Fréttablaðið - 02.03.2020, Side 10

Fréttablaðið - 02.03.2020, Side 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Nefnilega að ekki sé nóg að vera hæfur, heldur þarf dómarinn að sýnast vera það. Þetta telst klúður. Sýna skal aðgát í umgengni við snerti- fleti á fjölförnum stöðum, til dæmis krana, hurðarhúna, handrið, lyftuhnappa, snertiskjái og greiðslu- posa. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ára Aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu var mikilvægt skref fyrir réttaröryggi og mannréttindi hér á landi. Þó ekki verði með sanngirni sagt að mannréttindi hafi staðið höllum fæti hérlendis hefur aðild að samningnum leitt fram mikilvægar rétt- arbætur sem sumar hafa verið næsta byltingarkenndar. Samhliða aðild að sáttmálanum gengumst við undir áhrifavald Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) og einkum eru það úrlausnir dómstólsins sem hafa haft áhrif hér á landi. Ekki er nokkrum vafa undirorpið að mál sem varðaði smávægilegt umferðarlagabrot en breytti skipan dómstóla með aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdarvalds markaði tímamót. Mál sem varðaði skyldu til að vera í félagi, sem leiddi til viðurkenningar á að menn hafa rétt til að standa utan félaga nema mikils- verðir hagsmunir leiði til annars, markaði nýja stefnu og ákvæði um svonefnt neikvætt félagafrelsi rataði í kjöl- farið í stjórnarskrá landsins. Allt eru þetta dæmi um mál sem hafa tekið nýja stefnu eftir að niðurstaða MDE var fengin og hafa leitt til aukinna og skýrari mannréttinda. Auðvitað er það svo að það er ýmislegt við dómstólinn að athuga. Hvernig mál eru valin þangað sem hljóta efnismeðferð er gagnrýnivert. Málsmeðferðartíminn er langur og þunglamalegur, enda kvað málaálagið vera nokkurt. En dómstóllinn er þýðingarmikill fyrir okkur Íslendinga þó deilt sé um hvers konar áhrif úrlausnir hans eigi að hafa hér á landi. Úrlausnir dómstólsins eru bindandi að þjóðarrétti en ekki lands. Það getur þýtt að ekki er endilega ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þó niðurstaða dómstólsins sé öndverð þeirri sem komist hafði verið að fyrir æðsta dómstóli hérlendis. Nú er það þannig að í lögum um meðferð einkamála og sakamála eru ákvæði um að dómarar skuli gæta að eigin hæfi. Upp eru taldar aðstæður sem mögulegt er að geti valdið vanhæfi. Í síðasta staflið ákvæða beggja laga, um einkamál og sakamál, er svo tilgreint að dómari sé vanhæfur ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Í liðinni viku var birtur dómur MDE í máli sem varð- aði sekt eða sýknu þáverandi yfirmanns Landsbankans. Eitt af eftirmálum hrunsins. Málsvörn yfirmannsins var sú að dómarar við Hæstarétt hefðu átt hlutabréf í bankanum. Það væru því réttmætar ástæður til að efast um hlutlægni þeirra. Niðurstaða réttarins var, svo sem fjallað hefur verið um, að dæma íslenska ríkið skaða- bótaskylt því dómurinn hefði ekki verið óvilhallur. Nefnilega að ekki sé nóg að vera hæfur, heldur þarf dómarinn að sýnast vera það. Þetta telst klúður. Klúður dugar samt varla sem orð eða hugtak til að lýsa þessu. Eftir sitja einstaklingar, karlar, konur og börn – sem hafa liðið fyrir það að ekki hafi nægjanlega verið gætt að hæfi. Einfaldri reglu sem ætti að vera auðvelt að fara eftir. Það er þeim sárt. Nú bíður fjöldi mála af sambæri- legum toga eftir meðferð þar ytra. Við sem þjóð höfum ekki klárað að gera