Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 30

Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 30
30 3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fær Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skelegga endurkomu í ís- lenska stjórnmálaumræðu. Fersk sýn á stjórnmálin, sögu og sam- tíma fylgir alltaf Jóni Baldvini þegar hann tekur sig til. FORMAÐUR Það sem ber hæst í mínu lífi fyrir utan vinnuna eru barnabörnin,“ segir Arnór Péturs- son, formaður Sjálfsbjargar. „Ég á fjögur barnabörn á aldrinum 8-17 ára. Það er mikill auður og ekkert sem jafnast á við það.“ Arnór seg- ist helst vilja vera samvistum við þau allar helgar. „Þá hjálpa ég þeim að læra og við spjöllum um heima og geima.“ Hann segir mikinn mun á því hvernig hann umgengst barna- börnin sín eða dóttur sína meðan hún var barn. „Ég er að vinna upp það sem ég tapaði. Ég á þessa einu dóttur, en þegar hún var lítil var ég alltaf á kafi í vinnu og félagsmál- um.“ Aðaláhugamál Arnórs eru íþróttir en hann var liðtækur í boltanum áður en hann lenti í bíl- slysi 24 ára gamall og lamaðist fyrir neðan mitti. „Ég er auðvitað Skagamaður og stend með mínum mönnum í blíðu og stríðu. Annars er ég alæta á íþróttir og það er til dæmis það eina sem fangar mig í sjónvarpi.“ Arnór segir það lyginni líkast hvernig honum tókst að takast á við afleiðingar slyssins og þakkar það fyrst og fremst foreldrum sín- um. „Það er bakgrunnurinn sem skiptir máli, ég var alinn upp við lestur góðra bóka og fékk ómæld- an stuðning frá mínu fólki.“ Hann segist vissulega hafa farið í gegn- um tímabil sjálfsvorkunnar, en alla tíð haft mikið að gera. „Ég var í góðri vinnu, var að stofna heimili og á fullu að byggja upp íþrótta- starf fatlaðra. Ég vann með geysi- lega skemmtilegu og duglegu fólki og þetta skiptir allt máli. Á sama tíma byrjaði ég í Kiwanishreyfing- unni og var alls staðar tekið á jafn- réttisgrundvelli.“ Arnór var sjálfur undir stýri þegar slysið varð. „Vinur minn var með mér í bílnum, en hann slapp með skrámur. En ég hef lært að lifa með minni fötlun, ég geri svo sem allt sem mig langar til nema auðvitað að standa upp úr stólnum. Ef mér hefði hins vegar verið sagt þremur dögum fyrir slysið að þetta ætti eftir að verða mitt hlut- skipti hefði ég trúlega skotið mig í hausinn,“ segir Arnór hlæjandi að lokum. ■ FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN 54 ÁRA „Þessi dagur verður eins og allir aðrir dagar. Ég held ekki upp á afmælið á neinn máta nema að borða góðan mat með fjölskyld- unni,“ segir Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur, sem á afmæli í dag. „Ég er ekki stór- veislumaður á afmælum og hef aldrei verið. En ég hef mikið að gera í augnablikinu, er til dæmis núna staddur á Leirubakka í Land- sveit þar sem verið er að setja upp Heklumiðstöð og Heklusafn.“ Ari Trausti er líka nýkominn austan af landi þar sem hann var að lesa upp úr verðlaunabók sinni, smásagnasafninu Vegalínum. „Við vorum á Héraði, Eskifirði og Seyð- isfirði og fengum býsna góða mæt- ingu þótt það sé auðvitað örlítið misjafnt eftir byggðarlögum. Það þarf náttúrulega að vera fjöl- breytni í þessu. Núna vorum við með tónlist því Einar Kára og KK voru með okkur. Ari Trausti segir ekkert eitt af- mæli minnisstæðara en önnur. „Auðvitað fannst manni afmæli miklu merkilegri og skemmtilegri þegar maður var barn, svo fölnar þetta þegar maður eldist. Að vísu var það þannig heima að jólastúss- ið byrjaði alltaf með afmælinu mínu.“ Hann heldur þó ekki í þann sið sjálfur. „Ég er frekar á móti því að byrja þetta allt of snemma, ég er einn af þessum íhaldssömu, vil að hátíðin sé mikil og skemmtileg en standi ekki of lengi.