Morgunblaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 32
Helgi og hljóðfæraleikararnir verða
með tónleika á Græna hattinum í
kvöld kl. 22 til að kveðja bæði jólin
og áramótin. „Hljómsveitin flytur
gömul og góð lög í bland við nýrri
smelli, með andagiftina og spila-
gleðina að vopni,“ segir í tilkynn-
ingu. Lofað er rokki og róli og tekið
fram að aldrei sé að vita nema
gamlir og úreltir hljóðfæraleikarar
komi til byggða og taki lagið.
Helgi og hljóðfæraleik-
ararnir kveðja árið
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Þessi titill, íþróttamaður ársins,
og þessi kvöldstund. Maður hefur
horft á þetta í sjónvarpinu frá því
að maður var barn og horft aðdáun-
araugum á allt þetta íþróttafólk
sem hefur fengið þessa nafnbót í
gegnum tíðina. Og að vera núna
kominn í þennan hóp er ótrúlegt,“
segir Júlían J.K. Jóhannsson m.a. í
viðtali í blaðinu í dag. »27
Ótrúlegt að tilheyra
þessum hópi fólks
ÍÞRÓTTIR MENNING
Liverpool með mikið
forskot um áramót
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Frá og með 1. janúar 2020 geta
ferðamenn á leið til Nepals fengið
áritanir í vegabréf á ræðisskrifstofu
Nepals á Íslandi, en til þessa hafa
Íslendingar þurft að sækja um árit-
anir til landsins hjá sendiráði Nep-
als í Kaupmannahöfn.
Knútur Óskarsson er nýskipaður
kjörræðismaður fyrir Nepal á Ís-
landi. Hann var lengi í ferðamanna-
bransanum, „fæddist inn í hann“,
eins og hann orðar það og vísar til
þess að faðir hans hafi rekið sum-
arhótel á Laugum í Reykjadal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Hann hóf störf í
ferðamálum að loknu háskólaprófi í
viðskiptafræði 1977 og kynntist þá
Nepal. „Góður vinur minn, David
Oswin, var með ferðaskrifstofu í
Bretlandi og fór alltaf með hópum á
staði, sem hann seldi ferðir á. Hann
sagði eitt sinn við mig að það væru
aðeins tveir staðir sem væru þess
virði að heimsækja endurtekið,
Nepal og Ísland.“ Knútur segist
hafa farið með þessum vini sínum
nokkrum sinnum í sendiráð Nepals í
Lundúnum, kynnst starfsfólki þar
og eitt hafi leitt af öðru.
Herferð í gangi
Verkefni Knúts sem kjörræðis-
manns eru fyrst og fremst að gæta
hagsmuna nepalskra stjórnvalda á
Íslandi. Hann segir að nú sé að
byrja sérstök herferð þeirra í þeim
tilgangi að vekja athygli á landinu
sem áfangastað á næsta ári og liður
í því sé að endurvekja starf
kjörræðismanns hérlendis. „Stjórn-
völd í Nepal vilja gera allt sem þau
geta til þess að styrkja efnahaginn
og þau sjá framtíð í ferðamennsk-
unni.“
Knútur hefur verið verkefnastjóri
og stjórnarformaður hjá Endurhæf-
ingu – þekkingarsetri í Kópavogs-
gerði 10 í Kópavogi frá maí 2004 og
sinnir þar jafnframt kjörræðis-
mannsstörfunum. Eiginkona hans,
Guðný Jónsdóttir sjúkraþjálfari, er
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
sem veitir sérhæfða endurhæfing-
arþjónustu og íhlutun vegna velferð-
artækni fyrir fatlað fólk á höfuð-
borgarsvæðinu og víðar um land
ásamt endurhæfingu fyrir Rjóðrið,
hvíldar- og endurhæfingarheimili
fyrir langveik og fötluð börn. „Eftir
að hafa unnið við ferðaþjónustu um
árabil sneri ég mér að því að við-
halda lífsgæðum á annan hátt,“ út-
skýrir hann og leggur áherslu á að
starfsemin byggist á þjónustusamn-
ingi við Sjúkratryggingar Íslands.
Íslendingar ferðast víða og marg-
ir hafa lagt leið sína til Nepals.
Knútur skipulagði ferðir þangað á
sínum tíma og hann bendir á að ís-
lenskar ferðaskrifstofur séu reglu-
lega með ferðir til landsins auk þess
sem margir, ekki síst fjallgöngufólk,
fari þangað á eigin vegum. „Í sam-
félagi Nepala á Íslandi eru um 200
manns og það er gaman að tengjast
því og íslenskum ferðamönnum með
þessum hætti,“ segir hann um kjör-
ræðisstarfið.
Nepal Knútur Óskarsson hefur skipulagt ferðir til Nepals og veitir nú áritanir til landsins í Suður-Asíu.
Framtíð í ferðamennsku
Stjórnvöld í Nepal vekja athygli ferðamanna á landinu
Knútur Óskarsson kjörræðismaður lætur sig lífsgæði varða
Forskot Liverpool á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar í lok árs er þrettán
stig. Liverpool er með 55 stig en
næsta lið, Leicester City, er með 42
og á Liverpool þó leik til góða.
Liverpool lagði Wolves að velli í
Bítlaborginni í gær og hefur unnið
fyrstu átján leiki sína í deildinni og
gert eitt jafntefli í fyrstu nítján
leikjunum. Næstu leikir í deildinni
fara fram á nýársdag. » 26