Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 18
FUNDIR 08.00 Jafnréttisráð heldur morgunverð- arfund í Dal á Grand Hótel Reykjavík. Þorgerður Einarsdótt- ir lektor kynnir meginniðurstöður ESB-verkefnisins Towards a Clos- ing of the Gender Pay Gap (Lok- um launagjánni). Að loknum fyrir- lestri gefst færi á fyrirspurnum en fundi verður slitið kl.10. Morgun- verðarhlaðborð er á 990 kr. 08.00 Morgunverðarfundur verður í Sunnusal á Radisson SAS hótel Sögu. Fjallað verður um nýja til- lögu framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins um yfirtökutilboð og væntanlega þróun. Dr. Jan Schans Christensen flytur erindi á ensku sem ber heitið „The New Proposed Takeover Directive and its way forward“ og að því loknu gefst kostur á fyrirspurnum. 12.00 Dick Ringler, prófessor í enskum miðaldabókmenntum og norræn- um fræðum, heldur fyrirlestur í til- efni af útkomu bókar sinnar um ævi og störf Jónasar Hallgríms- sonar. Fyrirlesturinn er í boði Há- skóla Íslands og verður haldinn í hátíðasal Háskólans í aðalbygg- ingu. Allir eru velkomnir. TÓNLEIKAR 20.00 Hljómsveitirnar Jörð bifast og Call him Mr. Kid halda tónleika í Iðnó. Jörð bifast er skipuð Agli Jó- hannssyni gítarleikara og Sigurði Hrelli hljóðsmið auk Steve Hubback sem leikur á slag- verksskúlptúr. Call him Mr. Kid er hugarfóstur gítarleikarans Kristins H. Árnasonar og hann mun flytja lög af nýútkomnum geisladiski. 20.00 Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur kvöldlokkur eftir Haydn og Mozart auk tilbrigða við menúett úr óperu Mozarts „Don Giovanni“ eftir óbóleikarann Joseph Trieben- see. Tónleikarnir fara fram í Landakotskirkju. SÝNINGAR Sýningin Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin samanstendur af málverkum og ljós- myndum danska myndlistarmannsins Martins Bigum frá árunum 1997-2002. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá- myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda jólanna í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, Listagili. Sýningin stendur til 23. desember og er opin alla daga frá klukkan 14 til 18. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýning á jólamyndum teiknarans Brians Pilkingtons stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur 22. desember. Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil, stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 22. desember. Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen í Gleri í Bergvík sýna nýjar glæsilegar gerðir af glösum af ýmsu tagi í Galleríi Fold. Glösin nefnast ARTIKA og eru af níu mismunandi gerðum. Gallerí Fold er opið daglega frá 10 til 18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá 14 til 17. Sýningunni lýkur 6. desember. Skúlptúrsýning nemenda Fjölbrauta- skólans í Breiðholti stendur yfir í Gerðubergi dagana 28. nóvember til 8. desember. Opið virka daga frá kl. 11 til 19 og um helgar frá kl. 13 til 17. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Frænkurnar Margrét Elíasdóttir og Björg Fríður Elíasdóttir hafa opnað myndlistarsýninguna Berskjöldun - ást- arjátning til náttúrunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Margrét sýnir olíumálverk og Björg Fríður sýnir þurrpastelmyndir en verkin endurspegla á mjög ólíkan hátt hvað heimatilbúið hugtak þeirra „berskjöldun“ inniheldur. Sýningunni lýkur 2. desember. