Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða yfirvélstjóra dráttarbáta Faxaflóahafna sf. til starfa.
Starfið felst m.a. í vélstjórn á dráttarbátum sem og yfirumsjón með viðhaldi og umgengni um borð í
dráttarbátum Faxaflóahafna sf.
Unnið er í dagvinnu alla virka daga frá 07:00 til 17:00.
Viðkomandi er verkstjóri annarra vélstjóra í þeim viðhalds og umgengnisverkefnum dráttarbáta
sem sinna þarf hverju sinni auk annarra tilfallandi verkefna tengt hafnarþjónustu.
Hæfniskröfur eru vélstjórnarréttindi VF.1, reynsla af yfirvélstjórn skipa, öryggisnám Slysavarnaskóla
sjómanna, góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.
Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram
sakavottorð.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is eigi síðar
en fimmtudaginn 31. október n.k.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli J. Hallsson yfirhafnsögumaður gisli@faxafloahafnir.is
Yfirvélstjóri Faxaflóahafna sf.
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, en undir hatti
Umhyggju starfa 18 foreldrafélög langveikra barna á Íslandi. Markmið Umhyggju er að standa vörð
um réttindi langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra á margvíslegan hátt. Sálfræðiþjónusta
fyrir foreldra langveikra barna er meðal þeirrar þjónustu sem Umhyggja býður upp á.
Umhyggja – félag langveikra barna
óskar eftir sálfræðingi í 50-100% starfshlutfall
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stuðnings- og ráðgjafarviðtöl við foreldra langveikra barna
• Þátttaka í fræðslustarfi, fyrirlestrum eða námskeiðum um
sálfræðileg málefni fyrir fjölskyldur langveikra barna
• Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri/stjórn felur starfs-
manni
Menntun og hæfniskröfur
• Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
• Þekking og reynsla á málefnum langveikra barna æskileg
• Þekking og reynsla af vinnu með áföll æskileg
• Sérlega góð færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði, jákvæðni og sveigjanleiki
Umhyggja býður sanngjörn kjör og sveigjanleika í starfi. Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal
skilað til Umhyggju -félags langveikra barna, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið
arny@umhyggja.is eigi síðar en 1. nóvember. Miðað er við að starf hefjist sem fyrst eftir áramótin, eða í
samráði við starfsmann.
Nánari upplýsingar veitir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri í
síma 6617166 eða arny@umhyggja.is
Þú ert ráðin/n!
FAST
Ráðningar
Uppáhaldssetningin okkar hjá FAST ráðningum
www.fastradningar.is
„Fýllinn hefur um manns-
aldra mótað matarmenningu
á þessu svæði,“ segir Sig-
urður Elías Guðmundsson,
veitingamaður í Víkurskála í
Mýrdal. Þar
var síðast-
liðna helgi
efnt til fýla-
veislu, hvar
á borðum
var saltaður
og reyktur
fýll. Það er
um mán-
aðamót
ágúst og
september ár hvert sem
feitir fýlsungarnir vilja
komast á flug og sveima þá
úr klettasyllum fram til
sjávar. Margir komast þó
aldrei alla leið enda ekki
orðnir fleygir. Lenda því á
jafnsléttu og eru þá auðveld
bráð veiðimanna, sem koma
að þeim og rota með priki.
Dauður fuglinn er eftir það
reyttur og sviðinn og síðan
lagður í salt.
Krökkt af fugli
Núna, tveimur mánuðum
síðar, er fuglinn orðinn
herramannsmatur og þá
þykir Mýrdælingum tíma-
bært að efna til fýlaveislu
eins og gert var í Vík-
urskála á laugardags-
kvöldið.
„Mér finnst fýllinn góður
matur og sú er yfirleitt
raunin með fólk sem þessu
hefur vanist,“ segir Elías
sem fer jafnan á fýl á
haustdögum. „Mér hefur
reynst best að fara þá í gil-
in sem eru hér inn við Mýr-
dalsjökul, þar er yfirleitt
mikið af fugli sem er auð-
velt að ná. Annars er í sum-
arlok allt krökkt hér á
svæðinu af fugli, sem hefur
þá verið að reyna að fljúga
eða láta sig berast á ám og
lækjum fram til sjávar.“
Hvunndagsmatur
en nú fágæti
Að veiða fýl til matar er
hefð sem nánast einskorðast
við Mýrdal og Eyjafjöll.
Fólk sem á rætur sínar á
þessum slóðum er vant
þessu fuglakjöti – en forð-
um tíð var algengt að fýll
væri þar á borðum vikulega.
Hvunndagsmaturinn er hins
vegar fyrir löngu orðinn að
fágæti, því nú hirða mun
færri um þessi hlunnindi en
áður var.
Um 170 manns mættu í
fýlaveisluna í Víkurskála á
laugardagskvöldið og svo
allir fengju skammtinn sinn
þurfti að setja 200 fugla í
pott. Góðgætið var svo bor-
ið fram með kartöflum, róf-
um og miklu af smjöri.
Margir skáluðu síðan í ís-
lenskri mjólk. „Þetta er
skemmtun í þorrablóts-
stílnum þar sem skemmti-
legar hefðir eru í heiðri
hafðar,“ segir Sigurður Elí-
as. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Lyst Mýrdælingar tóku hraustlega til matar síns, enda hafa
nytjar af fýlnum alltaf skipt verulegu máli í Mýrdal.
Veislan í Víkinni
Fýll er fínasti matur Rotað
með priki Reyttur og sviðinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ófleygur Fýlsungi á vegi
undir Eyjafjöllum í haust.Sigurður Elías
Guðmundsson
Krafist er róttækra breyt-
inga í húsnæðismálum svo
tryggt sé að hagsmunir
verkafólks verði teknir fram
yfir hagsmuni fjármagnseig-
enda. Þetta segir í ályktun 7.
þings Starfsgreina-
sambandsins sem haldið var í
síðustu viku. Sambandið tel-
ur að verka- og láglaunafólki
hafi ekki verið tryggt að-
gengi að góðu húsnæði á
mannsæmandi kjörum.
Verkamannabústaðakerf-
ið hafi verið eyðilagt með
pólitísku skemmdarverki og
með því hafi stór hópur fólks
misst húsnæðisöryggi sitt.
Eftir hrun hafi þúsundir
landsmanna misst heimili
sín. Í stað þess að stjórnvöld
tækju að sér að gæta hags-
muna alþýðufólks hafi fjár-
magnseigendum verið gefið
færi á að sölsa undir sig
leigumarkaðinn með skelfi-
legum afleiðingum. „Hvergi
sést sú ömurlega stéttaskipt-
ing, sem hefur fengið að
vaxa óhindrað á Íslandi, með
skýrari hætti en þegar hús-
næðismál eru skoðuð. Á með-
an auðmenn nota húsnæð-
ismarkaðinn til að græða
hundruð milljóna þarf lág-
launafólk að greiða allt að
80% ráðstöfunartekna sinna í
leigu,“ segir í ályktun.
Á þinginu var forysta
Starfsgreinasambandsins
kjörin til næstu tveggja ára.
Björn Snæbjörnsson var
endurkjörinn formaður
SGSog Sólveig Anna Jóns-
dóttir var kjörin varafor-
maður. Hjördís Þóra Sig-
urþórsdóttir, varaformaður,
gaf ekki kost á sér áfram.
Húsnæðisöryggi sé tryggt