Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 11

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 11
11FIMMTUDAGUR 28. nóvember 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 94 64 11 /2 00 2 NJÓTTU A‹VENTUNNAR... S M Á R A L I N D debenhams Þú færð réttu jólagjafirnar handa öllum í fjölskyldunni í Debenhams. Allt á einum stað og á verði sem kemur þér í jólaskap. Dömujólastrengur 790 kr. pk. Dömuinniskór 1.590 kr. Taska 3.290 kr. Dúkkur frá 990 kr. Herraseðlaveski frá 1.990 kr. Gjafabréf Baðvörur í kassa frá 990 kr. Barnainniskór 1.290 kr. Gjafainnpökkun Jólaskapið Húfusett 1.290 kr. Dömusokkar 3 stk. 1.590 kr. Barsett 8 hlutir í kassa 6.900 kr. Vínkælir 3.790 kr. Salt og pipar 2.390 kr. stk. Jamie Oliver mortel 3.490 kr. Eldhúsvog 6.500 kr. ...fiA‹ ER AU‹VELT fiEGAR fiÚ FÆR‹ ALLT Á EINUM STA‹. LÖGREGLUMÁL Eldsvoðar áttu sér stað í tveimur fjölbýlishúsum í fyrrinótt. Maður var handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Gnoðarvog. Öryggisvörður sá manninn ganga af vettvangi og var hann handtekinn. Nokkrum mínútum áður hafði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins borist til- kynning um bruna í sameign fjöl- býlishúss við Hjaltabakka. Grun- ur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en ekki er vitað hver var að verki. Kveikt hafði verið í lausamunum og borði sem var í reiðhjólageymslu í Hjaltabakkan- um. Slökkvibílar frá þremur stöðvum voru sendir á staðinn því óttast var um íbúana. Kom í ljós að eldurinn var minni en talið var. Mikill reykur var í stiga- ganginum og var fólk beðið að setja blaut handklæði við dyrnar hjá sér til varnar. Stigagangurinn var reykræstur. Um það leyti sem slökkvistarfi var að ljúka í Hjaltabakkanum barst tilkynning um eld í rusla- geymslu fjölbýlishúss við Gnoð- arvog. Tveir bílar fóru strax þangað og reyndist eldurinn minniháttar. Öryggisvörður hafði séð mann ganga af vettvangi stuttu eftir að eldurinn kom upp og var sá handtekinn. Að sögn lögreglu var maðurinn kunnug- legur. Hann gisti fangageymslur og var yfirheyrður í gærdag. ■ PENINGAR AÐ KLÁRAST Skúli Mogensen, forstjóri OZ. Félagið þarf nauðsynlega á hlutafé, lánsfé eða stórum samningum að halda til að geta starfað áfram. Tekjur OZ hverfandi: Styttist í að veltufé klárist VIÐSKIPTI Tekjur hugbúnaðarfyrir- tækisins OZ frá júlí til september voru um tólf milljónir íslenskra króna. Tap fyrirtækisins á sama tímabili var rúmar 83 milljónir króna. Veltufé félagsins er nú um 96 milljónir króna. Skammtíma- skuldir á móti eru tæpar 50 millj- ónir. Verði rekstur félagsins svip- aður næstu mánuði og verið hefur síðustu mánuði má búast við að veltufjármunir klárist á næst- unni. Með uppgjöri félagsins til bandaríska verðbréfaeftirlitsins fylgdi yfirlýsing stjórnenda um að miðað við núverandi tekju- streymi sé óvíst hvort fyrirtækið geti staðið undir sér. Fram kemur í yfirlýsingu stjórnenda að unnið sé að fjármögnun með lántöku eða aukningu hlutafjár. OZ vinnur að hugbúnaði fyrir fjarskiptafyrirtæki og erfitt hef- ur reynst að fá fjármagn inn í þá grein. Verði ekki verulegar breyt- ingar á horfum félagsins á næst- unni klárast þeir fjármunir sem það hefur úr að spila. ■ BRUNI Kveikt var í lausamunum og borði sem var í reiðhjólageymslu í Hjaltabakkanum. Slökkvi- bílar frá þremur stöðvum voru sendir því óttast var um íbúana. Eldurinn reyndist minni en talið var. Mikill reykur var í stigaganginum og var fólk beðið að setja blaut handklæði við dyrnar hjá sér til varnar. Eldur í tveimur fjölbýlishúsum í Reykjavík: Grunur er um tvær íkveikjur Stjórnendur spá í spilin: Búast við uppsögnum EFNAHAGSHORFUR Stjórnendur áætla að fækka starfsmönnum um 2,1% á þessu ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun Gallup meðal stjórnenda 400 veltumestu fyrirtækja landsins. Stjórnendurnir gera ráð fyrir veltuaukningu upp á 3,25% á ár- inu sem þýðir að raunvelta dregst saman um 1,6%. Stjórnendur íslenskra fyrir- tækja búast við að krónan veikist um 1,5% á næstu tólf mánuðum og að verðbólga verði 2,6%. Þá búast þeir við að vextir Seðlabankans verði 6,8% að ári. ■ Vinstri grænir: 500 milljónir í sementið FJÁRLÖG Árni Steinar Jóhannsson og Jón Bjarnason, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vilja að ríkissjóður auki hlutafé sitt í Sementsverk- smiðjunni á Akranesi um allt að 500 milljónir króna á næsta ári. Í greinargerð með breytingartil- lögu þeirra við fjárlagafrumvarp næsta árs segir að verksmiðjan hafi átt í verulegum rekstrarerf- iðleikum undanfarin tvö ár. Því hafi verið haldið fram að innflytj- andi hafi beitt undirboðum og tap verksmiðjunnar í fyrra hafi numið 228,4 milljónum króna. Þá sé talið að tap á þessu ári geti orð- ið annað eins. Með ríflegri huta- fjáraukningu ríkisins í verksmiðj- unni vinnist tími til þess að gera áætlun um framtíðarstöðu verk- smiðjunnar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.