Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 24
3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR BÆKUR „Þetta er búið að vera sjö ára verkefni,“ segir Halldóra um nýútkomna bók sína, Leiðin að bættu lífi. „Ég veiktist af vefja- gigt þegar ég var þrítug og byrj- aði fljótlega að punkta hjá mér ýmislegt varðandi það hvernig ég gæti hjálpað mér sjálf. Ég ætlaði aldrei að nota þessa punkta nema fyrir mig, en þegar heilsan kom aftur varð ég svo glöð og þakklát lífinu að ég ákvað að mér bæri að borga til baka og hjálpa öðrum. Það voru líka hæg heimatökin hjá mér þar sem ég rek upplýsingatæknifyr- irtæki og er vön útgáfustarf- semi. Ég ákvað því að gefa þetta út og leitaði aldrei til eins né neins með útgáfuna.“ Halldóra hefur sjálf reynt þær aðferðir sem hún greinir frá í bókinni, allt nema hómópa- tíuna. „Það er að segja, ég hef ekki farið í eiginlega meðferð hjá hómópata, en hef á stundum tekið inn hómópatalyf. Ég vil samt taka skýrt fram að bókin er aðeins hugsuð sem hjálpleg leið að betra lífi fyrir alla, hvort sem þeir eru heilbrigðir eða veikir. En það þýðir ekki að fólk eigi ekki að leita lækna. Það geri ég alltaf sjálf ef eitthvað bjátar á.“ Þegar Halldóra var greind með vefjagigt fékk hún lyf sem hentuðu henni engan veginn. „Ég fékk alls konar aukaverkanir og stóð frammi fyrir því að annað hvort yrði ég að hjálpa mér sjálf eða gefast upp.“ Hún segir vefjagigtina lýsa sér þannig að fólk sé alsett verkjum í vöðvum og liðum. „Ég var mjög slæm og í mínu tilfelli gerðist það líka að ég missti talið, eða hæfileikann til að halda uppi samræðum. Það blokkerast stöðvar í heilanum og ég segi orðin vitlaust eða orðin koma einfaldlega ekki. Ég segi kannski rauður þegar ég ætla að segja gulur,“ segir Halldóra. Hún fær enn köst og segir fyrstu einkennin að talið hverfi. „En þá veit ég líka að ég þarf að gíra mig niður. Bókin er hugsuð þannig að ef fólk er til dæmis þreytt og svefnlaust getur það flett upp í bókinni og fengið skyn- samleg og heilbrigð ráð. Það geta allir verið sammála um að hollt sé að staldra við af og til og huga að því hvað hægt sé að gera til að bæta eigin heilsu og líðan.“ ■ Rauður í staðinn fyrir gulur Út er komin bókin Leiðin að bættu lífi eftir Halldóru Sigurdórsdótt- ur blaðamann. Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja staldra við og huga að eigin heilsu og líðan. HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓTTIR Var að gefa út bók um sem hjálpar þeim sem vilja vinna markvisst og meðvitað að bættri líðan. Tilboðsverð án vsk. 2992.- m.vsk. 3.725.- Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. • Þvottavatn í einu hólfi • Skolvatnið i öðru hólfi • Fótstigin rúllupressa Tvær í einni Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan (15 l) hefur fótstigna rúllupressu sem kemur í veg fyrir hokur við þrifin. Einföld og þægileg lausn fyrir heimilið og minni svæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hreinna gólf og beinna bak RÆSTIFATA TÓNLIST Krakkasveitin Kiðlingarnir hefur ekki setið auðum höndum. Síðastliðið vor fór sveitin til Skand- inavíu í tónleikaferð og var ævin- týrið fest á filmu. Þessi ferðasaga ásamt öllum myndböndum sveitar- innar kom út í dag á myndbandi og ber heitið „Kiðlingarnir í víking“. Ómar Óskarsson, lagahöfundur og gítarleikari Kiðlinganna, hafði yfir- umsjón með gerð myndarinnar. „Þetta var átta daga ferð um Norðurlöndin og komu krakkarnir meðal annars fram í TV2 í Dan- mörku og norska ríkissjónvarp- inu,“ segir Ómar. Myndbandið geymir öll myndbönd sem Kiðling- arnir hafa gert, útkomin og óút- komin, og inniheldur heilar tvær klukkustundir af efni um krakka fyrir krakka. Kiðlingarnir vinna nú að gerð DVD-disks sem kemur út snemma á næsta ári. Kiðlingarnir segjast ekki háðir neinum jóla- markaði. Kiðlingarnir eru Ómar Örn Ómarsson, Óskar Steinn Ómarsson, Þóranna Þórarinsdóttir og Hrefna Þórarinsdóttir. ■ Kiðlingarnir gefa út nýtt myndband: Krakkar í víking KIÐLINGARNIR Hér sjást bræðurnir Ómar Örn og Óskar Steinn ásamt Wyatt Erp sem þeir hittu í sumarleyfi sínu í Bandaríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra, allt frá magadans- búningum til ekta pelsa. Hátíðarföt, perlutoppar, og brjóstahöld, perlujakkar stuttir og síðir. Jólagjöfin í ár. Heitasta búðin í bænum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.