Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is M ikið vatn hefur til sjáv- ar runnið síðan André Citroën kynnti sinn fyrsta bíl til sögunnar í júlí árið 1919, hinn svokallaða A Type Citroën. Útlit þess bíls er fremur kunnuglegt fyrir ökutæki þess tíma, en er leið á öldina fóru Citroën-bílar að marka sér skýra sérstöðu útlitslega séð, eins og með tilkomu hinna goðsagna- kenndu Citroën-bragga, sem smíð- aðir voru á tímabilinu 1948 til 1990. Auk þess er óhætt að segja, miðað við þá frönsku bíla sem ég hef sjálfur persónulega reynslu af, að einkenni Citroën-bifreiðar er að aksturinn er lipur og mjúkur og stýrið létt. Sú tilfinning virðist loða við franska bíla almennt. Það mætti lýsa útliti sumra Citroën-bíla sem sérviskulegu, og það á einnig við um Citroën C5 Aircross. Í honum eru t.d. litlar holur eða hólf sem ekki þjóna neinum sérstökum tilgangi, nema þá því að vekja athygli og eftirtekt á vegum úti, eða í borgarumferð- inni, og spila með heildarútlitinu. Í hönnuninni er gætt að sam- ræmi í útliti inni og úti, auk þess sem í C5 er vitnað skemmtilega til annarra Citroën-tegunda eins og Citroën Cactus. Innra byrði aftur- hurða minnir þannig á hið ein- kennandi og upphleypta „Cactus hliðarmynstur“. C5 Aircross er sem sagt þónokkuð fyrir augað. Sá bíll sem ég fékk í hendur var dökk- grár, og liturinn sómdi sér vel með rauða skreytilitnum á hlið, á fram- hlið og í burðarbogum á toppi. Aft- urgluggar eru skyggðir, sem gerir einnig mikið fyrir útlitið og stílinn, að ónefndum framljósabúnaðinum, sem er einkar nútímalegur og fal- Praktískur og mikið fyrir augað Citroën C5 Aircross er m.a. búinn upptöku- búnaði sem fylgist með akstrinum og get- ur það komið í góðar þarfir ef óhapp hendir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Citroen C5 Aircross er lipur í hreyf- ingum, meðfærilegur og léttur í stýri. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 HANN ER KOMINN! 2020 GMC DENALI Fyrsta sending í Evrópu af 2020 GMC var að lenda hjá okkur. Magnaðar breytingar, t.d. 10 gíra skipting og auto track millikassi. Hægt er að skoða og prufukeyra nú þegar. Formleg frumsýning verður auglýst innan skamms. 2020 GMC DENALI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.