“ Aðspurður hvort vænta megi goss í Kötlu kveður hann afdrátt- arlaust já við því. „Það treystir sér náttúrlega enginn til að setja tíma- miða á þetta, en innan skamms þýðir fyrir mér nokkrar vikur, mánuðir eða fáein ár.“ Hann viður- kennir að jarðeðlisfræðingar séu afar spenntir við tilhugsunina um svona gos og svo mikið er víst að ef Katla færi að gjósa yrði það Ara Trausta kærkomin afmælisgjöf. ■ Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og rithöfundur er 54 ára í dag. Afmæli Jólastússið hófst á afmælisdaginn TÍMAMÓT ARNÓR PÉTURSSON Er í fullu starfi hjá Tryggingastofnun, for- maður Sjálfbjargar, íþróttafrík og afi fjög- urra barna. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Davíð Oddsson þiggur ekki húsaleigustyrk þótt hann bjóði sig fram í Norðurkjördæmi en búi í Suðurkjördæmi. Leiðrétting Gunna: „Ég skil ekki að alltsem ég segi honum Gumma mínum fer inn um annað eyrað og svo rakleiðis út um hitt.“ Vinkona hennar Gunnu: „Mér finnst það ekkert skrýtið. Á hverju ætti það að stoppa?“ ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Hefur í nógu að snúast og gerir lítið úr af- mælisdeginum. Ætlar samt að borða góð- an mat með fjölskyldunni. Stórútsala Fatamarkaður Barnaföt - dömuföt - herraföt Skeifunni 8 Vinstri grænir fengu væna of-anígjöf frá Halldóri Björns- syni, varaforseta ASÍ, fyrir að greiða leið áfengis- og tóbaks- hækkunar stjórn- valda í gegnum þingsal. Halldór sagði í fjölmiðl- um fyrir helgi að hann hefði haldið að vinstri grænir hefðu sitthvað betra við tíma sinn að gera en að taka þátt í samþykkt gjaldahækkana sem hækka skuldir landsmanna um tvo milljarða króna. Um helgina var svo birtur listi Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi. Væntanlega hefur ýmsum vinstri grænum þótt við hæfi að sjá nafn Halldórs þar í 19. sæti og setja væntanlega einhver samasem- merki milli þess og skammanna í þeirra garð. Gerir allt nema standa upp úr stólnum Alþjóðadagur fatlaðra er í dag. Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, lamaðist fyrir neðan mitti í bílslysi árið 1974. JARÐARFARIR 13.30 Helga Þórarinsdóttir, Hringbraut 69, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Jóhanna Erasmusdóttir frá Háu- Kotey í Meðallandi verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju. 15.00 Kári Þórður Kárason, múrari, verður jarðsunginn frá Garða- kirkju, Garðaholti. AFMÆLI Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og rithöfundur, er 54 ára. Reykjavík suður. Kristján Pálsson Nafnlausir vegir. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Heimsendingar og sótt! A f g r e i ð s l u t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r Grensásvegur 12 533 2200 SPRENGITILBOÐ! 12“ pizza m/3 áleggstegundum 690 kr. 16“ pizza m/3 áleggstegundum 990 kr. 18“ pizza m/3 áleggstegundum 1.190 kr. EF SÓTT EF SÓTT EF SÓTT KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 hróp, 2 hreyfing, 3 nýt, 4 planta, 5 smáfiskur, 6 mundar, 7 mýkist, 8 líflát, 11 hólmann, 14 lengdarmál, 16 ferðina, 18 heimskingi, 20 málhelti, 21 glaðast, 23 bakkanum, 26 grunaði, 28 bjálfa, 30 svalgurinn, 31 þurftu, 33 ágæt. LÁRÉTT: 1 gerningar, 4 ref, 9 framkomu, 10 vegur, 12 nýlega, 13 endar, 15 skora, 17 gubbar, 19 sekt, 20 svalli, 22 hindra, 24 rösk, 25 athugasemd, 27 kjána, 29 bókinni, 32 gat, 34 flöktir, 35 ferilinn, 36 málaði, 37 störfuðu. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fikt, 4 kökkur, 9 víðerni, 10 stök, 12 skák, 13 síðast, 15 anda, 17 leik, 19 auð, 20 stóls, 22 varni, 24 eir, 25 slig, 27 kröm, 29 ákafur, 32 geig, 34 næri, 35 urðaður, 36 aumkar, 37 miða. Lóðrétt: 1 fuss, 2 kvöð, 3 tíkall, 4 kesti, 5 örk, 6 knáa, 7 kiknar, 8 ritaði, 11 tístir, 14 sess, 16 dunkur, 18 kvik, 20 sekkja, 21 órögum, 23 aganum, 26 lágar, 28 merk, 30 færi, 31 rifa, 33 iða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.