Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 28

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 28
28 28. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR NÝTT MYNDBAND Myndbandið Veiðiklær er ætl-að öllum þeim sem hafa áhuga á að veiða og matreiða villibráð. Farið er á veiðar með íslensk- um veiðimönnum víðs vegar um landið og eftirtaldar teg- undir veiddar: önd, gæs, rjúpa, hreindýr, svartfugl, skarfur og lundi, sem er háfaður. Þeir veiði- menn sem fram koma á mynd- bandinu eru Ásgeir Heiðar, Árni Baldursson, Stefán Geir Stefáns- son, Hákon Aðalsteinsson, Ívar Erlendsson, Róbert Schmidt, Pálmi Gestsson, Sigmar B. Hauksson og Hafsteinn Guð- mundsson Flateyjarbóndi, en hann er sá eini sem mundar háf í stað byssu í þáttunum. Íslenskir matreiðslumenn sýna matreiðslu á bráðinni og koma með hug- myndir að matreiðslu og fram- setningu. Í lok spólunnar fylgja uppskriftir að níu villibráðarrétt- um ásamt ráðleggingum um val á vínum með þeim. LULU HEIÐRUÐ Skoska söngkonan Lulu brosti blítt eftir að hafa tekið við heiðursnafnbót háskól- ans í Glasgow. Lulu er meðal annars þekkt fyrir að hafa sungið Evróvisjón-lagið Puppet on a String. TÓNLIST Poppstjarnan Britney Spears hefur hætt öllum af- skiptum af veitingastaðnum Nyla, sem starfræktur er í New York. Rekstur staðarins hefur geng- ið illa allt frá því hann var stofn- aður í sumar og hefur Britney í kjölfarið ákveðið að hætta að styðja við bakið á honum. Hefur hún meðal annars hætt við að halda upp á 21 árs afmælið sitt á staðnum í næsta mánuði. Eigendur staðarins segja að málinu sé hins vegar ekki lokið og hafa krafist þess að popp- stjarnan hjálpi sér upp úr sár- ustu skuldunum. Lögfræðingur Britney segir að hún hafi aldrei átt hlut í staðnum og aldrei grætt peninga á honum og því sé hún laus allra mála. Veitingastaðurinn mun að öll- um líkindum skipta um nafn á næstunni auk þess sem lappað verður upp á matseðillinn. ■ Söngkonan Britney Spears: Hætt afskiptum af veitingastað BRITNEY Britney Spears heimsótti veitingastaðinn Nyla aðeins þrisvar sinnum á meðan hún vildi ennþá tengja nafn sitt við staðinn. Leikstjóri The French Lieutenants Woman: Lést í London ANDLÁT Tékkneski kvikmyndaleik- stjórinn Karel Reisz lést í London síðastliðinn mánudag, 76 ára að aldri. Leikstjórinn er frægastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni The French Lieutenants Woman og var einn þekktasti leikstjóri „ný- bylgjunnar“ í Bretlandi. Rreisz kom 12 ára gamall sem pólitískur flóttamaður til Eng- lands og talaði þá ekki orð í ensku. Foreldrar hans létust í Auscwitch- fangabúðunum. Eiginkona Reisz, Betsy Blair, sagði hann hafa verið fárveikan síðustu sex mánuði. ■ HREPPAFLUTNINGAR Flytja á til bæj- armörk Reykjavíkur og Kópavogs í Blesugróf þannig að fimm íbúðar- hús sem eru í Kópavogi verða í lög- sögu höfuðborgarinnar. Tilfærslan er hluti af nýju deiliskipulagi svæðisins. Húsin fimm eru í lítilli geil sem gengur inn í land Reykjavíkur frá Kópavogi. Húsin þar næst í kring eru í Reykjavík. Auður Jóns, sem býr í húsinu Reynisstað, segist ekkert hafa á móti því að bæjarmörkin verði flutt. Í verki hafi íbúarnir að mörgu leyti hvort eð er tilheyrt Reykjavík. Dóttir hennar hafi til dæmis fengið að ganga í Fossvogs- skóla eins og börnin í húsunum í kring. Nú búi dóttirin í næsta húsi og fái einnig að senda sitt barn í Fossvogsskóla. Að sögn Auðar fylgdu reyndar ýmis óþægindi því að vera á mörk- um tveggja heima. Meðal annars hafi Reykjavík viljað láta hús þeirra heita Stjörnugróf 27. Þá hafi vegurinn að hverfinu Kópavogs- megin ekki verið malbikaður fyrr en seint og um síðir. „Þar til fyrir mánuði vorum við með sorptunnur frá Reykjavík. Þá byrjaði Kópavogur að senda tunn- ur hingað. Nú fáum við bráðum tunnur frá Reykjavík aftur,“ segir Auður og brosir við lýsinguna á lífi á mörkum tveggja sveitarfélaga. Auður segir sér síst hugnast nýja deiliskipulagið að byggja eigi nýjan og mikinn veg með hring- torgi ofan við hverfið: „Ég skil ekki alveg þörfina fyrir þetta hringtorg. Það verður ansi nálægt okkur. En það hefur verið sagt að reisa eigi hljóðmön á milli. Þetta verður því betur lokað af en áður. Vonandi verður þetta að minnsta kosti til þess að eitthvað verði gert fyrir umhverfið hér,“ segir Auður. gar@frettabladid.is Hreppaflutningar íbúa í Blesugróf Fimm hús Kópavogsbúa í Blesugróf verða framvegis í Reykjavík. Auður Jóns, sem býr í húsinu Reynisstað, segist sátt og vonast eftir úrbótum í nánasta umhverfinu. Auður óttast þó ónæði af fyrirhuguðu hringtorgi rétt fyrir ofan hverfið. AÐFLUTT Í REYKJAVÍK ÁN ÞESS AÐ FLYTJA „Vonandi verður þetta að minnsta kosti til þess að eitthvað verði gert fyrir umhverfið hér,“ segir Auður Jóns um að heimili hennar verður hér eftir í Reykjavík en ekki Kópavogi. JÓLAFATNAÐUR - JÓLAGJAFIR á 50-80% lægra verði Einnig barna- og unglingafatnaður EVERLAST-gallar kr 2.990 - með og án hettu allar stærðir - blátt - grátt - svart - rautt Opið mán - fös 11-18 laugard. 11-16 OUTLET 10 + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710 Ge rðu góð ka up Everlast dúnúlpur 4.990 Mao barnajakkaföt 5.990 Parrot barnabuxur 2.590 Fila barnaúlpur 2.990 Herrar Bene jakkaföt 12.500 4 you skyrtur 1.990 Marco bindi 1.990 Herraskór 3.990 4 you gallabuxur 2.990 Dömur Nicegirl bolir 1.990 Tark buxur 2.990 Morgan jakkar 8.500 Laura Aim skyrtur 1.990 Levi’s gallabuxur 2.990 Diesel gallabuxur 3.990 Póstsendum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.