Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
N
ýkjörinn formaður Lands-
sambands smábátaeig-
enda er með mörg járn í
eldinum þessa dagana.
Þorlákur Halldórsson er
að koma sér inn í störfin hjá Lands-
sambandinu, þar sem hann hyggst
starfa af fullum krafti. Jafnframt
rekur hann harðfiskverkunina
Stjörnufisk í Grindavík, þar sem
starfa átta manns. Svo er spurning
hvort báturinn hans, Guðmundur á
Hópi GK, fari ekki í nokkra róðra
fyrir áramót þó svo að kvótinn sé
orðinn lítill.
Þorlákur segir að margt hafi unn-
ist í málefnum smábátaútgerðar á
síðustu árum en enn séu verkefnin
ærin. „Þetta er stanslaus hagsmuna-
barátta sem aldrei lýkur,“ segir Þor-
lákur. Fyrst komi í hugann að auka
þurfi sveigjanleika í strandveiðum
og skiptar skoðanir séu um kvóta-
setningu á grásleppu eins og ráð-
herra hafi boðað. Mörgum fleiri mál-
um þurfi að sinna og nauðsynlegt sé
að vera alltaf á vaktinni.
Rússnesk kosning
Þorlákur þekkir vel innviðina í
Landssambandi smábátaeigenda því
hann var varaformaður LS árin 2016
og 2017. Hann var einn í formanns-
kjöri á aðalfundi nýlega og hlaut
rússneska kosningu. Við embætti
tók hann af Axel Helgasyni, sem
gegnt hafði starfinu frá haustinu
2016.
Ef litið er yfir þær ályktanir og
samþykktir sem aðalafundur Lands-
sambands smábátaeigenda fjallaði
um er ljóst að verkefnin eru marg-
vísleg. Þar var fjallað um strand-
veiðar, grásleppuveiðar, makríl-
veiðar, handfæri og
handfæraívilnun, línuívilnun, leigu
veiðiheimilda, flutning veiðiheimilda
milli kerfa, VS afla, dragnótaveiðar,
hvítlúðu, byggðakvóta, sérstakt
veiðileyfagjald strandveiða, hrygn-
ingarstopp, veiðiskyldu, umhverfis-
áhrif veiðarfæra, reglugerðarhólf,
lokun veiðisvæða, humarveiðar og
markaðssetningu grjótkrabba, um-
gengni um auðlindina, rannsóknir,
eftirlit, öryggi sjómanna, markaði,
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar,
þjónustu, hvalveiðar, aflagjald og
stuðningsyfirlýsingu við Grímsey.
Margir gáfust upp
Þorlákur segir að um þessar mundir
gangi ýmislegt í haginn í smábáta-
útgerðinni en skuggi erfiðra ára hvíli
yfir.
„Síðustu 2-3 ár hafa verið bullandi
erfiðleikar í smábátaútgerðinni.
Undanfarið hefur fiskverðið verið
upp á við og það hjálpar okkur núna
en það er ekki langt síðan þetta
breyttist. Afkoman 2-3 ár þar á und-
an var mjög léleg og veiðigjöld og
aðrar álögur langt úr hófi.
Það fækkaði gríðarlega í hópi okk-
ar á þessum erfiðu tímum og margir
gáfust hreinlega upp. Margir eru
enn mjög skuldsettir og velta fyrir
sér að hætta. Sjálfur var ég eig-
inlega búinn að fá nóg af þessu í hitt-
iðfyrra og það stóð ekki króna eftir
þrátt fyrir mikla vinnu. Ég seldi frá
mér stærsta partinn af heimildunum
og dró saman seglin í útgerðinni.“
Þorlákur segir að að strand-
veiðiflotinn sé nánast allur innan vé-
banda Landssambandsins. Í þeim
veiðum hafi orðið viðsnúningur síð-
asta sumar, en 2018 hafi margir gef-
ist upp á að róa því ekkert hafi verið
upp úr því að hafa.
„Varðandi strandveiðarnar þurfa
ráðamenn að hafa í huga að Ísland
er stórt land þar sem áherslur eru
mismunandi á milli landshluta og of-
boðslega misjöfn veiði eftir árstím-
um. Innan vébanda Landssam-
bandsins er fjölbreyttur hópur
útgerða og hagsmunir geta verið
ólíkir og strandveiðarnar lúta oft
öðrum lögmálum en aðrar veiðar.“
Ýsan getur verið brellin
Þorlákur hefur í um tvo áratugi gert
út frá Grindavík og verið skipstjóri á
eigin báti. Hann segir að á þeim tíma
hafi margt breyst. Bátur hans ber
nafnið Guðmundur á Hópi GK og er
15 tonna línubátur með beitingarvél
um borð. Í áhöfn eru fjórir og segist
Þorlákur nánast vera hættur að
sækja sjóinn sjálfur. Nú er kvótinn
tæplega um 50 tonn og hann segir að
þeir hafi enn ekki farið í róður á fisk-
veiðiárinu.
