Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 6
unnar streyma prúðbúin pör inn í húsið með trekkt eftirvæntingarbros á andlitinu og út aftur tuttugu mínútum síðar með hjóna- bandsvottorð upp á vasann. Þau stilla sér upp fyrir myndatöku á tröppunum sem eru eins og klipptar út úr ævintýrinu um Öskubusku. Þar má sjá hvíta síðkjóla, púffermar og blúndur, jakkaföt, saría, lit- skrúðuga afrókufla og listilega vafin höf- uðföt. Fólk frá öllum heimsins hornum. Sumir kyssast. Aðrir haldast í hendur. Það er hlegið og stundum grátið. Frá sjónarhorni brúðhjónanna er dag- urinn einstakur. En það sem pörin vita ekki er að fyrir þeim sem situr á kaffihúsi hinum megin við götuna, stundum með smjördeigshorn, er ráðhúsið eins og færi- band. Hjónabandafæriband. Þau eru eins og Síríuslengjurnar sem flutu fram hjá eiginmanni mínum sem sat við færiband í Nóa Siríusi eitt sumar sem unglingur og raðaði í óðaönn lakkrís ofan á Eitt sett. Hérna er það hins vegar ein Sí- ríuslengja á tuttugu mínútna fresti.“ En hádegisverðurinn? „Besta hádegisverðinn er að finna á Borough market, sem er stærsti og elsti matarmarkaður Lundúna. Þangað mæta heildsalar, smásalar og bændur til að selja afurðir sínar. Einnig er á markaðnum fjöldi matarbása þar sem kaupa má tilbúinn mat; strútshamborgara, chorizo- samlokur, franskar kjötkássur – maður fær allt þarna. Best er að flakka milli bása og smakka sem flest. Stemningin er gífurleg, mann- mergðin rosaleg og maturinn æði.“ Hvar er besta kaffið? „Kaffi er mér nánast jafnmikilvægt og súr- efni. Með keðjum eins og Starbucks fékk hið ástsæla te Bretanna fyrst samkeppni en nú hef- ur þessi þróun komist á næsta stig og ekki er hægt að þverfóta fyrir sjálfstæðum „gourmet“- kaffihúsum sem rista baunirnar sínar sjálf. Í uppáhaldi er The CoffeeWorks Project í Isl- ington og Workshop Coffee sem er á leynigöt- unni St. Christopher’s Place.“ Hver er mesta upplifunin? „Þegar fólk heimsækir London eyðir það yfirleitt mestum tíma í Covent Garden, á Ox- ford Street og Regent Street. En færri vita að við sunnanverðan árbakka Thames er margra kílómetra löng göngugata sem nær frá Mil- lennium Wheel í vestri til Tower Bridge í austri. Á þessari göngu er m.a. Tate Modern, Borough Market, jólamarkaður í desember, ráðhús borg- arinnar og fjöldinn allur af veitingastöðum.“ Sif Sigmarsdóttir varð ástfangin af Lundúnum þegar hún labbaði inn í TopShop í fyrsta skipti 12 ára gömul. Í dag býr hún og starfar í Lundúnum sem rithöfundur og pistlahöf- undur, en bókin Ég er svikari var að koma út á Íslandi. Marta María | mm@mbl.is H ver er allra mesti uppáhalds- staður þinn í Lundúnum? „Þetta er dálítið eins og að vera spurð að því hvert sé uppáhalds- barnið manns. London er stóra ástin í lífi mínu (sorrí, eiginmaður). Ástarævintýri mitt við London hófst þegar ég var tólf ára og heimsótti borgina í fyrsta sinn sem túristi með foreldrum mínum og bræðrum. Pabbi var búinn að plana þvílíka menning- arreisu – hann ætlaði að leiða okkur gegnum alla mannkyns- og menningarsöguna á fimm dögum. Hann hugðist sýna okkur múmíurnar í Þjóðminjasafninu, alvöru orrustuflugvélar