Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 4
4 28. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR INNLENT ALÞINGI Afkoma ríkissjóðs verður í járnum á næsta ári ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana til að auka tekjurnar, sagði Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjár- laganefndar, þegar hann mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaga- nefndar við aðra umræðu um fjár- lagafrumvarpið. Útgjaldaliðir fjárlagafrum- varpsins aukast um 4,3 milljarða við aðra umræðu. Formaður fjár- laganefndar boðaði að 1,8 millj- arðar króna myndu bætast við vegna samkomulags um að bæta kjör aldraðra. Þessar hækkanir nema samanlagt 6,1 milljarði króna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt var lagt upp með að 2,2 milljarða afgangur yrði af reglu- legum rekstri ríkissjóðs. Ólafur sagði að eftir ætti að endurskoða tekjuhliðina og nákvæm af- komutala því ekki ljós núna. „Þegar á allt er litið hefur náðst nokkuð gott jafnvægi í efna- hagslífinu,“ sagði Ólafur um viðureignina við verðbólgu og taldi engan vafa á því að aðhalds- söm stefna í ríkisfjármálum og peningamálum hefði leikið mikil- vægt hlutverk í því. Hann sagði að áhersla hagstjórnarinnar ætti nú að vera sú að koma í veg fyrir at- vinnuleysi fremur en að einblína á hættuna á verðbólgu. ■ Sex milljarða útgjaldahækkun fjárlaga: Rekstur ríkissjóðs í járnum á næsta ári JERÚSALEM, AP Mahmoud Abbas, einn helsti aðstoðarmaður Jasser Arafat, segir að það hafi verið mistök að hefja vopnaða uppreisn gegn hernámi Ísraels. Nauðsyn- legt sé að hætta henni nú þegar. Mahmoud lét þessi orð falla í síðasta mánuði á lokuðum fundi í Fatah, stjórnmálahreyfingu Jass- er Arafat. Hann vildi ekki tjá sig um þetta í gær, en margir áhrifa- menn í Fatah, sem sátu fundinn, staðfestu að hann hefði lýst efa- semdum sínum um uppreisnina. Uppreisnin hófst fyrir rúmlega tveimur árum eftir að Ariel Sharon, sem þá var utanríkisráð- herra í stjórn Ehud Barak, ögraði Palestínumönnum með því að fara að moskunni helgu í Jerúsalem með öryggisvörðum sínum. Palestínumenn voru þá orðnir langþreyttir á því hve hægt gekk í samningaviðræðum auk þess sem Ísraelar hefðu tekið sífellt meira landsvæði Palestínumanna til eigin búsetu. Abbas sagði að þetta hafi átt að verða uppreisn almennings gegn hernáminu. Hún hafi hins vegar fljótlega snúist upp í vopnuð átök. „Það sem hefur gerst á þessum tveimur árum er alger eyðilegg- ing alls þess sem við höfðum byggt upp,“ sagði Abbas. „Ástæð- an fyrir því er að margir leiddu uppreisnina frá eðlilegum farvegi og yfir á brautir sem við ráðum ekkert við, með notkun vopna á borð við sprengjuvörpur, hand- sprengjur og byssuskot frá hús- um og íbúðarsvæðum.“ Hann segir að Palestínumenn hafi misst af nokkrum tækifærum til þess að semja um vopnahlé, og það verði æ erfiðara að gera það. Með því að aflýsa uppreisninni og hefja friðarviðræður geti Palest- ínumenn unnið sér á ný samúð al- þjóðasamfélagsins. „Það sem við þurfum að gera núna er að segja skýrt og ákveðið: hingað og ekki lengra.“ Hann segist ekki trúa því að Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sé alvara með því að segjast vilja semja við Palestínumenn. Hins vegar myndi ósveigjanleiki hans fljótt afhjúpast ef samningavið- ræður byrjuðu fyrir alvöru. ■ Vopn voru mistök í uppreisninni Uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraels átti ekki að snúast upp í vopnaða baráttu, segir helsti aðstoðarmaður Jasser Arafat. Nú verði uppreisninni að linna sem fyrst. PALESTÍNUMENN SYRGJA Mahmoud Abbas, sem fyrir skömmu var nefndur líklegur í nýtt embætti forsætisráðherra hjá Palestínumönnum, segir að Palestínumenn hafi glatað miklu en grætt fátt á vopnaðri uppreisn gegn hernámi Ísraels undanfarin tvö ár. AP /M YN D ALDRAÐIR Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hefur ákveðið að leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um al- mannatryggingar. Frum- varpið er lagt fram vegna aðgerða stjórnvalda um að bæta aðstæður og lífskjör aldraðra næstu tvö til þrjú árin. Gerði starfshópurinn tillögur um hækkun á tekjutrygg- ingu og tekjutryggingarauka frá Tryggingastofnun ríkisins umfram árlega hækkun þessara bóta. Jafn- framt er gerð tillaga um að draga úr skerðingu tekjutryggingar- aukans vegna annarra tekna úr 67% í 45%. Ráðherra hefur þegar gefið út reglugerð þessa efnis. Ráðherra hefur einnig ákveðið að leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Felur frumvarpið í sér að gjald í Framkvæmdasjóð aldr- aðra hækkar um 614 kr. og verður það 5440 kr. en var 4826 á ári. Gert er ráð fyrir að það aukna fé sem með hækk- uninni kemur í Fram- kvæmdasjóð aldraðra renni óskipt til að byggja upp öldrunarstofnanir og fari ekki í rekstur þeirra. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili um 120 milljónum króna sem renna til verkefnisins. ■ Lagafrumvarp um framkvæmdasjóð aldraðra: Aukið fé í uppbyggingu öldrunarstofnana FRAMKVÆMDASJÓÐUR ALDRAÐRA Hækkar um 614 krónur og verður 5440 krónur á ári. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Ekki sömu úrslitakostir og áður. Líkist meira samningaviðræðum. Fjárframlög og tollamál vegna stækkunar ESB: Erfiðir samningar fram undan STJÓRNMÁL Það stefnir í erfiða og tímafreka samninga um hvernig samskipti Íslands og Evrópusam- bandsins breytast við stækkun sambandsins til austur. Aðildarríki ESB hafa veitt framkvæmda- stjórninni samningsumboð þar sem farið er fram á stórauknar greiðsl- ur Íslands í þróunarsjóð sambands- ins. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir umboðið hafa breyst til betri vegar frá upphaf- legum hugmyndum framkvæmda- stjórnarinnar. „Samningamenn eru ekki jafnbundnir af því að sækja ítrustu kröfur og áður. Það virðist vera að okkur hafi að einhverju leyti tekist að útskýra okkar sér- stöðu en hvað sem því líður verða þetta mjög erfiðir samningar og eiga eftir að taka nokkurn tíma.“ Í umboðinu er gefið svigrúm fyrir lækkun tolla en það er enn- þá bundið fjárfestingu útlend- inga í sjávarútvegi, segir Hall- dór. Þegar hann hafi haft orð á því að ekki þyrfti að útiloka fjár- festingar í sjávarútvegi hafi hann tengt það hugsanlegri aðild að ESB. Samið hefði verið um annað í EES-samningnum og við hann ætti að standa. ■ ÁFRÝJAR TIL HÆSTARÉTTAR Sjúkraflutningamaðurinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í níu mánaða fangelsi í síðustu viku hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar Íslands. Maðurinn, sem var fund- inn sekur um að hafa sleikt brjóst og strokið kynfæri konu sem verið var að flytja á sjúkra- hús, hefur ávallt neitað sök. HALLDÓR BJÖRNSSON ASÍ skoðar hvernig bregðast skuli við auknu atvinnuleysi. Aukið atvinnuleysi: Mikið áhyggjuefni ATVINNUMÁL Miðstjórn Alþýðusam- bands Íslands ræddi aukið at- vinnuleysi á fundi sínum í gær. „Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Halldór Björnsson, varafor- seti Alþýðusambandsins og for- maður Starfsgreinasambandsins. Hann segist vera að kanna hvern- ig atvinnuleysið hefur þróast. Enn fremur segist Halldór vera að kortleggja hvort eitthvað sé hægt að gera til að bregðast við ef ekki verði útlit fyrir að dragi úr at- vinnuleysi. Hann segir að enn sé ferlið þó skammt á veg komið og næstu skref því óákveðin. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ætlar þú að kaupa aðventukrans, búa hann til eða sleppa slíku skrauti? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að baka smákökur fyrir jólin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is AÐVENTUKRANS Ríflega helmingur þátttak- enda í könnuninni ætlar að fá sér aðventukrans, hinir ekki. 7,5% 45% Kaupa Sleppa honum Búa til 47,5%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.