Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 20

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 20
Leikarinn Russell Crowe hefurverið valinn kaldasti persónuleik- inn í Hollywood af netsíðunni Film Threat. Önnur í röðinni varð Winona Ryder, en fast á hæla henni komu Cuba Gooding Jr., Robert De Niro og Woody Allen. Samkvæmt Film Threat er Crowe villtur og hömlu- laus og missti af Óskarnum í A Beautiful Mind af því hann er svo kjaftfor og óalandi. Aðrir sem hafa komist efst á þennan lista eru Robin Williams og Freddie Prinze Jr. Harry Potter og leyniklefinn ersú kvikmynd sem hraðast hefur náð 30 milljóna punda innkomu í Bretlandi. 11,6 milljónir punda höluðust inn fyrir myndina um helg- ina, en fyrsta Harry Potter- myndin var langt undir þessu eftir að hafa verið jafn lengi í kvik- myndahúsum, eða 900.000 pundum lægri. James Bond-myndin nýjasta tók inn 9,1 milljón punda fyrstu sýn- ingarvikuna og fór rakleiðis á topp tíu lista. Elijah Wood, sem fer með hlut-verk Fróða í Hringadróttinssögu, hefur samþykkt að leika í kvikmynd sem hljómsveitin The Flaming Lips er með í smíðum. Fjallar hún um fyrstu jólin sem haldin eru á reiki- stjörnunni Mars. Það er Wayne Coyne, söngvari Lips, sem stendur að gerð myndarinnar. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi und- anfarið með tónlistarmanninum Beck. Stefnir sveitin að því að taka myndina upp í frístundum sínum. 20 28. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR ONE HOUR PHOTOkl. 5.50, 8 og 10.10ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 7 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6 8 og 10 kl. 4.50Í SKÓM DREKANS BLOOD WORK kl. 8 Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10 VIT474 UNDERCOVER BROTHER kl. 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10 VIT 479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.50 og 10.15DAS EXPERIMEN KVIKMYNDIR Njósnarinn 007 hefur bjargað heiminum með reglulegu millibili og hefur barist við geð- sjúka ofurglæpamenn á hvíta tjald- inu í 40 ár. Pierce Brosnan leikur Bond nú í fjórða skipti og engin þreytumerki virðast vera á honum. Kvikmyndagagnrýnandi BBC segir Die Another Day vera bestu Bond- mynd Brosnans og að þar fyrir utan sé þetta hressilegasta Bond-myndin í 15 ár. Býsna gott þegar tekið er til- lit til þess að menn héldu því fram að í X væri Vin Diesel mættur með ofurhetju 21. aldarinnar og Bond gæti pakkað saman. Samkvæmt BBC á Diesel ekki séns og kemst ekki með tærnar þar sem Bond er með hælana. Bond lendir þó í bölvuðum hremmingum í upphafi nýju mynd- arinnar, er pyntaður í Norður- Kóreu og þegar hann kemst heim fær hann litlar þakkir frá yfirboð- urum sínum. Njósnarinn er því úti í kuldanum en þarf samt að hafa uppi á geðsjúklingi sem leikur laus- um hala. Hann nýtur vafasamrar aðstoðar bandaríska njósnarans Jinx, sem hin gullfallega Halle Berry leikur af alkunnum þokka. Leitin ber Bond frá London til Havana og áfram alla leið til Ís- lands. Þar heldur milljarðamæring- urinn Gustav Graves, Toby Steph- ens, til í íshöllinni sinni. Sá hefur auðvitað ekkert nema illt í hyggju og leikurinn æsist til muna með til- heyrandi bílahasar og sverða- glamri. Þar sem myndin er afmælis- mynd ákváðu framleiðendurnir að bjóða hörðum aðdáendum kappans upp á heilmikla veislu og þannig bregður flestum þeim tækjum og tólum, sem Bond hefur notað í gegnum tíðina, fyrir og Berry skell- ir sér í bikiní og rís upp úr sjónum líkt og Ursula Andress forðum í fyrstu Bond-myndinni fyrir 40 árum. Það mun því væntanlega fara sæluhrollur um þá sem þekkja af- rekasögu Bonds út í hörgul og ljúf- ar minningar munu skjóta upp koll- inum inn á milli sprenginganna og djöfulgangsins. thorarinn@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Hristur en ekki hrærður Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna á morgun nýjustu James Bond-myndina, Die Another Day. Þetta er 20. myndin um njósnarann á 40 árum og því er hvergi til sparað og aðdáendur hans verða varla fyrir vonbrigðum. JAMES BOND Er samkvæmt fæðingarvottorðinu fæddur í Skotlandi árið 1924 og þrátt fyrir að hafa í gegnum árin reykt um 70 tyrkneskar sígarettur á dag, skellt í sig óteljandi vodkablöndum og sængað hjá fleiri konum en meðalpoppstjarna er kappinn enn í fullu fjöri. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 468 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 7.3/10 Rottentomatoes.com- 56% = Rotten Ebert & Roeper - einn þumall upp - einn niður Los Angeles Times - 3 stjörnur Mögnuð augnablik: Játningar Svarthöfða á toppnum VÍSINDASKÁLDSKAPUR Hápunktur Stjörnustríðsmyndarinnar, The Empire Strikes Back, þegar erkiskúrkurinn Svarthöfði segir Loga Geimgengli að hann sé í raun faðir hans hefur verið valið magnað- asta augnablikið í vísindaskáldsögu- mynd. Máttur Svarthöfða er mikill og hann gerði sér lítið fyrir og ruddi mögnuðu upphafsatriði 2001: A Space Odyssey úr efsta sætinu og gnæfir yfir 99 tilnefndum atriðum úr kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um. Skelfileg uppgötvun Charles Heston þegar hann rekst á leifar Frelsistyttunnar á Apaplánetunni hafnaði í þriðja sæti og andlát Dr. Spocks í Star Trek myndinni The Wr- ath of Kahn í því fimmta. Hinn miður geðslegi málsverður sem geimveran í Alien mætti óboðin í, beint úr mag- anum á John Hurt, komst ekki lengra en í sjöunda sætið og geimkrúttið E.T. hafnaði í níunda sætinu með krökkunum á BMX hjólunum sem flugu fram hjá tunglinu og í tíunda sætinu dvelur vélmennið Roy Batty úr Blade Runner með hin ódauðlegu orð sín: „Ég hef séð hluti sem þið mannfólkið mynduð aldrei trúa.“ SVARTHÖFÐI Vondur faðir gengst við syni sínum sem hann hefur vanrækt frá fæðingu. Ógleym- anlegt atriði sem slær flestu öðru við. Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Kryddskæri verð kr. 2.900,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.