Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 14
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að eru margar konur í sjávarútvegi, en við viljum sjá fleiri,“ segir Agnes Guðmundsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi, en hún hlaut endurkjör í embætti for- manns félagsins á síðasta aðalfundi þess. Hún segir helsta viðfangsefni félagsins vera að efla og styrkja konur í sjávarútvegi ásamt því að standa að fræðslu, efla tengsla- net og vekja áhuga annarra kvenna á grein- inni. „Við viljum gera sjávarútveg að áhuga- verðri og aðlaðandi atvinnugrein fyrir konur.“ Spurð hvort áhugi kvenna á sjávarútvegi sé að aukast svarar Agnes því játandi. „Við erum núna með á þriðja hundrað fé- lagskonur og það er alltaf að bætast í hóp- inn. Greinin er að stækka í heild sinni og þá erum við sérstaklega að sjá fjölgun kvenna í afleiddum störfum á sviði nýsköpunar og rannsókna þar sem unnið er að aukinni nýt- ingu sjávarfangs. Það er mikill áhugi, það er óhætt að segja það.“ Þurfa að efla tengslanetið Formaðurinn segir sjávarútveginn státa af mörgum hæfileikaríkum konum. „Það sem vantar eru konur í áhrifastöður í efsta lagi fyrirtækja. Þar eiga þær að vera sýnilegar og vera fyrirmyndir. Þær þurfa að koma fram og láta að sér kveða á opinberum vett- vangi. Tilgangur félagsins er að styrkja og styðja konur í að stíga fram. En ekki síður að bæta tengslanetið, sem er eitthvað sem karlar virðast oft hafa fram yfir konur. Við létum gera rannsókn fyrir okkur árið 2016 og þar kom í ljós að tengslanet skiptir gríð- arlega miklu máli við ráðningu. Það er eins og konur séu ekki kynntar fyrir möguleik- unum í sjávarútvegi. Þess vegna viljum við leggja áherslu á að kynna þetta fyrir þeim og þessi félagsskapur ýtir undir það. Við viljum fá konur með okkur, heimsækja fyrirtækin og sjá þetta með eigin augum.“ Ímyndarvandi Þá telur hún það geta verið að karllæg ímynd sjávarútvegsins hafi áhrif á það hvort konur sjái fyrir sér sjávarútveginn sem spennandi starfsvettvang. „Margar hafa ef- laust haldið að sjávarútvegurinn sé fyrir hefðbundna sjómanninn og fiskvinnsluna, en það er svo miklu meira á bak við greinina.“ Bendir Agnes á að innan geirans starfi fólk með mjög fjölbreyttan bakgrunn, ólíka menntun og reynslu. Agnes kveðst sannfærð um að konum muni fara fjölgandi í sjávarútvegi. „Það ger- ist ekki hratt en það er aukning og við erum mjög ánægðar að sjá fleiri konur koma úr sjávarútvegsfræðinni í Háskólanum á Ak- ureyri.“ Félagið er í góðu samstarfi við há- skólann, að sögn Agnesar sem kveðst líta framtíðina björtum augum. Kynna konum tækifærin í sjávarútvegi Formaður Kvenna í sjávar- útvegi segir mikilvægt að efla þær konur sem fyrir eru í greininni á sama tíma og vakin er áhugi annarra. Öflugt kynningarstarf félagsins á að auka þekkingu og áhuga kvenna. Agnes Guðmundsdóttir er sannfærð um að konum muni fjölga í sjávarútvegi og tengdum greinum. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S taðan er mjög góð. Vard tókst að klára skrokk skipsins og hefur tekist að gera meira en til stóð að gera í Rúmeníu, þar sem skrokkurinn er smíðaður. Þannig að skipið kemur til Noregs á réttum tíma,“ segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri ný- smíða hjá Samherja, um stöðuna á uppsetningu vinnsludekks frysti- togarans Senja fyrir norsku útgerð- ina Nergård Havfiske. Slippurinn á Akureyri var fenginn í verkið en Samherji kemur að verkefninu í nánu samstarfi við Nergård. Slippurinn á Akureyri gerði fyrr á þessu ári samning við norsku skipasmíðastöðina Vard um smíði á millidekki fyrir togarann. Samning- urinn er tæplega 700 milljóna króna virði og er um að ræða stærsta ein- staka verkefnið sem norðlenska fyrirtækið hefur tekið að sér. Skip- ið er 80,4 metrar að lengd og 16,7 metrar að breidd, og mun vinnslu- dekkið vera með vinnslulínu fyrir bæði bolfisk og rækju. Fyrirtækin Marel, Stranda, Baader, Intech og Holmek eru meðal undirverktaka í verkefninu og er áætlað að hið nýja fiskiskip verði tilbúið til veiða