Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 1
ÍÞRÓTTIR Nálgast markamet Denis Law bls. 12 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 28. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Bjarni Snæbjörn Jónsson veltir því fyrir sér hvort sterkir stjórnmálaleiðtogar geti gengið af stjórnmálaflokki dauðum í Hádegis- háskóla Háskólans í Reykjavík. Fyr- irlestur Bjarna hefst klukkan 12. Sterkir stjórn- málaleiðtogar TÓNLEIKAR Kvennakór Reykjavíkur heldur tónleika í Langholtskirkju klukkan 20. Að þessu sinni syngur kórinn negrasálma, gospelsöngva og jólalög. Einsöngvari með kórn- um er Páll Rósinkrans, Óskar Ein- arsson leikur á píanó og Ásgeir Óskarsson á slagverk. Jólalög og gospel FUNDUR Samtök iðnaðarins boða til fréttamannafundar í dag undir yfirskriftinni „Iðn- og verknám í fjársvelti“. Verknám í fjársvelti SKEMMTUN Arabísk stemning verður allsráðandi á skemmtun í Deiglunni á Akureyri. Lesið verður úr Þúsund og einni nótt, balzamer-tónlist leik- in, magadans og veitingar. Arabískt í Deiglunni SJÓMAÐUR Sendur heim vegna blaða- greinar FIMMTUDAGUR 239. tölublað – 2. árgangur bls. 2 PALESTÍNA Mistök að vopnavæðast bls. 4 REYKJAVÍK Austan og norð- austanátt 10-15 m/s. síðdegis á morgun. Rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Rigning 5 Akureyri 8-13 Rigning 5 Egilsstaðir 8-13 Rigning 5 Vestmannaeyjar 13-18 Rigning 7 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + Áður 2.936 kr. þessa viku 1.495 kr. Tilboð NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% DEILA „Dóttir mín er enn skráð sem stúlka í þjóðskrá þrátt fyrir að vera orðin þriggja ára. Það virðist ekki vera nein leið að koma nafn- inu hennar í þjóð- skrá,“ segir Stein- þór Frank Michel- sen, bakari á Nes- kaupstað, sem stað- ið hefur í stappi við Hagstofu Íslands í tvö og hálft ár. Dótt- ir hans var skírð árið 2000 en hefur eigi að síður ekki fengið nafn sitt skráð í þjóðskrá Hagstofu Íslands. Steinþór segir að skýring starfsmanna sé sú að ekki komist fyrir lengri nöfn en sem nema 31 tölvubili. Þrátt fyrir það kveða lög á um að landsmenn eigi rétt á að fá allt að fimm nöfn skráð. Dóttirin heitir Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir en í nafni hennar eru 32 tölvubil, sem þýðir að nafnið kemst ekki allt fyrir í þjóðskránni. Steinþór hefur ekki viljað ljá máls á því að stytta nafn stúlkunnar og telur það vera ský- lausan rétt hennar að hafa allt nafnið inni. „Ég hef séð margt skrýtið í bar- áttu minni, sem staðið hefur í rúm tvö ár, eða frá því við skírðum barnið. Þeir hjá þjóðskránni buðu mér að stúlkan tæki upp ættarnafn til að dóttirin kæmist fyrir í Þjóð- skránni, enda er Michelsen styttra en Steinþórsdóttir. Ég þvertók fyr- ir það og því heitir dóttir mín ein- faldlega Stúlka í þjóðskrá og er að fá sendan póst sem slík,“ segir Steinþór. Steinþór segir að ýmislegt skondið hafi rekið á fjörur hans síðan hann tók upp baráttu fyrir því að fá nafn dóttur sinnar skráð með lögmætum hætti. Hann hafi af því spurnir að nöfn hafi týnst þar sem um er að ræða tvö nöfn eða fleiri og einnig því að nöfnum hafi verið breytt í meðförum starfs- manna þjóðskrár. „Ingvarar eru ýmist með ypsíloni eða ekki án þess að skýringar finnist á því. Hvernig nöfn manna eru með- höndluð virðist ráðast af ákvörðun- um starfsfólks hverju sinni. Geð- þóttaákvarðanir ráða því hvaða nöfn falla út,“ segir hann. Steinþór er sannfærður um það eftir rannsóknir sínar og baráttu að þjóðskráin eins og hún virkar sé til óþurftar. „Þjóðskráin er