Morgunblaðið - 15.10.2019, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
Sími 577 1313 • kistufell.com
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar bílaviðgerðir
Sérfræðingar í vélum
Eigum úrval af varahlutum á
góðu verði í flestar gerðir bíla
Við höfum endurnýtt og
byggt vélar og vélahluti
frá árinu 1952
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
hraðamælisins í framrúðuna.
Annað tæknilegt atriði sem ég
hafði ekki prófað áður í bíl var sá eig-
inleiki að geta sleppt stýrinu og leyft
bílnum að nota vegmerkingarnar til
að stýra sér sjálfur. Ég prófaði þetta
nokkrum sinnum, en þurfti reyndar
alltaf fljótlega að grípa í stýrið aftur,
og kenni þá um gloppóttum og
óskýrum vegmerkingum hér á Ís-
landi. Þetta á BMW kannski líka eft-
ir að þróa betur. Þegar maður slepp-
ir stýrinu, og er kominn með góða
bók í hendur eða er að snyrta á sér
augabrúnirnar í upplýstum spegl-
inum í sólskyggninu, er sem sagt
ágætt að vera samtímis með annað
augað á mælaborðinu, því um leið
og bíllinn heldur að hann sé að
missa stjórnina á stýrinu sýnir hann
mynd af gulu stýri, og þegar hann
er alveg búinn að missa stjórnina
koma rauð skilaboð, og þá borgar
sig að sleppa bókinni og grípa aftur
í stýrið. Að líkindum á þetta eftir að
koma að góðum notum á vel mál-
uðum hraðrautum í Evrópu.
Bíllinn er einnig með aksturs-
minni, þannig að ef maður keyrir út
úr stæði, til dæmis inni í bílastæða-
húsi, þá getur maður sett í bakkgír-
inn, stillt á Reversing Assistant og
látið bílinn bakka sömu leið til baka
án þess að snerta stýrið eða bens-
íngjöfina. Það er erfitt að venjast
þessu í fyrstu, og minnir á þegar
maður spólar kvikmynd aftur á bak.
En eftir að bíllinn nær að leysa verk-
efnið í fyrsta skiptið byggist upp
traust á milli bíls og ökumanns. Þetta
er annað atriði sem á vafalaust eftir
að þróast hratt á næstu misserum
hjá BMW.
Allt afþreyingar- og upplýs-
ingakerfi bílsins er harla gott, og
snertiskjárinn virkaði vel, sem og
takkarnir hjá gírstönginni. Hólfið á
milli sætanna gefur góðan stuðning
fyrir hægri höndina og ofan í því er
ljós til hægðarauka þegar verið er að
gramsa eftir smádrasli sem maður
hefur hent þar ofan í.
Hughrifsljósin gleðja
Breytileg hughrifsljós eru hluti af
innréttingu bílsins, sem lífga hann
við, og leðursætin eru með bláum
BMW-lituðum saumum. Stýrið var
sömuleiðis leðurklætt og sportlegt.
Ég prófaði að raddstýra miðstöð-
inni og útvarpinu og gekk það sæmi-
lega, svo lengi sem ég passaði mig að
vera þokkalega skýrmæltur á ensku.
Þessi virkni hjálpar til og gerir akst-
urinn öruggari þegar maður kemst
upp á lagið með að nota þetta.
Veghljóð var lítið og fjöðrun til
fyrirmyndar á grófum vegi, og al-
mennt er þetta bíll sem er mjög
þægilegur í akstri og hlýðir vel öllum
aðgerðum.
Að sjálfsögðu er boðið upp á
Sport-, Comfort- og Eco-stillingar í
átta þrepa gírskiptingunni, en áþreif-
anlegasti munurinn kemur í sport-
stillingunnni þegar bíllinn skiptir sér
upp á leifturhraða þegar honum er
gefið vel inn.
BMW 3 er stöðutákn. Hann kostar
álíka mikið og sæmilegur jepplingur
og enn meira þegar allur aukabún-
aður er kominn í hann, en þá brunar
hann upp fyrir tíu milljónirnar. Ung-
an dreymdi mig um að eignast BMW
3 og sá dramur lifir góðu lífi eftir
þessi ágætu kynni.
Fullkomnasta tækni umlykur ökumann og auðveldar aksturinn til muna. Það ætti að fara vel um aftursætisfarþega í leðurklæddum sætunum.