Fréttablaðið - 03.12.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 03.12.2002, Síða 2
2 3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Sigurður Kári Kristjánsson er annar tveggja lög- manna af Lex lögmannsstofu sem skipa vænleg sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom- andi þingkosningar. Á stofunni starfa 16 lögmenn og því væntanlega einhverjir enn á lausu fyrir þá sem eru að raða á lista. Ég veit ekki hver það verður. Þetta sýnir bara hversu stofan er góð og hvað það er gott fólk hér. Þetta sýnir líka hversu gott uppeldi maður hefur fengið hjá þessum lögmönnum sem hér eru, sínum mentorum. SPURNING DAGSINS Hver kemur næstur? Hafnarfjörður: Niðurskurð- ur í leikskóla- málum BÆJARMÁL Leikskólanefnd Hafnar- fjarðar lýsir yfir áhyggjum vegna mikils sparnaðar á sviði nám- skeiða starfsmanna leikskólanna í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs. Fulltrúi starfsfólks leikskóla Hafnarfjarðar telur sparnaðinn vera aðför að því faglega starfi sem unnið er í leikskólanum. Þá mótmælti hann því að starfsmenn leikskólanna skuli ekki lengur fá niðurgreidd leikskólagjöld fyrir börn sín. ■ FÁTÆKT Um 45.000 Íslendingar telja sig ekki eiga fyrir jólahaldi í ár, eða 15% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallups. Fleiri karlar en konur telja sig ekki eiga fyrir jólahaldinu og fleiri í aldurshópn- um 18 til 24 ára og 35 til 40 ára eða um 18-19%. Þær upp- lýsingar fengust hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar og Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur að stöðugt bætist í hóp þeirra sem þurfi aðstoð. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir fjórðungi fleiri hafa sótt um aðstoð í október á þessu ári miðað við sama mánuð í fyrra en þá hafi orðið mikil aukn- ing. Hún segir 12-13% umsókna í hverjum mánuði koma frá fólki sem sé að sækja um í fyrsta sinn. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, tekur undir að stöðugt komi inn nýir einstaklingar. Hún segir 160 fjölskyldur hafa sótt um aðstoð síðastliðinn miðvikudag. Átta hundruð fjölskyldur séu á skrá hjá félaginu. Sumir komi sjaldan, sem sýni að fólk leitar ekki aðstoðar nema í brýnustu neyð. Fréttablaðinu hafa borist upp- hringingar þar sem fólk kvartar yfir því að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sinni eingöngu Reyk- víkingum. Neyðin sé ekki síðri á höfuðborgarsvæðinu og úti á lands- byggðinni. Ásgerður segir Mæðra- styrksnefnd því miður ekki geta annað öllu Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Helstu ástæðuna segir hún fáa starfsmenn. Bæði flokkun mat- væla og fatnaðar ásamt því að út- vega framlög sé gífurleg vinna sem starfsmenn eigi í fullu fangi með. Hún tók fram að matarmiða um sem Bónus gaf fyrir skömmu hefði verið dreift til Öryrkjabanda- lagsins og Hjálparstarfs kirkjunn- ar. Vilborg segir Hjálparstarfið þjóna öllu landinu og skipti engu hvar fólk búi. Til að fá aðstoð þurfi fólk að fylla út umsókn. kolbrun@frettabladid.is 40.000 Íslendingar eiga ekki fyrir jólum Hjálparstarf kirkjunnar segir fjórðungsaukningu milli ára hjá þeim sem þurfi aðstoð. Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur eru átta hundruð fjölskyldur á skrá. FRÁ HJÁLPARSTARFI KIRKJUNNAR Matarúthlutanir fara fram í Reykjavík á fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 10 til 12 og 13 til 16. Vilborg Oddsdóttir segir matvælum komið til fólks úti á landi og reynt sé að finna bestu leiðirnar hverju sinni. 12-13% um- sókna í hverj- um mánuði koma frá fólki sem er að sækja um í fyrsta sinn. www.icelandair.is NBA-veisla! - Sjáðu Michael Jordan Verð aðeins 48.810 kr.* Síðustu söludagar. Tryggðu þér sæti! WashingtonWizards og New York Knicks 5. - 8. desember Pantaðu í síma 50 50 700 eða á söluskrifstofu okkar í Kringlunni á mann í tvíbýli * Innifalið: Flug, flugvallarskattar, þjónustugjöld, gisting í 3 nætur á Holiday Inn Downtown og miði á leikinn. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Síðasta leiktímabil þessa mikla snillings. RÉÐUST Á STÚLKU Tveir hettu- klæddir menn réðust með hnífi á stúlku í austurborg Reykjavíkur um helgina. Annar sló hana í kviðinn meðan hinn tók upp hníf og strauk honum við kinn hennar. Þá hótuðu þeir henni og kærasta hennar lífláti. Við svo búið hlupu þeir í burtu. HNÍFUR TEKINN Lögreglumenn sem eftirlit hafa með myndavél- um í miðborg Reykjavíkur veittu fjórum mönnum athygli en einn þeirra sást með stóran hníf sem stóð undan peysunni. Fylgdu þeir mönnunum eftir í myndavélunum þar til lögreglan kom að þeim þar sem þeir voru að fara inn á veit- ingastað. Lagði lögreglan hald á hnífinn. