Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 2002 19 Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity dis- order) eða hégómaröskun en það heil- kenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirs- dóttir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergsson. Stærsta sýning á íslenskri samtíma- list stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýningin árin 1980-2000. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. desember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflect- ions“. Allir eru velkomnir. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Nýlistasafninu. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er hald- in í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýútkomnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á veg- um Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. TÓNLIST Kvöldlokkur nefnast tón- leikar sem Blásarakvintett Reykjavíkur heldur í Landakots- kirkju klukkan 20 í kvöld. „Þetta er Blásarakvintettinn og félagar eins og við köllum okkur. Við erum alltaf fleiri en fimm á þessum tónleikum og við erum níu núna. Þetta er léttklassísk og mjög aðgengileg tónlist sem við spilum eftir Mozart, Haydn og Triebensee, sem var samtíma- maður Mozarts,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, fagottleikari og meðlimur í Blásarakvintettinum. Aðspurður um nafnið Kvöld- lokkur segir Hafsteinn að það sé stytting á orðinu Serinada sem þýðir kvöldsöngur. „Þetta orð kom í tónlistarorðabók eftir Hallgrím Helgason fyrir mörgum árum og við tókum þetta upp þegar við fór- um að halda þessa tónleika. Þetta hefur semsagt ekkert með hár að gera, heldur er þetta eitthvað til að lokka fólk að kvöldi til.“ Þetta er í 22. sinn sem Blásara- kvintettinn heldur Kvöldlokks- tónleika. Hafa þeir verið haldnir í ýmsum kirkjum, oftast í Landa- koti. Hafsteinn segir að tónleikarn- ir séu ávallt mjög vel sóttir. „Þetta eru okkar best sóttu tón- leikar. Fjöldi fólk er farinn að kannast við tónleikana og tengir þá jólunum þó að tónlistin sé ekki beint jólaleg. Þetta er bara mjög hátíðleg, falleg og þægileg tón- list.“ ■ Kvöldlokkur Blásarakvintetts Reykjavíkur í Landakotskirkju: Hátíðleg og falleg tónlist LANDAKOT Tónleikarnir í kvöld standa yfir í um það bil klukkustund án hlés.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.