Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 8

Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Ertu að leita að rétta starfsfólkinu? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins á laugardegi. Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391 * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019 Endurhugsa þarf núverandi fyrirkomulag dýralækninga í landinu þar sem algjör að- skilnaður er milli opinbers eftirlits og þjónustu. Samn- ingar Matvælastofnunar um þjónustu við dýraeigendur á dreifbýlli svæðum falla úr gildi 1. nóvember næstkom- andi og þá verða níu dreifbýl svæði án þjónustu dýralækn- is. Á þessu er vakin athygli í pistli frá Dýralæknafélagi Ís- lands, sem hélt sumarfund sinn nú nýverið. Þar segir að breyta verði starfsskilyrðum dýralækna svo þeir geti kom- ist í frí, sótt sér endur- menntun, farið í orlof og svo framvegis. Bent er á að þekking og reynsla margra þeirra dýra- lækna sem veitt hafa þjón- ustu með höndum samkvæmt samningunum sé vannýtt auðlind og mætti njóta þeirra krafta við mörg önnur verk- efni. Samningar þessir snúast um þjónustu við neytendur. Nauðsynlegt sé að fleiri en nú er komi að því að tryggja gott kerfi um dýraheilbrigði og -velferð á landinu öllu. Of naumur tími Dýralæknafélagið á full- trúa í starfshópi landbún- aðarráðherra um breytingar á kerfi sem á að tryggja dýra- velferð og viðbrögð við dóm- um alls staðar á landinu og allan sólarhringinn. Hópurinn á að skila tillögum að breyttu kerfi í október, en þá verður umsóknarfrestur um samn- inga um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum runninn út. Því sé of naumur tími til stefnu til þess að hægt verði að gera breytingar. Á sum- arfundinum var mál manna að ekki ætti að skrifa undir samning til fimm ára á meðan við lýði er núverandi kerfi, sem Matvælastofnun er hvött til að breyta. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Réttir Festa í dýralæknaþjónustu er bændum mikilvæg og skorað er á stjórnvöld að tryggja þar nauðsynlegt jafnvægi. Níu dreifbýl svæði verða án dýralæknis  Matvælastofnun breyti skilyrðum Í dag, fimmtudaginn 5. sept- ember, verður haldin málstofa um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Manna- mót þetta er með sömu dag- skrá á sex stöðum á landinu og dagskráin send út á netinu. Staðirnir eru Borgarnes, Ísa- fjörður, Sauðárkrókur, Ak- ureyri, Reyðarfjörður og Sel- foss. Málstofan er skipulögð af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og landshlutasamtökum sveit- arfélaga í samvinnu við Byggðastofnun. Dagskráin hefst kl. 9 og stendur fram til 13.30. „Að hugsa til framtíðar gef- ur tækifæri á að takast á við breytingar, dagurinn í dag er nýtt upphaf. Þéttbýlisstaðir og borgir víðs vegar um heiminn eru upptekin af því að þróa það sem nefnt er snjallar lausnir, oftast í tengslum við stafræna þróun. Oft er um að ræða aukna sjálfvirkni og að innleiða nýjungar sem eru skilvirkari í tengslum við at- vinnuþróun, menntun, heil- brigðismál eða annað. Tæki- færin eru ekki síður við þróun dreifðra byggða,“ segir í frétt frá aðstandendum samkom- unnar. Njóta lífsgæða Með fjórðu iðnbyltingunni skapast tækifæri fyrir dreifð- ar byggðir fyrir aukna þjón- ustu og ný störf en um leið að njóta allra þeirra lífsgæða sem búseta í dreifðum byggðum hefur í för með sér, segir í til- kynningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköp- unarráherra setur málstofuna en á eftir fylgja erindi sér- fræðinga og fólks sem þekkir til þessara mála. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landsbyggðin Sauðárkrókur verður í loftinu á málstofu dagsins. Bylting í byggðunum  Nýir möguleikar  Sex staðir á landinu á málstefnu í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.