Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com Auglýsingar Jón Kristinn Jónssonjonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumynd:
Unsplash
S
íðustu ár hefur undirrituð tekið miklum framförum í að pakka
létt, lesist ferðast heimsálfa á milli aðeins með handfarangur.
Þetta trix hefur sparað ógurlegan tíma og aukið ánægju á ferða-
lögum svo um munar sérstaklega ef undirrituð hefur þurft að
skipta um flugvél á miðri leið. Það að ferðast með handfarang-
urstösku gerir það að verkum að fólk þarf að vera búið að hanna atburða-
rás frísins og taka aðeins það allra nauðsynlegasta með sér.
Dag einn kom að því að handfarangurstaskan sem var búin að þjóna sín-
um harða húsbónda vel og lengi gaf upp öndina og þá þurfti að kaupa
nýja. Undirrituð fór því í verslun á höfuðborgarsvæðinu sem sérhæfir sig í
sölu á bókum og ritföngum og keypti þar ferðatösku. Þegar undirrituð var
að velja „handfarangurstösku“ leitaði hún ráða hjá starfsfólkinu og spurði
þau hvort taskan sem mér leist best á væri ekki örugglega handfarang-
urstaska og fékk þau svör að þau „héldu“ það.
Afskiptasemi undirritaðrar og stjórnsemi fer stundum fyrir brjóstið á fólk-
inu í kringum hana og því ákvað hún einu sinni að sleppa tökunum og
treysta. Fyrir „handfarangurstöskuna“
reiddi undirrituð fram dágóða upphæð
og var nokkuð ánægð með kaupin. Þeg-
ar heim var komið gekk ógurlega vel að
pakka í töskuna og lífið virtist leika við
undirritaða þangað til skellurinn kom.
Skellurinn var dálítið óþægilegur því
einhvern veginn komst undirrituð með
töskuna í gegnum gegnumlýsingartæki
Leifsstöðvar án athugasemda. Það var
ekki fyrr en sú sem hér skrifar var mætt
um borð í flugvélina sem ógæfan dundi
yfir. Þar var henni tjáð að taskan
færi aldrei inn í farþegarýmið
heldur yrði sett í farang-
ursgeymslu með hinum
ekki-handfarangurs-
töskunum.
Í geðshræringu
kippti sú sem hér skrif-
ar tölvunni upp úr tösk-
unni en var lítið að spá í
öðru eins og snyrtidóti
eða hleðslu fyrir símann.
Þegar á áfangastað kom
rann það upp fyrir undirritaðri að
hún kæmi nákvæmlega til dyranna eins
og hún væri klædd. Taskan skilað sér nefnilega ekki á áfangastað en í
henni voru föt fyrir næstu daga, snyrtidót, krullujárn og allt það helsta sem
hefðbundin nútímakona þarf á að halda til að geta dregið andann á
áreynslulítinn hátt.
Það var hægt að hugga sig við að taskan væri týnd en ekki veskið, sím-
inn eða tölvan en þrátt fyrir að kunna nánast öll trix í bókinni til að hugga sig
þá runnu niður tvö tár í leigubílnum á hótelið. Undirrituð gerir sér alveg
grein fyrir að týnd ferðataska er eins mikið lúxusvandamál og hugsast getur
en þegar konum er annt um eigur sínar vandast málið. Og líka þegar þær
eru einar úti í hinum stóra heimi og enginn mjúkur faðmur til að halla sér að.
Svo litið sé á björtu hliðarnar þá voru verslanir á Ítalíu þetta volga októ-
berkvöld opnar til 21.00 og því var hægt að kaupa svitalyktareyði, undirföt,
farða og maskara til að geta haldið áfram með lífið í
allavega einn dag í viðbót.
Taskan skilaði sér rúmum sólarhring síðar en á
heimleiðinni týndist hún aftur og komst ekki í hend-
ur eiganda fyrr en á þriðja degi.
Hvort um óhappatösku sé að ræða eða ekki er
ekki hægt að svara hér. Þetta kenndi undirritaðri
bara að halda sig við handfarangurinn og voga
sér ekki að treysta ókunnugum upp úr þurru.
Aldrei að sleppa
tökunum
og treysta!
Marta María
Jónasdóttir
Ljósmyndir/Unsplash
H
ver er uppáhaldsbókin þín?
„Death by Meeting eftir Patrick Lencioni
er í uppáhaldi núna. Titillinn segir sína sögu
um upplifun fólks af fundum og tækifærin
sem eru til að bæta fundamenninguna á
vinnustöðum.“
Hvað gerir þú til að dekra við þig?
„Mitt daglega dekur er kaffibolli í rúmið frá eigin-
manninum og heit útisturta. Þegar ég þarf virkilega á
dekri að halda þá kaupi ég mér heimilisþrif og svo afskorin
blóm.
Mér finnst dekur snúast um að gefa sér tíma í það sem
nærir mann. Upplifanir og samvera með góðu fólki er
besta dekrið og það þarf ekki að vera flókið. Göngutúr og
sund með manninum mínum eða góðri vinkonu. Ég er með
útisturtu sem ég nota daglega allt árið og það er þvílíkt
gott fyrir sál og líkama. Heit útisturta og að finna lyktina
af góðri sturtusápu t.d. Green Tea frá Elizabeth Arden er
bara dásamlegt. Vatn hefur svo heilandi
áhrif.