„Þá kemur að öðru vandamáli í út-
gerðinni og það er ýsan, sem er bæði
brellin og óútreiknanleg,“ segir Þor-
lákur. „Þrátt fyrir skerðingu á ýsu-
kvóta er ýsa um allan sjó og við verð-
um fljótir að klára ýsukvótann. Þá er
veiðum sjálfhætt því ekki er nokkur
leið að fá leigðar heimildir. Það er
allt frosið í augnablikinu og menn
vita hreinlega ekki hvers vegna
framboðið er ekkert. Ég held að það
séu margir bátar sem fá ekki ýsu-
heimildir til sín til þess að geta róið
þó svo að þeir eigi nóg af þorski. Við
erum á þessum báti og okkur liggur
ekkert á meðan við getum ekki veitt
ýsuna, en kannski förum við í
nokkra róðra fyrir áramót.“
Átta manns í harðfiskverkun
Þorlákur er framkvæmdastjóri og
eigandi Stjörnufisks í Grindavík, en
það fyrirtæki á um þriggja áratuga
sögu. Þorlákur keypti fyrirtækið
fyrir um þremur árum og fyrir
tveimur árum keypti hann einnig
Hvammsfisk í Hrísey. Nú starfa átta
manns hjá Stjörnufiski og segir Þor-
lákur að reksturinn gangi vel. Auk
innanlandsmarkaðar selur fyrir-
tækið harðfisk til Færeyja og seldi á
tímabili einnig harðfisk til Noregs,
en hráefnisskortur hamli frekari út-
flutningi. Hann segist ekki nota fisk
af eigin báti í harðfiskinn heldur
kaupi hann fisk á mörkuðum, yfir-
leitt smærri fisk sem henti vel í
verkunina.
Ólíklegt er að verkefnaskortur
muni hrjá Þorlák á næstunni. „Ég
reikna með að verða meira og minna
í fullu starfi sem formaður hjá
Landssambandinu næsta árið og er
með góðan mann með mér í harð-
fisknum. Nú er ég að skipuleggja og
samræma vinnsluna í Stjörnufiski,
útgerðina og formennskuna og sé
ekki annað en að þetta gangi vel
upp,“ segir Þorlákur.
Stanslaus hagsmunabarátta
Þorlákur Halldórsson er nýr formaður Landssam-
bands smábátaeigenda. Hann stundar útgerð og
harðfiskverkun í Grindavík auk formennskunnar og
segir skugga erfiðra ára hvíla yfir smábátaútgerð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ærin verkefni eru á borði Þorláks Halldórssonar, formanns
Landssambands smábátaeigenda, en að auki rekur
hann harðfiskverkun í Grindavík og gerir út línubát.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Guðmundur á Hópi GK. Báturinn er 15 tonna línubátur, sem sjósettur var 2005.
Örn Pálsson,
fram-
kvæmda-
stjóri Lands-
sambands
smbátaeig-
enda, benti á
í ræðu sinni
á aðalfundi
LS fyrir
skömmu að
þegar sóknardagakerfið gekk
inn í krókaaflamarkið 2004/
2005 hafi fjöldi báta verið 715.
Nú 15 árum síðar væri fjöldi
báta í krókaaflamarki með að
lágmarki tíu þorskígildistonn
kominn niður í 220 og hefði því
fækkað um 495 báta. Fisk-
veiðiárið 2013/14 hefði fjöldinn
verið 335, hann var 269 fisk-
veiðiárið 2018/19 og hefur síð-
an fækkað um 49.
Örn var mjög gagnrýninn á
samþjöppun aflaheimilda, bæði
í aflamarkskerfinu og krókaafla-
markskerfinu. Hann sagði að ef
hægja ætti á samþjöppun væri
einn liður í því að taka laga-
ákvæði um samanlagða afla-
hlutdeild fiskiskipa í eigu ein-
stakra aðila, einstaklinga eða
lögaðila, eða í eigu tengdra að-
ila, til endurskoðunar og kveða
skýrt á um tengsl.
Eru tengsl milli hjóna?
„Samþjöppun í útgerð hefur
verið gríðarleg á undanförnum
árum. Fiskistofu hefur ekki tek-
ist að sýna fram á að tengsl
séu milli hjóna, né þegar sami
aðili gegni stjórnarformennsku
eins fyrirtækis og er forstjóri
annars að það leiði til þess að
ákvæði um hámarkshlutdeild
hafi verið brotin,“ sagði Örn
meðal annars.
Varar við
samþjöppun
Örn Pálsson