Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 G uðfinna segir að meirihluti þeirra mála sem koma upp á þessu sviði snúist um galla. „Yfirleitt er hægt að finna at- riði, sem í daglegu tali eru kall- aðir gallar í öllu húsnæði, sem myndu samt ekki teljast gallar í lagalegum skilningi. Ef um galla í lagalegum skilningi er að ræða getur kaupandi fasteignarinnar átt rétt á skaðabót- um, eða afslætti af kaupverði eignarinnar.“ Guðfinna leggur mikla áherslu á að kaup- endur fasteigna verði að undirbúa kaup sín vel enda séu þeir oftar en ekki að leggja aleigu sína undir sem og ráðstöfunarfé næstu ára- tuga. Því getur einnig skipt máli að kaup- endur hugi að því hvort þeir séu að kaupa eign þar sem ráðast þarf í dýrar viðhalds- framkvæmdir fljótlega eftir kaupin. „Sumir gleyma að taka þann þátt inn í myndina og lenda þá fljótlega í vandræðum með fjármögnun eða greiðslubyrði vegna framkvæmdanna. Á kaupandanum hvílir ákveðin aðgæsluskylda og þannig getur hann til dæmis ekki borið fyrir sig galla sem hann vissi um, eða mátti vita um í upphafi eftir að kaupin hafa gengið í gegn,“ úskýrir Guðfinna sem hefur margoft þurft að takast á við svona mál, bæði fyrir hönd kaupenda og seljenda. Lesið öll gögn í bak og fyrir Guðfinna leggur mikla áherslu að kaup- endur kynni sér vel þau gögn sem liggja til grundvallar kaupunum og skoði þær lýsingar á eigninni sem þar koma fram. „Þá er mikilvægt að kaupendur spyrji réttra spurninga og séu meðvitaðir um grund- vallareglur sem gilda í fasteignakaupum, til dæmis ef gallar koma í ljós. Ef þetta er gert þá getur það oft sparað margvísleg leiðindi og þrætur seinna meir sem betra væri að sleppa,“ segir hún og bendir á að þau gögn sem mikilvægt er að skoða séu söluyfirlit eign- arinnar, skilalýsing ef um nýbyggingu er að ræða og yfirlýsingu húsfélags ef íbúðin er í fjöleignahúsi. Gallar eru sjaldan tilgreindir í söluyfirliti en margt má ráða af efni þess, þó það sé ekki beinlínis tekið fram. Í raun þurfa kaupendur að kunna að lesa út úr þeim upplýsingum sem koma ekki fram með tilliti til aldurs hússins. Þegar um kaup á notuðu húsnæði er að ræða þarf að huga vel að því hvað búið er að endur- nýja eða gera við til, að geta metið hvort eitt- hvað fari að koma á tíma. „Ef ekkert kemur fram í söluyfirliti um við- gerðir eða endurnýjun á eign sem er orðin fjörtíu ára eða eldri svo sem á þaki, lögnum eða gluggum má kaupandinn gera ráð fyrir því að það þurfi fljótlega að ráðast í slíkt,“ segir hún. Mikilvægt að fá yfirlýsingu frá húsfélagi um yfirstandandi framkvæmdir Guðfinna segir að þegar verið sé að kaupa íbúð í fjöleignarhúsi þurfi að liggja fyrir upp- lýsingar í yfirlýsingu húsfélagsins um yfir- standandi, eða fyrirhugaðar, framkvæmdir. Þá sé nauðsynlegt að kaupandi fái ástandsmat um eignina ef húsfélagið hefur látið gera slíkt mat. „Kaupendur verða að spyrja seljendur hvort þeim sé kunnugt um galla, til dæmis leka í íbúðinni eða sameigninni, eða hvort ein- hverjar framkvæmdir séu á döfinni. Stundum koma upp mál þar sem kaupendur hafa fengið að vita að það þurfi að fara sameiginlegar framkvæmdir en tímasetning hefur ekki verið ákveðin. Þó kaupendur geri kannski ráð fyrir að það sé ekki alveg á næstunni getur það gerst að slíkar framkvæmdir séu samþykktar á húsfundi örfáum dögum eftir afhendingu. Ég hef margoft fengið svona mál inn á borð til mín og niðurstaðan er alltaf sú sama, kaup- andinn verður að borga fyrir framkvæmdina.