Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að sem er kallað fjórða iðnbyltingin í dag eru áherslur sem eru fyrir löngu komnar í íslenskan sjávarútveg og eiga sér langa sögu,“ svarar Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra, spurður um stöð- una í íslenskum sjávarútvegi. „Það er engin ástæða til þess að óttast framtíðina og við megum aldrei óttast hana, heldur taka henni fagnandi,“ bætir hann við og bend- ir á að með lengri sögu sé hann að vísa til þeirra hvata sem fylgja fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Það gerir kröfu um það að við umgöng- umst auðlindina með öðrum hætti en áður var gert og að við lítum á hana sem takmarkaða auðlind, ekki síst þurfum við að nýta hana með sjálfbærum hætti. Þá fylgir þessu að þeir sem starfa í sjávar- útvegi hafa þurft að byrja að hugsa öðruvísi. Þegar magnið er takmarkað þarf að gera sem mest verðmæti úr því sem til ráðstöf- unar er.“ Hann segir samkeppnisstöðu sjávarútvegsins í alþjóðlegri sam- keppni vera stærsta viðfangsefnið enda flytja Íslendingar úr landi 98% afurðanna. Spurður hvernig tryggja megi samkeppnisstöðuna segir Kristján Þór að mikilvæg- ustu þættirnir séu „stöðugt rekstr- arumhverfi, hóflegir skattar og gjöld“. Þá sé einnig meðal stórra verkefna að sjá til þess að reglu- verk sé eins einfalt og kostur er á, en ráðherrann kynnti nýverið ákvörðun um að fella úr gildi um eitt þúsund reglugerðir. „Þessi rammi þarf að vera í lagi og svo koma rannsóknir og þró- un,“ segir ráðherrann og bendir á að svar íslensks sjávarútvegs við aukinni samkeppni við fiskvinnslur erlendis, sem hafa lítinn launa- kostnað, sé „aukin þekking og bætt tækni“. Enda hafi það verið auðsjáanlegt að undanförnu að mikil tækniþróun hafi átt sér stað í greininni. „Þetta hefur fisk- veiðistjórnunarkerfið leitt af sér, þessi tækniþróun sem hefur átt sér stað í sjávarútvegi. Til dæmis fyrirtæki eins og Marel, Valka, Frost, Skaginn, Rafeyri og fleiri. Þessi fyrirtæki sem eru að sækja á erlenda markaði með þróaðar vörur, gríðarlegar tækninýjungar. Þessi útrás væri ekki möguleg nema fyrir þetta þétta samstarf sjávarútvegsins við fólk sem býr yfir þekkingu á þessum sviðum.“ Þá segir hann tæknina kosta það sama milli landa, en launakostn- aðurinn geti verið mjög ólíkur. „Tæknin er leiðin til þess að mæta þeim áskorunum sem felast í rekstrarkostnaði. Þetta er svar Ís- lands við aukinni samkeppni.“ Góðar framtíðarhorfur Kristján Þór kveðst ekki hafa áhyggjur af framtíð greinarinnar. „Framtíðarhorfurnar eru góðar. Við sjáum að margt er að breytast í umhverfinu. Við erum ekki að sjá það að sjávarafli aukist mikið á komandi árum, hvorki hér né ann- ars staðar. Hann er misjafnlega nýttur. Þannig að við erum undir sífelldum kröfum um að auka verðmætin úr því sem við sækjum í sjóinn óháð því hvaða nytjastofn það er. Við höfum haft þá stefnu alllengi og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar Íslands byggist á því að þetta sé nýtingarstefna. Sem sagt að við stundum sjálf- bærar veiðar en náum á sama tíma sem mestri nýtingu, sem mestum afrakstri úr hverjum stofni.“ Þá sé það vissulega svo að nýt- ingarstefnan ógni ýmsu, að mati Kristjáns. „Það er óhjákvæmilegt. Það er fyrst og fremst ógn við þá sem staðna og fylgja ekki tækniþróun, þekkingarstigi og straumum tímans. Hættan liggur mest í því. Tímarnir breytast og mennirnir verða að breytast með. Ég er alveg óhræddur við þessa framtíð og tel að enginn eigi að vera hræddur í sjávarútvegi.“ Rannsóknir í samstarfi við útgerðirnar Er ráðherrann er inntur álits á fullyrðingum um að þörf sé á nýju rannsóknaskipi til þess að leysa Árna Friðriksson af og tryggja öflugar hafrannsóknir, segir hann vissulega þörf á því. „En ég hef lagt áherslu á og mína krafta í það að fá heimild til þess að smíða nýtt skip í stað Bjarna [Sæmunds- sonar]. Sem betur fer er það verk- efni komið á góðan rekspöl.