úr heimsstyrjöldinni síðari í Stríðsminjasafninu og meistara málaralistarinnar í Tate-listasafninu. Það var hins vegar ekki á þessum ágætu stöð- um sem ég varð ástfangin. Fyrstu ástar- neistarnir kviknuðu í TopShop á Oxford-stræti. Í einni búð var meira úrval af fötum en í allri Kringlunni sem var opnuð nokkrum árum fyrr. Ég hélt að þetta gæti ekki orðið betra. En svo fórum við á veitingastaðinn Garfunkel’s og feng- um okkur svínarif í grillsósu. Kjöt þakið sykri! Hvar hafði þessi fágaði sælkeraréttur verið allt mitt líf? Í vaxmyndasafninu fékk ég ljósmynd af mér með Freddie Mercury. Á Leicester Square stöðvaði för okkar maður með dredda og jafn- mörg göt í nefinu og eldhússigti sem hlaut að sjá inn í dýpstu sálarfylgsni mín því hann neitaði að hleypa okkur fram hjá sér fyrr en pabbi keypti handa mér lyklakippu með mynd af átrún- aðargoðinu mínu, Kurt Cobain. Loks fórum við á söngleikinn Cats. Þar sem ég sat og horfði á fullorðið fólk spranga um í kattabúningum tók ég ákvörðun: Þegar ég yrði stór ætlaði ég að flytja til London og tjá ást mína á borginni með söng sem leikari í Cats. Unnendum söngleikja til heilla breyttist planið aðeins. Ég fluttist vissulega til London. Það kom hins vegar í ljós að þegar ég syng hljóma ég eins og breimandi köttur, alvöru köttur, svo skrækur að ef hann væri lokaður ofan í boxi, vildi meira að segja Schrödinger kvikindið kirfilega dautt. En í staðinn skrifaði ég bók sem er eins konar ástarbréf til borgarinnar. Bókin heitir Ég er svikari og er að koma út á Íslandi nú fyrir jólin. TopSop og Garfunkel’s eru ekki lengur uppáhaldsstaðirnir mínir í London. Ef ég ætti að velja einn stað þá væri það Waterstones- bókabúðin við Piccadilly Circus. Það er hægt að eyða heilu dögunum í versluninni sem er á sex hæðum. Búðin er stærsta bókabúð Evrópu. Í kjallaranum getur maður fengið sér kaffi og á efstu hæðinni er kokkteilbar. Bækur, kaffi og kokkteilar. Þetta er auðvitað himnaríki á jörðu.“ Hvar er besti morgunmaturinn? „Einn kostur þess að starfa sem leigupenni er að maður getur sinnt vinnu sinni hvar sem er. Það er hægt að sitja með fartölvuna uppi í sófa, inni í eldhúsi, úti í garði, á bókasafninu, jafnvel uppi í rúmi. Öll veröldin er skrifstofan manns. Uppáhalds-vinnuafdrepið mitt er lítið kaffihús á Upper Street þar sem ég bý í Islington. Ég reyni yfirleitt að mæta snemma svo ég nái uppá- haldsborðinu mínu við gluggann. Útsýnið úr sætinu er yfir ráðhús Islington-hverfisins, byggingu frá þriðja áratug síðustu aldar sem lít- ur út eins og samstarfsverkefni milli Walt Disn- ey og Albert Speer. Stundum kaupi ég mér smjördeigshorn með möndlum – minn uppáhaldsmorgunmatur – og stari út um gluggann meðan ég borða það. Það er þó kannski heldur útsýnið en smjördeigs- hornið sem laðar mig að staðnum. Alla daga vik- Borough Market er stærsti og elsti matarmarkaður Lundúna. I Am Traitor í Waterstones-bókabúðinni við Piccadilly Circus í London. Varð ástfangin af Lundúnum í TopShop Kaffi er Sif næstum jafn- mikilvægt og súrefni. Sonur Sifjar er fastakúnni á Brasserie Zédel. 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.