Fréttablaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 28. nóvember 2002 ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Sjónvarpið Handboltakvöld 17.50 Sýn Sportið með Olís 18.20 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.15 Grafarvogur Körfubolti karla (Valur-ÍR) 19.15 Ásvellir Körfubolti karla (Haukar-Tinda- stóll) 19.35 Sýn Evrópukeppni félagsliða (Vitesse - Liverpool) 20.00 Sjónvarpið Landsmót hestamanna (2:2) 22.40 Sýn Sportið með Olís 23.10 Sýn HM 2002 (Japan - Belgía) JORDAN Michael Jordan heldur boltanum frá Jamal Tinsley, leikmanni Pacers. 28 stig frá Jord- an dugðu Wizards ekki til sigurs í leiknum. NBA-deildin: Shaq og Jordan töpuðu KÖRFUBOLTI Shaquille O´Neal og fé- lagar í Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld, 97:85. Shaq, sem er nýstiginn upp úr meiðslum, skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Virkaði hann ryðgaður og hitti aðeins í 5 af 15 skotum sín- um utan af velli. Þetta var aðeins þriðji sigur Heat á tímabilinu. Michael Jordan skoraði 28 stig fyrir Washington Wizards í 88:84 tapleik gegn Indiana Pacers. Þetta var hæsta stigaskor Jordan á tímabilinu. ■ Áhangandi Stoke: Dæmdur í lífstíðar- bann FÓTBOLTI Áhangandi Íslendinga- liðsins Stoke hefur verið dæmdur í lífstíðarbann á heimavelli liðs- ins, Britannia-leikvangi, fyrir að hafa uppi kynþáttahatur á meðan á leik liðsins stóð í ensku 1. deild- inni. Þetta er 10. áhangandinn sem dæmdur er í lífstíðarbann fyrir athæfið, sem átti sér stað í leik gegn Wolves sem háður var nýlega. Manninum hefur einnig verið bannað að fara á völlinn, bæði innan og utan Englands, næstu þrjú árin. Auk þess var hann sektaður og þarf að starfa í 100 klukkustundir í þágu samfélags- ins. Englendingar gera hvað þeir geta um þessar mundir til að stemma stigu við kynþáttahatri á knattspyrnuvöllum landsins. Var dómurinn liður í þeirri herferð. ■ GRÍPUR BOLTANN Todd Pinkston (87), leikmaður Phila- delphia Eagles í bandarísku NFL-deildinni í fótbolta, grípur boltann á glæsilegan hátt í leik gegn San Francisco 49ers sem háður var á mánudag. Mike Rumph, leikmaður 49ers, kemur engum vörnum við. Eagles vann leikinn 38:17. AP /M YN D Evrópukeppni félagsliða: Liverpool mætir Vitesse Arnhem FÓTBOLTI Fjölmargir leikir verða háðir í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Átta lið sem duttu út úr Meistaradeild Evr- ópu koma nú inn í keppnina. Á meðal þeirra er enska liðið Liverpool, sem sækir hollenska liðið Vitesse Arnhem heim. Steven Gerrard verður að öllum líkindum í byrjunarliði Liver- pool eftir að hafa verið settur út í kuldann. Malaga frá Spáni tekur á móti Leeds, hinu enska liðinu í keppninni. Þetta er fyrri leikur liðanna í 3. umferð. Síðari leik- irnir verða háðir þann 12. des- ember. ■ OWEN Michael Owen, framherji Liverpool, hefur skorað reglulega það sem af er tímabilinu og hyggur sér eflaust gott til glóðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.