Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.10.2019, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is T ogskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 749 og Vörður EA 748, voru tek- in upp í Slippinn í Reykjavík í sum- ar. Unnið var að því næstu vikurnar að pússa og mála skipin áður en þau voru afhent nýjum eigendum, FISK á Sauð- árkróki og útgerð Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði. Áskell er stálskip, smíðað í Taívan árið 2007-’09, 362 brúttótonn að stærð. Skipið hét áður Helga RE. Áskell var flokkaður sem ís- fisktogari. Aðalvélin er skráð 600 hestöfl. Vörður var smíðaður í Gdynia í Póllandi 2006-07. Hann er sömuleiðis stálskip og skráður sem ísfisktogari. Hann er 486 brúttó- tonn og aðalvélin 700 hestöfl. Fisk Seafood á Sauðárkróki gekk frá kaup- um á skipunum tveimur í lok árs 2018. Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum viðskiptum með aflaheimildir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæplega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk heimilda í fleiri teg- undum. Verðmæti viðskiptanna miðað við þá- verandi gengisskráningu var tæplega 1,7 milljarðar króna. Eftir að búið var að snurfusa og laga bátana fóru þeir niður úr Slippnum í litum nýju eigendanna: bláir. Þá tók við vinna við nýjar vinnslulínur á millidekki og ný tæki voru sett um borð. Það var svo laugardaginn 28. september sem bátarnir sigldu fánum prýddir inn í Grundarfjarðarhöfn að viðstöddu miklu fjöl- menni. Nú skörtuðu þeir nýjum nöfnum: Far- sæll SH 30 og Sigurborg SH 12. Eldri skip með sömu nöfnum voru sett á söluskrá. Það er ætíð stór stund í sjávarplássum landsins þegar ný skip koma til hafnar í fyrsta skipti. Enda var tíðindamaður Morgunblaðs- ins, Sigurður Bogi Sævarsson, mættur til að skrásetja atburðinn. „Núna erum við að fá smáa en knáa troll- báta sem vonandi munu gera okkur kleift að sækja á fleiri mið en fyrr, fjölga aflategundum og auka um leið rekstraröryggið,“ sagði Frið- björn Ásbjörnsson útgerðarstjóri um skipin nýju, sem verða gerð út frá Grundarfirði, þar sem útgerð kennd við athafnamanninn Soff- anías Cecilsson á sér fastan sess. Það dró ekki úr gleðinni að vikuna á eftir kom þriðja nýja skipið til Grundarfjarðar. Það var nýr Runólfur SH 135 í eigu fyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. Skipið, sem er 486 brúttótonn, hét áður Bergey VE 544 og var í eigu Bergs-Hugins/Síldarvinnslunnar. Gjögur hf. á Grenivík lét smíða tvö ný tog- skip í stað hinna fyrri sem seld voru til Grundarfjarðar. Skipin eru bæði komin til landsins. Þau fengu nöfn forvera sinna; Áskell og Vörður. Þau verða gerð út frá Grindavík. Skipin voru smíðuð hjá VARD í Noregi ásamt fimm systurskipum fyrir aðrar íslenskar út- gerðir. Morgunblaðið/sisi Fóru upp gráir en niður aftur bláir Gaman var að fylgjast með því síðasta sumar þegar tveir bátar „skiptu um ham“ á nokkrum vikum í Slippnum í Reykjavík. Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR .1 00 % RECYCLAB LE .100% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.