“ „Nýjar fasteignir eiga einfaldlega að vera í lagi“ Guðfinna bendir einnig sérstaklega á, að við mat á því hvort um galla sé að ræða, skipti öllu máli hvort fasteignin sé ný eða notuð. „Nýjar fasteignir eiga einfaldlega að vera í lagi og byggðar í samræmi við gildandi lög og reglur. Þannig getur kaupandi nýrrar fast- eignar gert meiri kröfur en kaupandi gamallar eignar. Þá getur kaupandi nýrrar eignar oft á tíðum sótt kröfu sína á hendur fleiri aðilum en aðeins seljanda eignarinnar, svo sem bygging- arstjóra og hönnuði og tryggingarfélögum þeirra ef rekja má tjónið til starfa þeirra. Ef nýbygging á að afhendast fullfrágengin þá þýðir það ekki einungis að íbúðin eigi að vera tilbúin við afhendingu, heldur á frágangi sam- eignarinnar líka að vera lokið. Þá skiptir máli að kaupandi nýrrar eignar sé ekki búinn að greiða meira af kaupverði hennar en sem nemur því byggingarstigi sem eignin er komin í ef eitthvað kæmi upp á og seljandinn gæti ekki staðið við að klára eignina,“ segir hún og bætir svo við að þegar um notaða fasteign sé að ræða teljist hún ekki gölluð, nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Aldurinn skiptir máli Hvað þýðir þetta lögfræðilega orðalag „nema ágallinn rýri verðmæti hennar sem nokkru varði“ á mannamáli? „Þetta orðalag hefur verið túlkað svo að kaupandi notaðrar eignar eigi ekki slíka kröfu ef það kostar innan við átta til tíu prósent af kaupverðinu að gera við ágallann. Ef kostn- aðurinn reynist hins vegar meiri þá getur kaupandinn átt rétt á afslætti af kaupverðinu eða skaðabótum frá seljanda. Hvað „saknæmu háttsemina“ varðar þarf ágallinn hins vegar ekki að nema slíkri fjárhæð,“ segir hún og bætir við að stundum hafi þó reynst erfitt að sanna sök seljandans. „Á honum hvílir upplýs- ingaskylda en vanræksla á henni getur leitt til þess að fasteign, sem ekki hefði talist gölluð telst vera það. Þannig getur seljandi borið ábyrgð á skorti á upplýsingum eða rangri upplýsingagjöf.“ Hún segir að kaupandi geti þó ekki borið fyrir sig galla sem hann vissi af, eða hefði með réttu átt að vita af. Kaupendur þurfi líka alltaf að vera fyrirfram meðvitaðir um hvaða rétt þeir eiga ef gallar koma í ljós síðar. „Ef galli kemur í ljós, áður en kaupverðið er greitt að fullu, getur kaupandi á eigin áhættu haldið eftir nægilegum hluta kaupverðsins sem dugar til að tryggja greiðslu kröfunnar.“ Kaupendur geta glatað rétti sínum ef þeir bíða of lengi „Kaupandinn getur ekki upp á sitt eins- dæmi ákveðið að nota fjárhæðina sem hann heldur eftir til að laga þá galla sem hann telur vera á eigninni nema samkomulag sé um það við seljandann. Ef það næst ekkert samkomu- lag hefur kaupandinn bara um tvennt að velja: Að gleyma málinu og greiða lokagreiðsluna ásamt dráttarvöxtum eða fara með málið fyrir dómstóla. Ef það fer fyrir dómstóla þá þarf kaupandinn að fá dómskvaddan matsmann til að meta galla á eigninni. Ég ráðlegg bæði kaupendum og seljendum að fá aðstoð frá lög- manni um leið og ágreiningur kemur upp við fasteignakaup, svo það sé hægt að koma mál- inu tafarlaust í réttan farveg. Ef kaupendur bíða of lengi geta þeir glatað rétti sínum, með- al annars vegna tómlætis, eða þá fyrningar og augljóslega ættu flestir að vilja komast alfarið hjá slíkum vandræðum.“ Flest þrætumál snúast um galla „Galli í daglegu tali og galli í lagalegum skilningi fara ekki endilega saman,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður hjá Fasteignamál Lögmannsstofu, en hún hefur rúmlega tuttugu ára reynslu af því að takast á við ágreiningsmál sem tengjast kaupum og sölu á fasteignum. Margrét Hugrún Gustavsdóttir | margrethugrun@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir hefur mikla reynslu þegar kemur að gallamálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.