Morgunblaðið - 31.10.2019, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
L
iðinn eru tíu ár síðan fram-
sýnn hópur fólks kom
saman til að skipuleggja
fyrstu Sjávarútvegs-
ráðstefnuna. Síðan þá hef-
ur viðburðurinn vaxið og dafnað;
þangað kemur fólk úr ýmsum átt-
um til að fræðast um stefnur og
strauma í sjávarútvegi og styrkja
tengslin innan greinarinnar.
Guðbrandur Sigurðsson átti,
ásamt Kristjáni Hjaltasyni og
fleira góðu fólki, veg og vanda að
því að gera fyrstu Sjávarútvegs-
ráðstefnuna að veruleika en hann
vill eigna Valdimar Inga Gunn-
arssyni sjávarútvegsfræðingi hug-
myndina: „Þetta var eftir hrun og
var honum mjög í mun að fólk í
sjávarútvegi kæmi saman til að
ræða leiðir til að efla greinina og
miðla fróðleik sín á milli. Fyrir
þennan tíma höfðu sölu- og mark-
aðsfyrirtækin haldið svokallaða
verkstjórafundi en það starf hafði
riðlast töluvert og á sama tíma ein-
kenndist þjóðfélagsumræðan af af-
skaplega þungu og leiðinlegu tali
um kvótamál. Okkur gömlu jöxl-
unum þótti leiðinlegt að sjá hvað
sjávarútvegur var sýndur í nei-
kvæðu ljósi, vitandi hve margt
áhugavert og jákvætt væri að ger-
ast innan greinarinnar.“
Úr varð að kalla til fólk héðan og
þaðan til að leggja drög að fjöl-
breyttum viðburði. „Okkur tókst að
fá til liðs við verkefnið fagfólk frá
alls kyns fyrirtækjum; bæði út-
gerðum og sölufyrirtækjum en líka
þjónustufyrirtækjum af öllum toga,
og stofnuðum um leið hlutafélag
sem hefði það eina hlutverk að
halda Sjávarútvegsráðstefnu ár
hvert,“ útskýrir Guðbrandur.
Fjölbreyttur þverskurður
Þess var gætt strax í byrjun að
haga skipulagi ráðstefnunnar
þannig að hún yrði aldrei einhæf og
að gestir hefðu gott tækifæri til að
styrkja tengslin innan grein-
arinnar. Var t.d. hugað að því að
hafa gott hlé á milli málstofa fyrir
fundargesti að blanda geði og ræða
málin, og sú regla sett að enginn
mætti sitja í stjórn ráðstefnunnar
nema í tvö ár samfleytt. Þá skyldi
viðburðurinn ekki vera ætlaður
innanbúðarfólki eingöngu, heldur
opinn öllum þeim sem væru for-
vitnir um sjávarútveginn. „Fyrir
vikið á sér stað stöðug endurnýjun
í hópi skipuleggjanda viðburðarins
sem svo endurspeglast í síbreyti-
legum efnistökum,“ segir Guð-
brandur og bætir við að með hjálp
öflugra sjálfboðaliða og fjár-
framlögum góðra styrktaraðila hafi
tekist að láta ráðstefnuna koma út
réttu megin við núllið. „Stundum
hefur viðburðurinn verið í plús, og
stundum í mínus, en heilt yfir þessi
tíu ár erum við ekki að koma út í
tapi, enda farið mjög varlega með
það fé sem kemur í kassann.“
Fáir eins vel undirbúnir
fyrir fjórðu iðnbyltinguna
Gaman hefur verið að fylgjast með
ráðstefnunum undanfarin ár, og sjá
þar þverskurð af þeim mikla upp-
gangi sem verið hefur í greininni.
Þó að efnahagsreikningur margra
sjávarútvegsfyrirtækja hafi verið
lemstraður eftir hrun voru að-
stæður hagfelldar fyrir tíu árum og
hefur greinin blómstrað síðan þá,
samhliða því að árangurinn af
margra ára rannsóknar- og þróun-
arstarfi hefur sprungið út.
