Morgunblaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. ICQC 2020-2022 Líklega er óhætt að kalla Leonardo da Vinci myndlistarmann ársins sem er að líða. Sem er vissulega sérkennilegt þar sem listamað- urinn lést fyrir fimm hundruð ár- um. En 2. maí síðastliðinn voru ein- mitt fimm aldir síðan endurreisnar- meistarinn fjölhæfi skildi við, og þess hefur verið minnst á árinu með einstökum sýningum í virtum söfnum, sem mikið hefur verið fjallað um, og gríðarlega fjölbreyti- legri útgáfu bóka og fræðirita af ýmsu tagi. Leonardo da Vinci kom víða við á þeim 67 árum sem hann lifði og hafði áhuga á mörgu. Hann er vissulega einn dáðasti myndlist- armaður sögunnar, þekktur fyrir rómuð málverk, freskur, teikn- ingar og skissubækur. En hann var einnig fjölhæfur uppfinninga- maður, herfræðingur, arkitekt, kortagerðarmaður, verkfræðingur, jurtafræðingur og stjörnufræð- ingur – svo eitthvað af þeim áhuga- málum þar sem hann lét til sín taka sé nefnt. Og alls þessa hefur verið minnst á árinu, þar sem fræði- mennska tengd verkum Da Vincis hefur blómstrað sem aldrei fyrr. Allrahanda rannsóknir Að minnsta kosti 250 bækur og sýningarskrár þar sem fjallað er um Da Vinci komu út á Vesturlöndum á árinu sem er að líða. Samkvæmt út- tekt í The Art Newspaper hefur síð- ustu fjórar aldir komið út ótölulegur fjöldi rita um lista- og uppfinninga- manninn en þetta síðasta ár er þó einstakt hvað það varðar og tengjast langflestar þessar útgáfur ártíðinni. Meðal þessara bóka og rita má nefna um fimmtíu ævisögur Da Vinc- is, þar sem nálgunin við líf hans og list er með ýmsum hætti. Þá komu einnig út fleiri en fimmtíu fræðilegar bækur um verk hans, í sumum til- vikum greinasöfn, þar sem kynntar eru allrahanda rannsóknir um verk- in, manninn og þá sem hann þekkti og vann með. Varðveittar eru um 6.000 teikningar og minnisþankar Da Vincis og eru umfjöllunarefnið í ein- um fimmtíu bókum til sem komu út, þar sem einkum er rýnt í nálgun hans við vísindi, tækni og líffæra- fræði, en í einum fjörutíu bókum er aðeins fjallað um málverkin og í átta til er bara litið til teikninganna. Ekki er allt upp talið, því einar fimmtán bækur og rit eru helguð bókum sem Da Vinci hafði áhuga á að gefa út, um jafn fjölbreytileg efni og myndlist, verkfræði, líffærafræði, flug, vatn og geómetríu. Sýningar standa enn Samkvæmt The Art Newspaper eru útgáfurnar enn fleiri, til að mynda sýningaskrár gefnar út í ein- um tuttugu söfnum vegna sýninga sem tengjast ýmsum hliðum verka Da Vincis, og í þessum skrám eru alltaf vel unnar fræðilegar greinar. Svo fjalla einar 25 bækur um við- tökusögu verka hans og hugmynda, allt frá því Giorgi Vasari ritaði fyrstu bókina um meistarann um miðja 16. öld og til dagsins í dag. Meðal markverðustu útgáfanna eru doðrantar þar sem tekin eru saman öll þau myndverk sem talið er víst að Da Vinci hafi skapað, sem og þau sem sumir vilja eigna honum. Enn gefst áhgasömum færi á að sjá rómaðar sýningar með helstu lykilverkum Da Vincis sem settar voru upp á árinu, til 24. janúar í Nat- ional Gallery í London og til 20. febr- úar í Louvre í París. AFP Einstakt Gestur mænir á eitt dáðasta málverk Da Vincis, Meyna á klettinum, á sýningunni Leonardo: Experience a Masterpiece, sem sett var upp í National Gallery í Lundúnum í haust. AFP Ný sýn Á sýningunni í National Gallery var ímynduð vinnustofa Da Vincis sett upp og verkum hans, meðal annrs Meynni á klettinum, varpað upp á skjái með allrahanda upplýsingum. Um 250 nýjar bækur um Da Vinci  Metár í útgáfu verka um Leonardo da Vinci  Í maí voru 500 ár frá andláti lista- og fræðimannsins  Bækurnar fjalla um ævi hans, list og hugmyndir frá öllum hugsanlegum útgangspunktum AFP Flugvélar Í einni hinna frægu myndskreyttu minnisbóka listamannsins, sem sýndar voru í Louvre-safninu, má sjá teikningar hans af flugvélum. AFP Skírarinn Gestur í Louvre myndar málverk Da Vincis af Jóhannesi. AFP Snilldarverk Gestir skoða eina þekktustu teikningu sögunnar, Vitrúvíusar- manninn, í Accademia-safninu í Feneyjum í sumar. Í haust var teikningin lánuð til Parísar og sýnd í Louvre-safninu og vakti verðskuldaða athygli. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.