Síðasta vetur byrjaði
ég með frábæra morg-
unrútínu. Hún byrjar á
Yoga Nidra-hugleiðslu
og svo geng ég tuttugu
mínútna rúnt í Elliðaár-
dalnum. Eftir að ég kem
heim fæ ég mér kaffi latte
og morgunmat og skipu-
leggi daginn í Bullet-
dagbókinni á meðan ég
borða. Rútínunni lýkur svo
með útisturtu. Þá er ég orð-
in full orku og allir dagar
sem byrja svona eru frá-
bærir.“
Hvert er uppáhalds-
tískumerkið þitt?
„By Malene Birger.“
Hvaða hönnuð heldur þú
upp á?
„Ég held upp á Orla Kiely.
Mér finnst munstrin hennar dásamleg, hlýleg
og „retró“. Við eigum bolla, kökubox, sæng-
urver og handklæði frá Orla Kiely. Ég hef
þó ekki enn keypt fatnað frá henni.“
Hvað þýðir tíska fyrir þig?
„Tíska er tjáning, sköpun, stemning
og iðnaður en líka sóun. Ég er með
frekar klassískan fatastíl og á fötin
mín lengi en hef líka mjög gaman af
því að eignast flíkur sem skera sig
úr.“
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
„Rykbleikur hefur verið í uppá-
haldi undanfarin ár. Ég á meðal
annars jakka í þeim lit sem verður
oftast fyrir valinu þegar ég er að
lóðsa á hugmyndafundi með hópum.“
Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?
„Enn eina bókina um mann-
auðstengd mál.“
Hver er uppáhaldsíþróttafatnaður-
inn þinn?
„Golfhanskinn er að verða meira og
meira uppáhalds.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Kaffivélin.“
Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitösk-
unni?
„Brúnbleikur varalitur frá Mac.“
Hver er uppáhaldsverslunin þín?
„Undanfarið ár er ég búin að vera í innkaupapásu að
mestu leyti. En það má segja að ég hafi eignast fullt af
„nýjum“ fötum þegar ég tæmdi úr fataskápnum kjólasafn-
ið sem ég hef vaxið upp úr. Þá losnaði um önnur föt sem
voru í skápnum og ég enduruppgötvaði eitt og annað. Ég á
enn eftir að finna kjólunum mínum góða eigendur. En
undanfarin misseri hefur
Companys verið í uppáhaldi,
þar er veitt góð þjónusta og ég
hef keypt falleg föt frá Malene
Birger og buxurnar góðu frá
Five Units.“
Hver er uppáhaldsborgin til að
versla?
„Kaupmannahöfn.“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Ég er mikil jakkakona og fell
gjarnan fyrir jökkum sem hafa kar-
akter. Ég á nokkra frá jakka úr hóg-
værari hluta Desigual sem eru í
uppáhaldi. En uppáhaldsflíkin mín
núna er satínskyrta með blóma-
munstri frá By Malene Birger.“
Hver er besti veitingastaðurinn
á Íslandi að þínu mati?
„Kol hefur lengi verið í uppá-
haldi. Maturinn er alltaf góður,
þjónustan líka og umhverfið að-
laðandi.“
Uppáhaldsmorgunmat-
urinn?
„Kaffi latte í glasi, mel-
ónur og eggjakaka með
tómötum, sveppum og osti
verður fyrir valinu ef ég er
á hóteli eða veitingastað.“
Uppáhaldssmáforrit?
„Audible, ég fíla hljóðbækur
því þá get ég gert ýmislegt á með-
an ég hlusta. Ég hlusta mikið á
starfstengdar hljóðbækur. Ég get meira að segja gleymt
mér í heimilisstörfunum með áhugaverða bók í eyrunum.
Hvað er á óskalistanum?
Olívugrænn samfestingur úr Banana Republic, matar-
boð með góðum vinum og að við sem stöndum að Birki
ráðgjöf fáum mörg tækifæri til að láta gott af okkur leiða.“
„Er með frekar
klassískan fatastíl“
Ingibjörg Gísladóttir, ráðgjafi, markþjálfi og fundalóðs hjá
Birki ráðgjöf er á því að tíska sé tjáning, sköpun og stemning.
En einnig iðnaður og henni fylgi sóun.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Nína Björk Hlöðversdóttir
Ingibjörg Gísladóttir er
fagurkeri fram í fingurgóma
og kann að meta fallega
tísku og klassískan fatnað.
Ingibjörg er
hrifin af sam-
festingum.
Samfestingur
frá Banana
Republic.
Ingibjörg er
mikil kaffi-
manneskja.
Fallegur
fatnaður frá
By Malene
Birger.
Death by Meeting: A
Leadership Fable. About
Solving the Most Painful
Problem in Business. Bók
eftir Patrick Lencioni.
Það er
mun auð-
veldara
að ferðast
bara með
handfar-
angur og
minni líkur á að
komast í uppnám.