upp hrunið fyrr en við höfum gert upp hvernig við gerðum upp hrunið. Hæfi Það er ætíð áhyggjuefni þegar faraldur áður óþekkt-rar veiru kemur upp. Nýja veiran nefnist SARS-CoV-2 en sjúkdómurinn Covid-19. Enn er margt á huldu en stöðugt bætist við þekkinguna. Vitað er að meirihluti þeirra sem veikjast, eða 80 prósent, fá væg einkenni, 20 prósent verða veik og 5-10 prósent veikjast alvarlega. Nú þegar veiran er komin til landsins er mikilvægt að hefta útbreiðslu hennar. Unnið er að rakningu smitleiða, þ.e. að finna þá sem hafa umgengist veikan einstakling og hugsanlega orðið útsettir fyrir veirunni. Með því er átt við að hafa verið innan við 1-2 metra frá þegar hinn veiki hóstaði eða hnerraði, snert hann, dvalið í sama húsnæði eða verið nálægt í sama farartæki. Mat á þessu er gert í samvinnu almannavarna, sóttvarnalæknis og smitsjúkdómalækna Landspítala. Þeir sem hafa verið útsettir eða dvalið á skilgreindu hááhættusvæði (upp- lýsingar í síma 1700) þurfa að gangast undir sóttkví og þeir sem greinast með veiruna þurfa einangrun. Aðal smitleiðir veirunnar er snertismit og dropasmit en veiran greinist bæði í öndunarvegi og saur. Því er mikilvægt að huga afar vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Hósta og hnerra í pappír sem strax er hent ef um kvefeinkenni er að ræða. Grímur nýtast best fyrir þá sem eru veikir og þegar heil- brigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðilar sinna veikum eða þeim sem gætu verið smitaðir. Sýna skal aðgát í umgengni við snertifleti á fjölförnum stöðum, til dæmis krana, hurðarhúna, handrið, lyftuhnappa, snertiskjái og greiðsluposa. Þeir sem bera ábyrgð á þrifum þurfa að sinna þeim vel. Stjórnvöld hafa einsett sér að halda almenningi vel upplýstum um stöðu og framgang mála. Mikilvægt er að fylgjast með réttum og ábyrgum upp- lýsingum frá sóttvarnalækni og almannavörnum en þær eru birtar á vefnum landlaeknir.is. Kæru landsmenn. Nú þurfum við öll að sýna yfirveg- un; fylgjast með, sameinast um að fylgja fyrirmælum og hjálpast að til að sem best gangi að takast á við veiruna. Almannavarnir erum við öll. Covid-19: Almannavarnir erum við öll Alma D. Möller landlæknir Nýir fjandmenn Ísraelskir fjölmiðlar hafa nú sumir fundið nýjan fjanda til að hlaupa í skarðið fyrir Hatara-f lokkinn eftir að Daði og Gagnamagnið sigraði í úrslitum Eurovisjón-söngva- keppninnar hér heima. Hljóm- sveitin mun í fyrra hafa sagst ætla að sitja hjá á þeim tíma því þau gætu ekki hugsað sér að fara til Ísrael þar sem loka- keppnin var í fyrra og frægt er orðið. Þar með hefur hljóm- sveitin verið fordæmd sem andísraelsk þar ytra – þótt ekk- ert bendi til þess að meðlimir Gagnamagnsins hafi nokkuð út á ísraelsku þjóðina sem slíka að setja annað en hvernig yfirvöld þar ganga fram gegn Palestínu- mönnum. En það verða engin tólf stig frá Ísrael í Rotterdam. Truflun Gríðarlega langdregin útsend- ing RÚV frá Eurovisjón-úrslit- unum á laugardagskvöldið teygðist enn frekar á langinn vegna truf lunar á hljóði. Virt- ist það aðallega bitna á söng- konunni Ivu og síðan á Daða og Gagnamagninu sem hreinlega voru stöðvuð í miðjum klíðum í f lutningi sínum í lokaein- víginu við Dimmu. Skýringar á þessari truf lun hafa ekki legið á lausu. Mun grunurinn jafnvel á tímabili hafa beinst að loft- netinu sem Iva bar á höfðinu. gar@frettabladid.is 2 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.