Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is F rá Kia er að koma á götuna nýr sportjeppi sem bætist í Ceed-fjölskylduna en til að- greiningar hefur hann hlot- ið nafnið XCeed. Er þetta jafnframt fimmti jeppi Kia, því fyrir voru þar á stalli Niro, Stonic, Sportage og Sorrento. Sumum gæti þótt honum ofaukið, en nafngiftin XCeed kann þó að vísa annað og gefa til kynna að þarna sé á ferð aukin og ýkt útgáfa af stall- baknum Ceed. Er sportjeppinn átta sentimetrum lengri og einnig breiðari og hærri en yngri bróð- irinn. Nýi bíllinn sker sig líka frá honum að fegurð og mjóslegnum lín- um. Hefur hann ekki alveg nákvæm- lega sama erfðaefnið og Ceed en er einkar aðlaðandi og spennandi bíll. XCeed er sportlegur og tígulegur, glæsilegur bíll. Má ímynda sér að hann muni berjast um hylli bílkaup- enda við módel eins og Peugeot 3008, BMW X2, VW T-Roc, Toyota C-HR og – vegna hágæðabúnaðar – jafnvel við Mercedes-Benz GLA líka. Er ráðist á garðinn þar sem hann er ekki lægstur. Þetta er ekki til marks um hroka bílsmiða því við hönnun XCeed hef- ur verið vandað til verka. Ekki síst í innra rýminu, en vönduð efni þekja það nánast að öllu leyti og frágang- ur allur óaðfinnanlegur. Samhliða þessu hefur Kia lagt áherslu á búnaðarnýjungar. Með nýjustu tækni í þágu aksturs bílsins og með stafrænum hátæknilausnum í mælaborði. Þar leikur rúmlega 10 tommu skjár aðalhlutverk, en hann er bæði mjög læsilegur og einfaldur í notkun. Með augun á veginum Fulltrúar Kia sögðu á blaða- mannafundi við reynsluakstur bíls- ins, að hér væri á ferð endurhönnun frá grunni og frágangur og fyr- irkomulag innviða sömuleiðis. Hægt er að fá XCeed með neyðarbremsum sem greina t.d. gangandi fólk og hjólreiðamenn á ferð. Þá er í boði búnaður er lesið getur umferðarmerki og brugðist við þeim. Þar með er hann að hálfu leyti fær til sjálfaksturs. Þessi tækni er fyrst um sinn takmörkuð við dýr- ari útgáfur með sjálfskiptum gír- kassa. Það sýndi sig að stjórn- og far- þegaklefi býður upp á heilmikið og hefðbundið pláss, eða svipað og í Ceed-módelinu. Þar er allt vel útlít- andi. Farangursgeymslan er aftur á móti um 30 lítrum stærri í XCeed, svo sem við var að búast af bíl sem fellur í flokk jeppa. Hvað vélbúnað varðar er von á tvinnbíl í janúar eða febrúar næst- komandi og mun Askja, sem fer með umboð fyrir Kia-bíla á Íslandi, leggja mikla áherslu á hann í sölu. Drægi hans á rafmagni eingöngu verður um 50 km sem dugar vel til hvers kyns erindisferða innanbæjar. Að öðru leyti verða bæði dísil- og bensínvélar í boði í XCeed, fjögurra strokka, 160 hestöfl að hámarki, sumar með forþjöppu og tvöfaldri kúplingu, allt eftir módelútfærslu. Ég ók aðallega bílum með stærstu vélinni, 1,4 lítra. Allar útgáfur XCeed verða með útvarpi, skriðstilli, rafdrifnum rúð- um allan hringinn, lykillausum að- gangi, birtunemandi díóðuhöf- uðljósum, þokuljósum að framan og rafstilltum og upphituðum baksýnis- speglum. Ánægjulegur á hraðbraut Við reynsluakstur XCeed í Suður- Frakklandi prófaði ég einungis bensínbíla bæði með sjálfvirkum gírkassa sem og handskiptum. Sá síðarnefndi kom sér vel í umferð- arþungum borgum eins og Marseille en sjálfskiptingin var fyrirtak á hraðbrautunum. Slagkraftur hennar hefði mátt vera ögn meiri á litlum hraða, eins og hún vissi þá ekki al- veg í hvaða gír hún vildi vera. Þetta er þó smekksatriði og dregur ekkert úr ágæti XCeed. Í langakstri var XCeed yfirlæt- islaus og aksturstölvan sýndi átta lítra bensínnotkun á hundraðið við hámarkshraða, 130 km/klst. Það var í raun einstök ánægja að aka bílnum á hraðbrautunum, þökk sé einkar skilvirkum undirvagni. XCeed var lipur og kvikur og einstaklega stöð- ugur og rásfastur í hröðum beygj- um. Ég þurfti að venjast akreina- nemanum sem lét mann ekki í friði seildist bíllinn upp á hvítu línurnar. Væri ekki skipt ákveðið og hratt um akreinar var eins og tæknibúnaður þessi reyndi að kippa manni til baka! Sérkennileg tilfinning fylgdi því. Kia bindur miklar vonir við XCeed-bílinn en kóreski bílsmið- urinn hefur notið velgengni og aukið sölu sína í Evrópu 11 ár í röð. Er það kraftbirtingarform um ágæti bílanna sem frá honum hafa komið. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Heillandi og tælandi Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Á nýju ári byrjar tvinnútgáfa af XCeed að renna af færiböndunum. Drægi hans á rafmagni verður um 50 km. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Farangursgeymslan í XCeed er 426 lítra sem er ágætt miðað við stærð. Ljósmynd/Kia Rúmlega 10 tommu voldugur snertiskjár er aðgerðaborð bílstjóra XCeed. Kia XCeed sýndi sínar bestu hliðar í akstri jafnt í borg og sveitum í Suður-Frakklandi. Stafrænar lausnir einkenna mælaborðið. » 1,4 l bensínvél » 140 hö / 242 Nm » Sjálfskiptur DCT-7 » 6l/100 km » 0-100 km/klst. á 9,4 sek. » Hámarkshraði: 200 km/klst. » Framhjóladrifinn » Dekk: 235/45 R18 » Þyngd: 1.270 kg » Farangursrými: 426 lítrar » Koltvísýringslosun: 37 g/km » Umboð: Askja » Verð frá 4.000.000 kr. Kia XCeed Ceed-fjölskyldan samankomin. Fjærst er Ceed, þá langbakurinn, GT og næst er svo Xceed.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.