“ Telur hann að Árni Friðriksson hafi reynst vel. „Við höfum bætt í hann tækjum, viðhaldið þeim og endur- bætt. Hann er ekki nema rétt skriðinn í tvítugt en Bjarni er kominn í hálfa öld. Það sem við þurfum að gæta okkur á er að Árni verði ekki of gamall og að við lendum ekki í sömu stöðu með það skip og við lentum í með Bjarna Sæmundsson, að vera ekki búin að endurnýja það skip fyrir töluvert mörgum árum.“ Jafnframt séu aðrar leiðir færar en að festa kaup á nýjum skipum. „Við höfum haft mjög gott sam- starf við útgerðir í uppsjávarrann- sóknum, sérstaklega í loðnuleit. Á síðasta ári lögðum við í rannsóknir og höfum aldrei lagt jafn mikinn kraft í rannsóknir á loðnu og við gerðum þá. Mér finnst samstarfið á sviði loðnuleitarinnar vera til mikillar fyrirmyndar og vona að við getum átt slíkt samstarf á fleiri sviðum. En sömuleiðis eru samskipti á milli þjóðanna við Norður-Atlantshaf mikil og við deilum upplýsingum. Þannig að við erum ekki einir í að rannsaka þetta, þó svo að sumu leyti eigi Ís- land mjög langa sögu umfram önn- ur lönd, til dæmis í rannsóknum á súrnun sjávar. Við höfum lengstu lotur rannsókna í þeim efnum.“ Kveðst Kristján Þór vera ein- dreginn talsmaður þess að sjávar- útvegurinn og Hafrannsóknastofn- un eigi sem mest og best samstarf til þess að geta nýtt alla þá þekk- ingu sem vísindamenn og þeir sem standa í því að nýta auðlindina búa yfir. „Ég held að það sé öllum til gagns að þessir aðilar setjist sam- an með reglubundnum hætti og rýni til gagns þær áherslur sem hvor um sig heldur fram og vinni síðan saman að einhverju samein- inlegu marki sem við höfum öll, um að nýta auðlindina með sjálf- bærum hætti.“ Minni losun á grundvelli hvata „Við sjáum meðal annars að út- gerð á Íslandi hefur verið atvinnu- greina fremst í því að draga úr kolefnislosun og hefur staðið sig afspyrnu vel í þeim efnum langt umfram aðrar atvinnugreinar og á heiður skilið fyrir það,“ svarar ráðherra, spurður um áætlanir ríkisvaldsins vegna kolefnislosunar greinarinnar. „En það er ein af já- kvæðum afleiðingunum af því fisk- veiðistjórunarkerfi sem við erum með vegna þess að það er hvati í því til þess að sækja sjóinn með sem minnstum tilkostnaði og þannig er fiskveiðistjórnunarkerfið okkar umhverfisvænt,“ bætir hann við. Hann segir miklar vonir bundn- ar við þróun í rafvæðingu fiskiflot- ans. „Þar eru meðal annars Ís- lendingar sem eru komnir á veg með það verk og við sjáum það á fullri ferð í löndum í kringum okk- ur. Þannig að eflaust eiga menn eftir að sækja í það að draga úr jarðefnaeldsneytisnotkun enn meira í fiskiskipaflota landsins umfram það sem þegar hefur verið gert. Það er einboðið að það muni gerast.“ Hann segir ríkisstjórnina ekki vera að vinna að nýjum boðum eða bönnum til þess að knýja fram umhverfisvænni umbúðir vegna útflutnings sjávarafurða. „Ég er viss um að markaðurinn, sem er mjög meðvitaður bæði kaupenda og seljenda megin, muni finna lausnir í þessum efnum. Hef ekki trú á öðru vegna þess að þessi krafa er uppi.“ Morgunblaðið/Eggert Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir fiskveiðistjórnunarkerfið hafa skapað æskilega hvata sem leiddu af sér öra tækniþróun, bætta nýtingu og minni kolefnislosun. Verða að breytast í takt við tímann Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir nýt- ingarstefnuna ógn við þá sem staðna og fylgja ekki tækniþróun, þekkingarstigi og straumum tímans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er talið hafa reynst vel, en gæta verður þess að ekki frestist að endurnýja það með sama hætti og í tilfelli Bjarna Sæmundssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.