verkfæri sem við höfum ekkert við að gera leng- ur. Það vantar greinilega hæfara og áhugasamara starfsfólk á tölv- ur heldur en þarna er til staðar. Núna er þetta aðeins óþarfa kostn- aður og mér sýnist að stjórnvöld geti sparað sér verulegar fjárhæð- ir með því að leggja þjóðskrána niður,“ segir hann. rt@frettabladid.is Bakari berst við þjóðskrá Þriggja ára barn á Neskaupstað heitir Stúlka í þjóðskrá. Nafn hennar kemst ekki fyrir og Hagstofan vill að barnið taki upp ættarnafn. Fjármál Raufarhafnar: Fargi af okkur létt FJÁRMÁL „Þetta er mikilvægt fyrir okkur. Það má segja að þungu fargi sé af okkur létt,“ sagði Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitar- félaga leggur til við Lánasjóð íslenskra sveitarfélaga að miklum skamm- tímaskuldum Rauf- a r h a f n a h r e p p s verði breytt í lang- tímaskuldir. „Það verður fylgst náið með okkur. En það er ástæða til að fagna þessari niðurstöðu því mik- ið er í húfi,“ sagði Guðný Hrund sveitarstjóri. ■ STJÓRNMÁL Harkaleg átök eru um uppstillingu á lista í Kraganum, hinu nýja Suðvesturkjördæmi. Fyrirsjáanlegt er að Kópavogs- búinn Helga Guðrún Jónasdóttir, varaþingmaður og formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, verði ekki á listanum. Það eru einstök bæjarfélög sem tilnefna sína frambjóðendur í sæti á listanum. Innan Kópa- vogs og Garðabæjar hafa sprottið átök vegna þeirra frambjóðenda sem tilnefndir eru. Eins og stað- an er innan kjörnefndar á ungur frambjóðandi, Bjarni Benedikts- son úr Garðabæ, fimmta sæti listans en þar er gengið fram hjá Ingibjörgu Halldórsdóttur og Sturlu Þorsteinssyni, sem bæði voru sögð eiga tilkall til fimmta sætisins. Í Kópavogi urðu þau tíðindi að Helga Guðrún Jónasdóttir var ekki tilnefnd til að taka sæti á listanum en í hennar stað er Jón Gunnarsson, formaður Sjávar- nytja, tilnefndur. Þar með er Helga Guðrún dottin út af borð- inu sem þingmanns- eða vara- þingmannsefni. Þetta er sagt vera runnið undan rifjum Gunn- ars I. Birgissonar. Kenningar eru uppi um að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Gunnar Birgisson alþingismað- ur hafi tekið saman höndum í hræðslubandalagi um að stöðva framgang Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur alþingismanns, sem þykir vera efni í framtíðar- leiðtoga en verður í fjórða sæti á listanum. Helga Guðrún er einn af ötulustu stuðningsmönnum Þor- gerðar Katrínar og er sögð gjalda fyrir það. Óánægja er einnig með- al kvenna sem telja að rétt hlutfall eigi að vera á milli karla og kvenna á listanum. Helga Guðrún var í sjöunda sæti listans í Reykjaneskjördæmi í síðustu kosningum á eftir Árna Ragnari Árnasyni alþingismanni sem náði kjöri en listinn vann stór- sigur og fékk tæp 42 prósent at- kvæða. „Ég vil ekkert segja um þessi mál,“ sagði Helga Guðrún aðspurð í gærkvöld. Ætlunin er að ganga frá listan- um á fundi á laugardag þegar hann verður kynntur kjördæmisráði. ■ UNNIÐ Í SLIPPNUM Maðurinn er oft smár við hlið sköpunarverka sinna. Það mátti hafa fyrir satt þegar sást til logsuðumanns að vinna við skipsskrúfu í slippnum í Reykjavíkurhöfn. Framboðsmál hjá Sjálfstæðisflokki: Varaþingmanni fórnað í Kraganum NAFNLAUS Í ÞJÓÐSKRÁ Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir fær ekki nafnið sitt skráð í þjóðskrá vegna þess að það er of langt. M YN D /Ó LA FU R M . Ó LA FS SO N „Mér sýnist stjórnvöld geta sparað sér verulegar fjárhæðir með því að leggja þjóðskrána niður.“ GUÐNÝ HRUND Ánægð með að fá skuld breytt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.