Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 20
Hvað þarf fólk að hafa í huga varðandi
fyrstu kaup sín á íbúð?
„Það sem kemur fyrst upp í hugann er að
muna að njóta ferðarinnar og undirbúa sig vel.
Hlutfall fyrstu kaupenda á öðrum ársfjórðungi
2019 var 27% af þeim kaupsamningum sem
voru gerðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur
hlutfallið ekki verið hærra frá því að mælingar
hófust hjá Þjóðskrá. Því er oft mikil samkeppni
hjá fyrstu kaupendum um íbúðir. Þá vill til-
boðsgerðin oft fara á þann veg að sá sem er
hvað best undirbúinn fær samþykkt tilboð.
Fyrir seljendum snýst tilboðsgerðin ekki ein-
göngu um tölur heldur er alltaf markmið selj-
andans að reyna að lesa út úr því hvaða tilboð
er líklegast til að ganga upp og leiða til kaup-
samnings. Ef aðili er til dæmis búinn að ræða
við banka eða aðra lánastofnun og fá vilyrði
fyrir láni, þá stendur sá aðili betur ef sam-
keppnin í tilboðsferlinu er við aðila sem ekki
hefur tekið þau skref. Ég mæli eindregið með
því að fólk sem er í hugleiðingum um fyrstu
kaup fái fund með fasteignasala, óháð því hvort
stefnt er að kaupum fljótlega eða eftir marga
mánuði og jafnvel ár, til að fræðast vel um ferl-
ið frá skoðun til afsals og fá bein svör við öllum
þeim spurningum sem geta komið upp.“
Hvað þarf fólk að eiga mikla peninga
til að geta keypt sér 50 fm íbúð?
„Verð á 50 fm íbúðum getur verið mjög mis-
munandi eftir staðsetningu, aldri og gæðum.
Hvað útborgun (eigið fé) varðar er lágmarkið
10% af kaupverði við fyrstu kaup. Ef við tökum
sem dæmi íbúð sem kostar 35.000.000 kr. er
lágmarks útborgun 3.500.000 kr. en þá á eftir
að bæta við kostnaðinum við kaupin. Einnig
þarf að sýna fram á stöðugar mánaðarlegar
tekjur til að standast greiðslumat hjá viðkom-
andi lánastofnun.“
Hverju flaska flestir á?
„Ætli það sé ekki hvernig tilboðsgerð er
hagað ef fleiri en eitt tilboð eru í gangi á sama
tíma í fasteign. Flestir telja sig eiga rétt á að
vita upphæð hæsta tilboðs sem er komið í eign-
ina til að geta boðið betur eða ekki. Reglan er
sú að fasteignasali hefur ekki heimild til að
upplýsa aðra tilboðsgjafa um upphæðir til-
boða.“
Hver er kostnaðurinn við að kaupa 50 fm
íbúð sem fólk áttar sig kannski ekki á?
„Kostnaður kaupanda getur verið talsverður
en þar getur skipt mestu hversu hátt fast-
eignamat er á eigninni sem verið er að kaupa.
Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,4% af fast-
eignamati íbúðar ef um fyrstu kaup er að ræða,
lántökugjald er breytilegt eftir lánastofnunum
allt frá 0 kr. og upp í um það bil 70.000 kr. ef
tekið er lán. Þá er einnig umsýsluþóknun fast-
eignasölu sem er sem dæmi 59.900 kr. hjá okk-
ur á Ási og að lokum þinglýsing skjala, hvert
skjal sem þarf að þinglýsa kostar 2.500 kr.. Ef
við drögum þetta saman við kaup á íbúð þar
sem fasteignamatið er 30 milljónir þá er heild-
arkostnaður við kaupin um 190-260 þúsund
krónur eftir því hvert lántökugjaldið er hjá
þeirri lánastofnun sem kaupandi tekur lán
hjá.“
Hvar er eftirsóknarverðast fyrir fyrstu
kaupendur að kaupa íbúð?
„Það er mjög dreift og er í raun bæði í eldri
og nýrri hverfum svo að raunhæfasta svarið er
sennilega að segja á höfuðborgarsvæðinu og
nærumhverfi þess. Á endanum fer það allt eft-
ir kostum, gæðum og verði íbúða. Mín upplifun
hefur verið sú að fyrstu kaupendur eru flestir í
leit að nýjum eða nýlegum íbúðum en einnig
eldri íbúðum sem er búið að taka í gegn eða eru
í góðu standi að utan og innan. Það er að segja
að flestir í þeirri stöðu vilja geta gengið að því
vísu að engin óvænt útgjöld séu væntanleg
vegna viðhalds.“
Hvaða mistök gera sumir
varðandi fyrstu kaup?
„Sem betur fer er það sjaldséð sjón að fólk
geri mistök við fyrstu kaup enda fólk með ráð-
gjafa sér við hlið í gegnum allt ferlið. Það er þó
algengur misskilningur við fyrstu kaup að til-
boðsgjafar halda að útborgun vegna kaupanna
greiðist öll í einni summu. Greiðslutilhögun
kaupanda í tilboði fer algjörlega eftir hans vilja
og það er svo seljandans að ákveða hvort hann
samþykkir þá greiðslutilhögun sem kaupand-
inn býður honum. Ráðlegt er að halda ávallt
eftir um 5-10% af kaupverði þar til einum til
þremur mánuðum eftir afhendingu, sem
tryggingu ef eitthvað kemur upp á og leiðir til
þess að kaupandi á rétt á afslætti vegna galla.“
Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem
þrá að eignast þak yfir höfuðið?
„Fyrsta skrefið í þá átt er að bóka fund með
fasteignasala þar sem þú getur farið yfir allt
ferlið frá a til ö og rætt þar við einstakling sem
hefur góða yfirsýn yfir markaðinn og hvaða
leiðir eru í boði til fasteignakaupa. Ég hvet alla
þá sem eru að safna sér fyrir íbúð til að nýta
séreignarsparnaðarúrræðið sem er í boði í dag.
Með því býðst fyrstu kaupendum að ráðstafa
séreignarsparnaði sínum í útborgun vegna
íbúðarkaupa.“
Þetta þurfa fyrstu kaupendur að vita
Aron Freyr Eiríksson fasteignasali hjá Ási fasteignasölu segir að fyrstu kaupendur þurfi að
undirbúa sig vel. Um 27% af þeim sem keyptu íbúð í byrjun þessa árs voru einmitt þessi hópur.
Marta María | mm@mbl.is
Aron Freyr Eiríksson hjá Ási fasteignasölu.
Það getur tekið á að
kaupa fyrstu íbúð sína.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019