Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 29

Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 2002 flugfelag.is Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á VOPNAFJARÐAR 4.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og EGILSSTAÐA 4.900kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 4.700kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 6.900kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Vopnafjarðar Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 4.700kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 4. - 10. des 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 1 94 13 11 /2 00 2 JÓL „Það sem er mér efst í minni eru skíði sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var líklega 12 ára“ segir Þórey Edda Elísdóttir athafnakona. „Þau voru glæný og rosaflott og ég fór auðvitað beint upp á hól í garðin- um og renndi mér þar öll jólin. Annars man ég mest eftir jólun- um fyrir þremur árum því þau voru haldin í pappakössum. Við höfðum flutt inn í nýtt húsnæði á Þorláksmessu og vorum því varla byrjuð að koma okkur fyrir.“ ■ ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Jólin fyrir þremur árum voru haldin í pappa- kössum og eru eftirminnileg fyrir vikið. Eftirminnilegasta jólagjöfin: Skíði frá pabba og mömmu JÓLAMARKAÐUR Í STRASBOURG Þessi 432 ára gamli markaður er mjög vinsæll. Hann stendur yfir í fjórar vikur fyrir jól og er margs konar jólaglys og góðgæti á boðstólum. M YN D /AP Bandarísk áhrif ríkj- andi í skreytingum Landsmenn keppast nú við að hengja upp jólaskraut. Verslunarmenn segja Íslendinga íhaldssama þegar að jólunum kemur. Bandarískra áhrifa gætir í æ ríkari mæli hér á landi. JÓL Nú er aðventan gengin í garð og landsmenn því margir farnir að prýða híbýli sín með jólaskrauti. Ljósaskreytingar sjást nú þegar í görðum og gluggum og einnig virð- ist sem almenningur sé byrjaður af krafti að huga að skreytingum inn- anhúss. Óhætt er að segja að aldrei hafi úrvalið verið meira í verslun- um landsins af alls kyns jólaskrauti og ættu því allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Á höfuðborgar- svæðinu eru þó nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í jólavörum og aðr- ar verslanir taka inn jólavörur sér- staklega á þessum árstíma. Þó að verslunarmenn viðurkenni að Íslendingar séu helst til íhaldssamir þegar kemur að jólun- um eru engu að síður tískusveiflur í jólaskreytingum sem öðru. Á síð- ustu árum hefur þróunin orðið sú að stór hluti þess jólaskrauts sem selt er hér á landi kemur frá Bandaríkj- unum og bera munirnir þess greini- leg merki. Gerviblóm og greni virð- ast til dæmis vera að sækja í sig veðrið. „Jólastjörnur úr plasti og silki eru orðnar mjög vinsælar, sér- staklega hjá fyrirtækjum. Margir eru með ofnæmi fyrir lifandi jóla- stjörnum og þessar eru nánast al- veg eins og ekta blóm,“ segir Sóley Jóhannsdóttir hjá versluninni Sold- is. „Einnig er mikið um að fólk kjósi heldur aðventukransa og kransa á útihurðir úr gervigreni og taui því þá má nota ár eftir ár. Við útbúum okkar eigin kransa en í ár eru bandarískir kransar skreyttir með rauðum berjum afar vinsælir.“ Að sögn Sóleyjar er íburðarmikið skraut mjög vinsælt en þó er meira um að yngra fólk velji einfaldara og látlausara skraut. „Unga fólkið vill gjarnan jólaskraut sem börnin hafa gaman af en margar konur hrífast meira af glysmeira skrauti.“ Þó karlmenn virðist taka lítinn þátt í því að velja jólaskraut eru þeir oft dregnir með í verslanir. „Við erum með stóran leðursófa sem mennirn- ir geta setið í og virt fyrir sér þenn- an heillandi heim. Þeir verða oft mjög hrifnir og hafa síst minni áhuga en konurnar,“ segir Sóley. Til marks um amerísk áhrif má einnig benda á að hreindýra og englaskraut er orðið mjög vinsælt. Á mörgum heimilum hafa slíkir munir tekið við af hefðbundnum glerkúlum sem skraut á jólatré. Í Jólavöruversluninni Hlíðarsmára má fá jólatréstoppa með heilögum Nikulási. Í stað gamla jólalöbersins eru komnar „skrautlengjur“ með plastgreinum og silkiblómum til að lífga upp á jólaborðið. Þessar grein- ar má setja víða og ættu þær að fara vel á íslenskum heimilum þar sem þær eru í hinum dæmigerðu ís- lenski jólalitum, grænu, rauðu og gylltu. ■ ÁHRIF FRÁ AMERÍKU Bandarískra áhrifa er farið að gæta hér á landi á jólum. Þessi karl heitir Sankti Nikulás og er ekki íslenskur. ENGLAR Á AÐVENTUNNI Gullnir englar njóta æ meiri vinsælda fyrir jól.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.