Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 29

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 29
FIMMTUDAGUR 28. nóvember 2002 TÓNLIST Popparinn Elton John ætl- ar að halda aðra bílskúrssölu á eigum sínum, en sú síðasta halaði inn um 58 milljónir króna. Þá seldi hann meðal annars fjölmörg gler- augu úr stóru safni sínu. Allur ágóði mun renna til alnæmissam- taka sem Elton hefur stofnað. Meðal varningsins sem verður til sölu verða rándýr föt frá hönn- uðum á borð við Versace, Prada og Gucci. Einnig verður þar að finna jólaskreytingar, bindi og kerti úr safni söngvarans. ■ Elton John: Önnur bílsskúrssala að hefjast ELTON JOHN Elton John er að losa sig við ýmsa hluti sem hann hefur ekki lengur þörf fyrir. HEIMSMET Daniel Baraniuk setti nýtt heimsmet í staurasetu í gær, en þá hafði hann setið á staurnum í samfleytt 196 daga. Baraniuk er 27 ára gamall at- vinnulaus Pólverji frá Gdansk, en hann hlaut að launum 22.800 evrur og nafnið sitt í heimsmeta- bók Guinness. Tíu manns tóku þátt í kepppn- inni, sem hófst í Heidepark í bænum Soltau í Þýskalandi 15. maí síðastliðinn. Staurarnir eru 2,5 metrar á hæð, með sæti á toppnum, en keppendur máttu yfirgefa staur- inn í tíu mínútur á tveggja tíma fresti. Sá sem næstur komst Baraniuk féll af sínum staur í október síðastliðnum. Hann gafst upp af hreinum leiðindum, ekki síst vegna þess að gestum í garðinn hafði fækkað verulega vegna vetrarkulda. ■ Pólverji setur met í staurasetu: Hélt út í sex og hálfan mánuð FRÁ HEIDEPARK Keppendur gáfust upp hver á fætur öðrum, en Baraniuk sat sem fastast í 196 daga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.