Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 6
Bílastæði ætti að vera val
Edda segist vera mjög ánægð með íbúðina í
heild sinni, enda er hún sérlega björt. „Sólin er
hér til klukkan tvö þrjú á daginn en seinnipart-
inn speglast hún hingað yfir af húsunum á móti.
Það er bara eitt sem mér finnst furðulegt hérna
og finnst að mætti endurskoða þegar verið er
að byggja nýbyggingar. Með þessarri íbúð
fylgir bílastæði í bílakjallara. Ég á hins vegar
ekki bíl heldur fer allra minna ferða fótgang-
andi, á hlaupahjóli eða á hjóli. Mér finnst algjör
tímaskekkja að bílastæði fylgi með nýjum íbúð-
um, það ætti að vera val að eiga bílastæði því
svona byggingar kosta heilmikið. Bílastæða-
kjallarar eru sérstaklega dýrir og leggur það
mikinn aukakostnað á hverja íbúð. Eins finnst
mér að það mætti almennt samnýta bílastæða-
kjallara meira. Við þetta hús stendur t.d. bíla-
stæðakjallarinn meira og minna tómur á dag-
inn þegar íbúar eru í vinnu. Fyrirtæki hér í
kring gætu mögulega nýtt sér stæðin yfir dag-
inn. Þannig væri kjallarinn í notkun allan sólar-
hringinn,“ stingur Edda upp á og bætir við að
þetta eigi örugglega við víðar. „Ég leigi mitt
stæði reyndar út því ég hef hina gullnu þrenn-
ingu; vinnu, skóla og matvörubúð, í göngufæri
við mig svo ég þarf ekki bíl og er mjög ánægð
með það.“ Aðspurð hvað sé annars fram undan
í vetur þá segir hún verkefnin næg í vinnunni
hjá Reykjavíkurborg. „Það er margt að gerast.
Við erum að endurhanna Laugaveginn og vinna
við Hlemmsvæðið er í fullum gangi. Síðan falla
ýmis smærri verkefni til sem miða öll að því að
gera borgina meira lifandi og skemmtilega.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ömmu Eddu fannst þessi glerkertastjaki
mjög ljótur en Edda fékk að eiga hann og
þykir mjög vænt um hann.
Bleiki neonlampinn var
keyptur í Svíþjóð en
Edda bjó þar í fjögur ár.
Með íbúðinni fylgir stæði í
bílakjallara. Ég á hins vegar
ekki bíl en fer allra minna
ferða fótgangandi, á
hlaupahjóli eða á hjóli.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019