Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 2
Eldhúsið státar af góðu skápaplássi og er mikil prýði. V ið Álfhólsveg 89 í Kópavogi stendur glæsileg 166 fm íbúð í húsi sem byggt var 1968. Búið er að endurnýja íbúðina mikið en einn best heppnaði parturinn er svarta eldhúsið sem flæðir inn í stofu og borðstofu. Um er að ræða veglegan skápavegg með tvöföldum ísskáp og alveg möttum hurð- um. Fyrir framan stóra eldhúsvegginn er flennistór eyja sem setur svip sinn á rýmið. Fyrir ofan hana er viðargrind í loftinu sem rammar eldhúsið inn á huggulegan hátt. Hægt er að skoða íbúðina nánar á fasteignavef mbl.is. Svartasta eld- húsið í Kópavogi Gangurinn er vel skipulagður. Stofan og eldhús flæða saman í eitt rými. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Margrét Hugrún Gustavsdóttir margrethugrun@gmail.com, Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com, Auglýsingar Berglind Guðrún Bergmann berglindb@k100.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Hari. R ÚV bauð upp á nostalgíukast þegar það sýndi leiknu heimildarmyndina Reykjavík, Reykjavík eftir Hrafn Gunn- laugsson. Myndin var frumsýnd 1986 í tengslum við 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og gefur nokkuð skýra mynd af horfnum tíma. Baráttuvilja og basli duglegasta fólki heims, sem við erum þegar á reynir. Myndin fjallar um unga íslenska konu sem heimsækir Ísland eftir að hafa verið búsett í Kanada lengi. Á meðan á dvöl hennar stendur býr hún hjá íslensku frændfólki sínu. Frændfólkið sýnir sparihliðar sínar á meðan á dvölinni stendur en það er bara eitt sem þvælist fyrir og það er að frændfólkið er alltaf í vinnunni, nú eða að byggja. Þau eru nefnilega að láta drauma sína rætast og eru meðal frumbyggja Grafarvogsins, var alger bylting á sínum tíma. Til þess að dæmið gangi upp gera þau allt sjálf, naglhreinsa spýtur og þar fram eftir götunum. Það er svo dýrt að byggja að bæði eru í tveimur til þremur vinnum til að láta enda ná saman. Ef þeir ná þá saman. Siggi Sigurjóns og Edda Björgvins leika þessi duglegu hjón, sem ger- ir myndina ennþá kraftmeiri. Enda er stutt í húmorinn þótt lífsbaráttan sé hörð. Þau voru til dæmis búin að undirbúa komu frænkunnar svo vel að þau tóku kosningasjónvarpið upp á vídeó svo hún gæti horft á eitthvað, enda var ekkert Netflix eða Premium í Sjónvarpi Símans í þá daga. Lítið fór fyrir glamúrnum í lífi þessa duglega alþýðufólks sem lagði allt á sig til þess að komast í sérbýli. Þótt þjóðin hafi vissulega þróast eitthvað á þessum rúmlega 30 árum eru draumar nútímafólks ekkert ósvipaðir draumum fólks hér áður fyrr. Á meðan ungt fólk í Evrópu, Asíu og Ameríku leggur upp úr því að búa smærra og njóta lífsins meira virðist það vera innstimplað í okkur að við séum ekki raunverulega búin að „slá í gegn í eigin lífi“ nema eiga risahús og flottan bíl. Enda virðist það bara vera þröngur hópur sem býr í 101 eða 107 Reykjavík sem kýs bíllausan lífsstíl. Fólk í úthverfum Reykjavíkur kemst lítið áfram á hjóli einu saman þótt hjólreiðar séu góð heilsubót í frítíma fólks. Leikna heimildarmyndin Reykjavík, Reykjavík var sýnd í Regnbogan- um þarna 1986 og ef mig misminnir ekki var frítt inn. Það varð til þess að ég níu ára gömul druslaðist með leið 10 úr Árbænum, sem var jafn hráslagalegur og Grafarvogur á þeim tíma, niður á Hlemm til að sjá myndina með sjö ára bróður mínum. Á þessum árum var afþreying af skornum skammti og ekki höfðum við systkinin mikil fjár- ráð enda ekki farin að vinna fyrir okkur. Þessi mynd hafði áhrif á mig á sínum tíma og hreyfði líka við mér þegar ég sá hana í sarpi RÚV í vik- unni. Þessi mynd sýnir á einhvern fallegan hátt hvað við Íslendingar erum eitthvað hörð af okkur og alltaf til í að taka slaginn, hvað sem það kostar. Og svo treystum bara á að allt reddist og höldum baslinu áfram með bros á vör og sól í hjarta þótt það rigni lát- laust. Morgunblaðið/Hari Erum við dugleg- asta fólk í heimi? Marta María Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.