegri upplýsingar um starfið veita Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í síma 455-6000, netfang sigfus@skagafjordur.is og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 455-6000, netfang jobygg@skagafjordur.is. Í Skagafirði búa um 4200 manns í fjölskylduvænu og lifandi samfélagi. Þjónusta við íbúa er öflug og í sveitarfélaginu eru góðir skólar á öllum skólastigum, allt frá leikskólum upp í háskóla. Íþrótta- og félagsstarf er blómlegt og allar aðstæður til hvers konar íþróttaiðkunar og útiveru. Atvinnulífið í Skagafirði er kröftugt og fjölbreytt þar sem matvælavinnsla af ýmsu tagi skipar stóran sess í tengslum við fjölbreyttan landbúnað og öfluga fiskvinnslu, auk iðnaðar, ferðaþjónustu og annarar þjónustu á vegum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Menningarlíf er blómlegt í héraðinu og sagan við hvert fótmál. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: • Yfirumsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins. • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við skipulags- og bygginga leyfisskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu. • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingaleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja. • Afgreiðsla umsókna. • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. byggingarfræðingur, verkfræðingur, tæknifræðingur, skipulagsfræðingur eða arkitekt. • Æskilegt er að umsækjandi upp- fylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga. • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg. • Þekking/reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Reynsla af áætlanagerð s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð. • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg. • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. Kerfisstjóri Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kerfisstjóra í 100% starf. Meginhlutverk kerfisstjóra er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi skólans og veita starfsmönnum og nemendum tölvuþjónustu. Hæfnikröfur: • Háskólamenntun eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi. • Góð þekking á rekstri tölvukerfa í Microsoft umhverfi, MS-SQL, Hyper-V sýndarumhverfi, Cisco Meraki netkerfis, Office 365 stjórnun, MS Exchange o.fl. • Þekking á Moodle kennslukerfi æskileg. • Þekking á Innu nemendabókhaldi og kennslukerfi æski- leg. • Þekking á asp, java og PowerShell er kostur. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Rekstur tölvukerfis í Microsoft umhverfi, Active Directory, Hyper-V, Veeam afritataka o.fl. • Rekstur á Office365. • Uppsetningar, viðhald, eftirlit og öryggisviðhald á netþ- jónum, útstöðvum og öðrum tækjabúnaði. • Rekstur netkerfis. • Yfirumsjón og þróun upplýsingatæknimála. • Áætlanagerð og innkaup. • Öryggis- og gæðamál. • Þjónusta við notendur. Við bjóðum: • Góða vinnuaðstöðu. • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna – og þróunarstjóri gunninga@verslo.is Umsóknarfrestur er til 15. september og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@ verslo.is Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 940 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið. Penninn | Skeifan 10 | sími 540 2000 | www.penninn.is | penninn@penninn.is Viðskiptastjóri á húsgagnasviði Starfssvið: Hæfniskröfur: Húsgögn Umsóknarfrestur er til og með 8. september nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Pennans, https://www.penninn.is/is/laus-storf Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af sölu og viðskiptum, reynsla af sambærilegu starfi æskileg. • Rík þjónustulund, sjálfstæði og sveigjanleiki. • Góð almenn enskukunnátta. • Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta á Navision er æskileg. • Áhugi á fallegri hönnun og áhugi á að selja gæðavörur. • Ábyrgð, utanumhald og umsjón ákveðins hóps stærri viðskiptavina. • Sala og tilboðsgerð. • Frumkvæði við öflun nýrra viðskiptavina. • Annast kynningu á húsgagnalausnum og vörum fyrir viðskiptavini. • Önnur tilfallandi verkefni. capacent.is       Ráðgjafar okkar búa                  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.