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Gert er ráð fyrir 17 milljarða afgangi á rekstri ríkissjóðs í ár en 11,5 milljarða af- gangi á næsta ári. Endurskoðuð þjóðhagsspá: Spáir 3% hag- vexti 2004 ÞJÓÐARHAGUR Endurskoðuð þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins er að mestu leyti samhljóða haustspá ráðuneytisins. Gert er frá fyrir að hagvöxtur verði 0,25% í ár og 1,75% á næsta ári. Fjármálaráðu- neytið spáir nú í fyrsta skipti fyr- ir um þjóðarhag árið 2004 og ger- ir ráð fyrir þriggja prósenta hag- vexti. Í spá ráðuneytisins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítil- lega milli ára, verði 2,5% í ár en 2,75% á næsta ári. Verðbólga dregst hins vegar hratt saman, er áætluð 4,75% í ár, 2,25% á næsta ári og tvö prósent þegar komið er fram á árið 2004. Halli verður á viðskiptum við útlönd, um 0,25% í ár en hálft prósent næstu tvö ár. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FÍKNIEFNI Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík handtók fyrir viku þrítugan Íslending í tengsl- um við innflutning á fíkniefnum. Sama dag og hann var handtekinn var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald til 17. desember. Maður- inn tengist máli Þjóðverja á sex- tugsaldri og Íslendings um þrí- tugs sem báðir hafa setið í gæslu- varðhaldi síðan 8. nóvember vegna innflutnings á 900 grömm- um af amfetamíni og einu og hálfu kílói af hassi. Á föstudag samþykkti Héraðsdómur Reykja- víkur að framlengja varðhaldinu yfir mönnunum til 20. desember næstkomandi. Þjóðverjinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa flogið hingað frá Frankfurt 7. nóvember síðastliðinn. Þóttist hann vera blaðamaður og gaf sig á tal við tollverði meðan hann beið eftir farangri sínum. Við tollaeftirlit fannst síðan fyrr- greint fíkniefni á manninum sem hann hafði falið á sér innanklæða við beltistað. ■ LEIFSSTÖÐ Þjóðverjinn sem var handtekinn þar 7. nóvember er enn í gæsluvarðhaldi. Þjóðverji og Íslendingur áfram í gæsluvarðhaldi: Þriðji maðurinn handtekinn BÆJARMÁL Ákveðið hefur verið að hækka útsvarsprósentu Mosfells- bæjar úr 12,65% í 12,94% á næsta ári. Tekjur bæjarsjóðs aukast um 27 milljónir króna fyrir vikið. Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn telur að framlegð bæjarsjóðs hafi verið ófullnægj- andi undanfarin ár. Til þess að standa undir þeim fjárfestingum sem Mosfellsbær hefur þurft að ráðast í hafi lántökur aukist veru- lega. Nauðsynlegt sé að snúa þess- ari þróun við með auknu aðhaldi í rekstri og með því að auka tekjur bæjarsjóðs. Í útreikningum kemur fram að 12,65% útsvar myndi skila bæjar- sjóði 1.304 milljónum króna á næsta ári, en 12,94% útsvar 1.331 milljónum. Minnihluti B- og G-lista lagðist gegn hækkuninni og telur hana verða þunga byrði fyrir bæjarbúa og ekki síst fyrir barnafjölskyldur. ■ BÆJARSKRIFSTOFUR MOSFELLSBÆJAR Í útreikningum kemur fram að 12,65% út- svar myndi skila bæjarsjóði 1.304 milljón- um króna á næsta ári, en 12,94% útsvar 1.331 milljónum. Útsvarið hækkað í 12,94% Skattar hækka í Mosfellsbæ Mosfellsbær: Þróunarsjóð- ur lagður af BÆJARMÁL Meirihluti Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að leggja niður At- vinnuþróunarsjóð bæjarins og sam- eina eignir hans og skuldir bæjar- sjóði. Fulltrúar B- og G-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Benti minnihlutinn á að mörg frum- kvöðlafyrirtæki hefðu notið stuðn- ings sjóðsins þau ár sem hann hefði starfað. Finnst þeim meirihlutinn sýna atvinnumálum bæjarins lítinn skilning nú tímum aukins atvinnu- leysis. Fyrir skömmu ákvað meiri- hlutinn að leggja starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa bæjarins niður. ■ NÝR VEGUR INN Í MOSFELLSBÆ Baugshlíðin, sem tengir Vestur- landsveginn við Hlíða-, Tanga- og Höfðahverfið, var formlega opnuð í gær. Opnun vegarins er mikil vegasamgöngubót fyrir Mosfell- inga og þá sem Mosfellsbæ sækja heim. GJAFMILDIR BRÆÐUR Fjórir bræður, Leifur Jónsson og Jón, Ríkharður og Ólafur Magnússyn- ir, hafa gefið eina milljón og tvö hundruð og fimmtán þúsund krónur í söfnun Landhelgisgæsl- unnar fyrir nætursjónaukum. Gjöf þeirra bræðra er til minn- ingar um móður þeirra Kristínu Finnbogadóttur og látna bræður þeirra, þá Finnboga og Pálma Magnússyni. Bræðurnir eiga það allir sameiginlegt að hafa ein- hvern tímann verið skipstjórar. ÓNOTAÐUR BÁTUR SELDUR Þor- björn Fiskanes hf. hefur undirrit- að sölusamning á m/b Ólafi GK 33 til Grænlands. Báturinn, sem var smíðaður í Kína fyrir félagið, hefur ekki verið í notkun frá því að hann kom nýr til landsins um mitt ár 2001. Sala þessi mun ekki hafa áhrif á afkomu félagsins. INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.