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. janúar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar, ljósmyndara, stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykjavíkurminningar en myndirnar tók Guðmundur um miðja síðustu öld í Reykjavík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Listasafni Reykjavíkur. Inga Svala fjall- ar um og endurvekur draumsýnina um hið fullkomna samfélag. Hún leggur fram hugmynd að milljón manna borg- arskipulagi í Borgarfirði og á norðan- verðu Snæfellsnesi. 18 3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Persónulegt og framandi TÓNLIST Hljómsveitin Jörð bifast heldur tónleika í Iðnó í kvöld ásamt Call him Mr. Kid. Jörð bifast er skipuð gítarleikaran- um Agli Jóhannssyni og hljóðsmiðnum Sigurði Hrelli auk slagverksleikarans Steve Hubback sem leikur á slag- verksskúlptúr. Sveitin hefur verið starfrækt í 2 ár en kemur sjaldan saman þar sem meðlim- irnir eru búsettir hver í sínu landinu. „Við höfum gefið út einn disk enn efnið sem við flytjum á þessum tónleikum er að mestu nýtt“ segir Sigurður Hrellir. Tónlist sveitarinnar er samsett úr umhverfishljóðum, gítarleik og leik Steve Hubbacks á slagverksskúlptúr sem hann sjálfur smíðaði „Það er erfitt að skilgreina tónlistina en við skulum bara segja að hún sé persónuleg og óhefðbundin,“ segir Sigurður. Jörð bifast kom fram í sjónvarpsþættinum Mósaík síðastliðið vor og hluti af því efni sem á boðstólnum verður í kvöld var fluttur þar. Call him Mr. Kid er aftur á móti hugarfóstur Kristins H. Árnasonar og er hann að gefa út diskinn „Bizarre Sofa People“ nú fyrir jólin undir þessu lista- mannsnafni. Á tónleikunum í kvöld mun Kristinn flytja lög af diskinum með aðstoð valin- kunnra tónlistamanna. Þar á meðal eru þeir Jón Skuggi, Sig- urður Hrellur og söngkonan Jarþrúður Karlsdóttir. „Tónlist Call him mr.Kid er eins konar elektrónísk popptónlist með framandlegum keim en engu að síður mjög aðgengileg,“ segir Sigurður Hrellir. Kristinn flutti þessa tónlist á Airwaves-tónlist- arhátíðinni í október síðastliðn- um, og naut þá einnig fulltingis ýmissa kunnra hljóðfæraleik- ara. ■ JÖRÐ BIFAST Leikur persónulega og óhefðbundna tón- list þar sem fyrir koma ýmis umhverfis- hljóð auk gítarleiks og slagverks MYNDLIST Nemendur á 3. ári á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti opnuðu nú fyrir helgi sýningu á skúlptúrverkum í Gerðubergi. Verkin eru hluti af lokaverkefni í skúlptúráfanga á haustönn og vaknaði hugmyndin að sýningunni á meðan á gerð þeirra stóð. „Við vildum að fleiri gætu fengið að njóta verkanna,“ segir Ólöf Rúnarsdóttir sem er einn nemendanna. „Aðsóknin hef- ur verið mjög góð og það er búið að selja 2-3 verk. Skólinn keypti eitt verk og svo var eitt keypt til að hafa í sumarbústað. Það var unnið úr efni tengdu íslensku sauðkindinni, bæði líkamshlutum og úrgangi.“ Verkin eru annars flest gifsskúlptúrar því nemendur fá gifsið án endurgjalds í skólan- um. Annað efni þurfa þeir yfirleitt að greiða úr eigin vasa. Þó eru verkin af ýmsum stærðum og gerðum og verk Ólafar sjálfrar er til dæmis úr gúmmíi. Yfir 40 nem- endur eiga verk á sýningunni en að sögn Ólafar er rýmið helst til lítið fyrir þennan mikla fjölda skúlptúra. ■ SKÚLPTÚRAR Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sýna þrívíð myndverk af ýmsu tagi í Gerðubergi.           &+!&,#$ -!&#%  !"#   $!%&!&  '()#"*&  &'    $! !"    ?00  12  @  A  B   C 2 > A  A     0  B 12  2A 07 > A  A  2A @ 0D  E C   +& *&  < ; F&  Nemendaverk sýnd almenningi Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Froðuþeytari fyrir cappuccino verð kr. 1.990,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.