Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Stíll hins nýja bíls er óneitanlega fagur þótt deildar meiningar séu um það í röðum áhugamanna um Ferrari. Annar helmingur þeirra segir hér á ferðinni fyrsta fallegi bíllinn um langt árabil sem rennur af færiböndunum bílsmiðjunnar í Maranello. Hinn helmingurinn er á því að Ferrari Roma sé allt of líkur þeim bílum sem Aston Martin fram- leiðir. Í vélarhúsi Roma er að finna 620 hestafla V8 TT-vél og munu herleg- heitin í heild sinni kosta rúmlega 200.000 evrur, eða vel á þriðja tug milljóna íslenskra króna. Að sögn Ferrari munu fyrstu Roma- sportbílarnir koma á götuna síð- sumars á næsta ári. Tvö lítil aftursæti eru í bílnum og mætti þar troða grannvöxnum far- þegum eða farangri. Framsætin eru alveg sjálfstæðir „stjórnklefar“ búnir stjórnskjáum með öllum upp- lýsingum um aksturinn og starf- semi bílsins. Ferrari Roma er fimmti nýi bíll- inn sem Ferrari kynnir í ár og einn af fimmtán nýjum sem koma munu á götuna frá Ferrari fram til árs- loka 2022. Bílnum er sér í lagi ætlað að höfða til ungs fólks og afla Ferr- ari nýs hóps kaupenda. Meðal keppinauta Roma gætu verið bílar á borð við Porsche 911, Aston Mart- in DB11 og McClaren GT. Ferrari mun framleiða um 10 þúsund bíla í ár eða fleiri en nokkru sinni áður. agas@mbl.is Ferrari Roma þykir minna á bíla frá Aston Martin. Dæmi hver um sem vill. Nýr og umdeildur Ferrari Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is N ýr japanskur vinnuþjarkur var að lenda, til þjónustu reiðubúinn. Er óhætt að segja að margir hafi beðið spenntir eftir komu Mitsubishi L200, sem frumsýndur var um helgina, enda pallbíll sem á sér langa sögu og ófáa aðdáendur. „Með komu sjöttu kynslóðar fagnar Mitsubishi um leið 40 ára afmæli L200,“ segir Guðmundur Snær Guðmundsson, söluráðgjafi hjá Heklu. „Hann hóf göngu sína sem þægilegur vinnubíll, sniðinn að þörfum þeirra sem þurfa að flytja vörur, verkfæri og efni á milli staða, en hefur smám saman þróast út í að vera einnig „lífsstíls- bíll“ fyrir fjölbreyttan kaupendahóp og hefur til dæmis hestafólk, veiðimenn og skíðaiðkendur komið auga á notagildið sem L200 veitir þeim.“ Þá kom fljótlega í ljós að L200 fellur vel að ís- lenskum aðstæðum og ekki er flókið að breyta þessum bílum og gera þá að nokkurs konar pall- bíls-jeppum. „Við höfum gert mikið af því að hækka þá aðeins upp og setja á allt að 33 tommu dekk. Þetta er hófleg breyting og þýðir að L200 ræður við meira krefjandi aðstæður, þótt hann komist ekki endilega hvert á land sem er.“ Guðmundur segir að svo virðist sem að pall- bílamenningin á Íslandi lendi nokkurn veginn miðja vegu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á sumum stöðum vestanhafs eru pallbílar algeng sjón en þeir eru vandfundnir í Evrópu. Á Íslandi eru pallbílar í kringum 5% af öllum nýjum seld- um bílum. „Þar af áætla ég að um tveir af hverj- um þremur séu keyptir sem vinnubílar,“ út- skýrir hann en pallurinn getur borið um það bil eitt tonn og þá er dráttargeta L200 yfir þremur tonnum. „L200 er hæfilega nettur og ekki svo stór að vandasamt sé að aka honum innanbæjar. Þá hjálpar við söluna að Mitsubishi hefur á þessum 40 árum skapað sér orðspor fyrir að smíða trausta og vandaða bíla.“ Heimilisbíll að framan en vinnubíll að aftan Íslenskir verktakar virðast gjarnir á að velja litla sendibíla fram yfir pallbíla en Guðmundur segir æ fleiri kveikja á perunni með hvað pall- bílar geta verið sniðugur og fjölhæfur kostur. „Það sem fyrst ætti að nefna er að pallbíllinn hentar betur til alls kyns annarra nota fyrir heimilið og á bíl eins og L200 er til dæmis hægt að halda af stað strax eftir vinnu í veiðiferð eða upp í hesthús. L200 er með rúmgott farþega- rými og sæti fyrir fimm og hentar framhlutinn því vel sem fjölskyldubíll á meðan pallurinn er alltaf til taks undir tól og tæki. Það getur verið viss sparnaður fólginn í því að eiga einn bíl sem getur þannig gegnt mörgum hlutverkum, frek- ar en að eiga annars vegar vinnubíl og hins veg- ar bíl fyrir fjölskyldu og tómstundir.“ En er ekki aðgengið betra í sendibílum? Guð- mundur segir aðgengi ekki þurfa að vera vanda- mál og framleiðendur gæti þess vandlega að pallbílarnir þjóni eigendum sínum sem best. „Það má til dæmis kaupa svokallaða skúffu sem hægt er að draga fram og þannig hafa enn betra aðgengi að öllu því sem sett er á pallinn. Þá ver pallhúslokið það sem geymt er á pallinum fyrir veðri og vindum, en samt er alltaf sá möguleiki til staðar að fjarlægja lokið og flytja stærri og hærri farm en væri hægt með dæmigerðum litlum sendibíl,“ útskýrir hann. „Það er vandséð að iðnaðarmenn séu að tapa neinu á því að skipta úr sendibíl yfir í pallbíl og miklu frekar að þeir séu að fá það besta úr báðum heimum með ökutæki sem býður jafnvel upp á mögu- leikann á að fara í fjallaferðir ef svo ber undir.“ Spurður um þær nýjungar sem Mitsubishi kynnir til sögunnar í sjöttu kynslóð L200 segir Guðmundur að auk þess sem búið sé að fegra bílinn að innan sem utan og gefa honum enn kraftalegra útlit sé áberandi hvað framleiðand- inn hafi lagt ríka áherslu á öryggisbúnað. „L200 er kominn skrefinu lengra en margir pallbílar í sama flokki, s.s. með því að hafa akreina- og árekstrarvara sem staðalbúnað. Þá er búið að bæta aksturseiginleika enn frekar, m.a. með veggripsstýringu sem dreifir afli betur á hjólin við erfiðar aðstæður.“ L200 verður fluttur inn í fjögurra sæta útgáfu en hægt verður að sérpanta tveggja sæta út- færslu sem er þá með stærri palli. Verðið er frá tæpum sex milljónum króna og fer upp í tæp- lega sjö milljónir þegar búið er að hlaða bílinn öllum mögulegum aukabúnaði og leðurinnrétt- ingu. Vinnubíll sem getur verið fjallabíll á frídögum Morgunblaðið/Hari Sjötta kynslóð Mitsubishi L200 er komin á markað. Sem vinnubílar hafa pallbílar þann kost fram yfir sendibíla að henta betur til almennra nota fyrir heimilið. „Það er vandséð að iðnaðarmenn séu að tapa neinu á því að skipta úr sendibíl yfir í pallbíl,“ segir Guð- mundur Snær Guðmundsson. Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.