í febrúar á næsta ári. „Það er mikið í gangi eins og er og margir að vinna um borð. Við sjáum ekki fram á annað en að við munum klára þetta verkefni á rétt- um tíma. Það mætti segja það að flestallt hafi gengið eftir áætlun,“ segir Hjörvar. Hann tekur þó fram að stöðugar áskoranir og atvik breyttum búnaði og það er að mörgu að huga. Slippurinn er með hönnunina og smíði á búnaði á vinnsludekkinu og í lestinni, hvort sem það er vinnslubúnaður, lyftur eða færibönd. Stjórnun og stýr- ingar eru okkar hönnun og sam- stafsaðila. Við erum búnir að vera með menn um borð í Senja í Bratt- våg í rúman mánuð og munum bæta við mönnum þegar lengra líð- ur á verkið,“ segir hann og bætir við að „samstarfið við skipa- smíðastöðina og aðra samstarfs- aðila hefur gengið samkvæmt áætl- un. Við erum bjartsýnir á framhaldið.“ Hann segir verkið ganga hratt og vel fyrir sig, en talsverðum tíma var varið í undirbúning og flutning á búnaðinum sem koma átti fyrir í skipinu. „Búnaðurinn þurfti allur að vera kominn út áður en gert var gat á skipið til þess að koma bún- aðinum niður á vinnsludekkið.“ Þekking Íslendinga vekur athygli erlendis Ólafur segir Slippinn vel í stakk bú- inn til þess að takast á við stærð verkefnisins. Þá hafi verið unnið að uppsetningu vinnslubúnaðar um borð í mörgum skipum að undan- förnu. Hann bendir á að fyrirtækið hafi verið með helming vinnslubún- aðar á móti Optimar um borð í skip- unum Cuxhaven DE og Berlin DE, en að þessu sinni sé Slippurinn á Akureyri með allt verkið. Spurður hvort áhugi erlendra út- gerða sé að aukast á að Íslendingar komi að því að hanna og smíða vinnslubúnað um borð í skip og landvinnslu, segir Ólafur svo vera. „Við Íslendingar erum framarlega á mörgum sviðum í sjávarútvegi og getum verið stoltir af því.“ Hann segir jafnframt að staðan sé góð, „en við þurfum að halda áfram að þróa og bæta þann búnað sem við erum að bjóða viðskiptavin- inum. Gæði vöru og þjónustu sem við erum að veita verða að vera samkeppnishæf, þá skiptir áreiðan- leiki og ending vörunnar líka miklu máli.“ Að mörgu að huga um borð í Senju Flestallt hefur farið samkvæmt áætlun í stærsta verkefni í sögu Slippsins á Akureyri. Krefjandi er að koma fyrir miklum búnaði. komi upp sem þarf að takast á við og leysa þegar svona stór fram- kvæmd er annars vegar. „Til þess erum við; til að vinna í þessum vandamálum. Samstarfið milli Vard og Nergård hefur verið gott í þessu tilfelli og tekist að leysa úr flest- öllu.“ Hjörvar tekur fram að mikilvægt sé að hafa í huga að verkefninu sé langt í frá lokið þó að áætlun hafi staðist til þessa. „Það getur alltaf eitt- hvað gerst sem gerir það að verkum að menn missa taktinn. Menn mega ekki halda að þeir séu komnir í höfn, en þetta lofar góðu.“ Ákveðin list „Það er íslenskur búnaður í skipinu og má þar nefna sérstaklega vinnslubúnaðinn. En það er á byrj- unarreit að koma búnaðinum fyrir um borð og hefur ekki enn reynt mikið á þetta. All- ur búnaður hefur verið hífður um borð og það er verið að koma honum fyrir á sínum stað,“ útskýrir Hjörvar. Spurður hvort það sé áskorun að koma fyrir miklum bún- aði í þröngu rými, segir hann að eftir fremsta megni sé reynt að tryggja góðar gönguleiðir. Þá sé ákveðin list að koma öllu fyrir á sín- um stað. „Snemma í verkefninu var ákveðið að um borð myndi einnig vera rækju- vinnsla, en skipið er vel bú- ið til rækjuveiða og er skipið útbúið fjórum togvindum sem gera því kleift að draga þrjú troll. Það hefur tekist vel í samstarfi við slippinn að koma þessu fyrir, en auðvitað er þetta mikill búnaður.“ Á miklum hraða „Vinnan hingað til hefur verið að smíða vinnslubúnaðinn og koma honum fyrir og núna er verið að stilla hann endanlega af,“ segir Ólafur Ormsson, verkefnastjóri hjá Slippnum á Akureyri. „Þetta er stórt og mikið skip með fjöl- Það getur verið krefjandi að koma fyrir bæði vinnslu- línu fyruir rækju og bolfisk. Slippurinn á Akureyri tók að sér að hanna og smíða búnað á vinnsludekk og í lest Senju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.