„Sjávarútvegsfyrirtækin hafa
reynst vera mjög opin fyrir nýj-
ungum og fús að vinna með tækni-
fyrirtækjum að þróun nýrra
lausna. Raunar er nú svo komið að
fáar atvinnugreinar á Íslandi eru
jafn langt þróaðar og sjávarútveg-
urinn, eða eins vel undirbúnar fyrir
fjórðu iðnbyltinguna sem er hand-
an við hornið,“ segir Guðbrandur.
„Víða gengur mjög vel, fyrirtækin
eru reiðubúin að ráðast í metn-
aðarfullar fjárfestingar og eru að
þreifa fyrir sér á nýjum slóðum, og
smitast árangurinn út í aðrar
greinar tengdar sjávarútvegi.“
Bara þann tíma sem Guðbrandur
hefur verið viðriðinn sjávarútveg
hafa þar orðið stórstígar framfarir.
Hann settist nýlega í
framkvæmdastjórastólinn hjá
Borgarplasti, en hann byrjaði hjá
Íslenskum sjávarafurðum um miðj-
an 9. áratuginn og var árið 1996
ráðinn framkvæmdastjóri Útgerð-
arfélags Akureyringa. „Þá voru af-
köstin við vinnslu á þorski um 14
kg á manntímann og þegar ég
skipti um starfsvettvang átta árum
síðar var sú tala komin upp í hart-
nær 35 kg, þökk sé aukinni tækni-
væðingu. Í dag er ekki óalgengt að
afköst á hvern starfsmann í fisk-
vinnslu séu á bilinu 65-90 kg á
klukkustund og á sama tíma eru
vélarnar að losa starfsfólkið við
mörg erfiðustu og einhæfustu
verkin.“
Þarf að höfða til unga fólksins
Ekki er útlit fyrir annað en að á
komandi áratug muni þróunin
halda áfram í sömu átt. Guð-
brandur nefnir verkefni á borð við
Sjávarklasann þar sem nýsköpunin
blómstrar, en jafnt stór sem smá
sjávarútvegsfyrirtæki virðast
leggja sig fram við að sinna alls
kyns þróunarstarfi af metnaði.
„Það sem reynslan sýnir okkur er
að þróunarstarfið skilar sér ótrú-
lega fljótt inn í rekstur fyrirtækja
og vonandi að greinin beri gæfu til
að halda sig á þessari braut.“
Hefur Guðbrandur helst áhyggj-
ur af að erfiðlega geti gengið að
vekja áhuga unga fólksins á því að
leggja það fyrir sig að starfa í sjáv-
arútvegi. Eftir hrun jókst til muna
aðsókn í hvers kyns sjávarútveg-
stengt nám og hefur bæst við
námsframboðið bæði á háskóla- og
framhaldsskólastigi. „En eftir sem
áður er margt sem togar í unga
fólkið að leggja eitthvað annað fyr-
ir sig. Er áríðandi að því verði kom-
ið vel til skila að það sé eftirsókn-
arvert að vinna í sjávarútvegi og að
spennandi verkefni bíði fólks með
góða tækni- og iðnmenntun,“ segir
hann. „Störfin í sjávarútvegi hafa
breyst, í takt við breytingarnar í
greininni almennt, og einkennast
ekki síst af því að vera skapandi
störf þar sem þarf að finna góðar
lausnir á fjölbreyttum vanda-
málum. Þetta eru störf þar sem
fólk getur séð afrakstur vinnunnar
með eigin augum og vita þeir sem
reynt hafa hvað það er uppskrift að
mikilli starfsánægju að hafa t.d. átt
þátt í því að þróa nýja vinnsluað-
ferð eða hanna nýja tækni.“
Þar sem öll greinin kemur saman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Störfin í sjávarútvegi hafa breyst, í takt við breytingarnar í greininni almennt, og einkennast ekki síst af því að vera skapandi störf,“ segir Guðbrandur Sigurðsson.
Morgunblaðið/Golli
Menn að störfum við höfnina í Grímsey. Alls kyns blómleg starfsemi hefur orðið til í kringum sjálfar fiskveiðarnar.
Sjávarútvegsráð-
stefnan fer fram 7. og
8. nóvember og er
ætluð öllum þeim sem
eru forvitnir um þessa
fjölbreyttu og öflugu
atvinnugrein.