Fréttablaðið - 02.03.2020, Qupperneq 11
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG
LG DAGAR
SíÐumúla 2-4 | 520 7900 | rafland.is
BETRA BORGAR SIG
Opið virka daga 10 – 18 | Laugardaga 11 – 16
TVÖFALDIR KÆLISKÁPAR · KÆLISKÁPAR · KÆLISKÁPAR MEÐ FRYSTI · ÞVOTTAVÉLAR
OLED SJÓNVÖRP · NANOCELL SJÓNVÖRP · LED SJÓNVÖRP · BLU-RAY SPILARAR · HEIMABÍÓ
ALLAR LG VÖRUR Á 20-40% AFSLÆTTI
GILDIR 29. FEBRÚAR - 14. MARS
LG Á HEIMA
Í RAFLANDI
Fyrst vil ég segja þetta: Nú hef ég verið dyggur áhorf-andi bandarísku sjón-varpsþáttaraðarinnar The Walking Dead um tíu ára
skeið. Sú þáttaröð snýst um það að
dularfull veira skýtur upp kollinum
og breiðist út á meðal fólks á leiftur-
hraða. Veiran virkar þannig að
nokkrum dögum eftir að fólk gefur
upp öndina, af alls konar tilfallandi
ástæðum, vaknar það aftur sem
uppvakningar. Uppvakningarnir
ganga síðan um stirðbusalegir,
tómir til augnanna, en einarðir í
hjörðum með urrandi soghljóðum
og reyna að éta þá sem eftir lifa.
Við það að breytast í uppvakninga
rotnar húð fólks, hár losnar, það
grennist mjög og verður almennt
mjög skeytingarlaust um hreinlæti.
Eina leið þeirra sem eftir lifa til að
losna úr klóm tryllts og dýrslegs
uppvaknings, sem gæti þess vegna
verið aldraður afi manns, er að
stinga hann fumlaust með snöggri
hreyfingu í hausinn með hníf eða
öðru oddhvössu vopni, eða skjóta í
höfuðið. Aðfararnir geta orðið æði
blóðugar.
Svona lagað getur vitaskuld haft
veruleg áhrif á daglegt líf. Efna-
hagslíf og siðmenning getur beðið
hnekki, eins og raunin verður jú í
þáttunum. Ekkert bóluefni er til.
Handþvottur hefur enga þýðingu.
Siðmenning hrynur á heimsvísu.
Mannkyn fer aftur á hirðingjatíma-
bilið og eftirlifendur laumast um í
mishættulegum ribbaldaflokkum.
Á þessari stundu finnst mér
mikilvægt að vera smá þakklátur
fyrir það að Covid-19 veiran er
ekki svona veira. Hún er, í eðli sínu,
inflúensuveira. Það er mikilvægt
að minna sig á það, að enn hafa
ekki verið gerðar neinar spennandi
eða mjög hrollvekjandi sjónvarps-
þáttaraðir um þær.
Að glíma við böl
Ég segi eins og kynnarnir í Söngva-
keppninni. Auðvitað má ekki gera
grín að þessu. Þetta er alvarlegt
mál. En svo gerðu þeir auðvitað
grín að þessu. Við þá þversagnar-
kenndu, en skiljanlegu, nálgun
kviknuðu vissar hugleiðingar í
mínu viðkvæma sálartetri. Í skugga
veirunnar og í því yfirþyrmandi
böli miðju sem í því felst að endur-
hlaða fréttasíður í sífellu til að
skoða nýjustu tölur um sýkingar og
dauðsföll, þá finn ég mjög sterkt að
vissar sammannlegar aðferðir til
þess að glíma við böl eru um þessar
mundir að koma mjög sterkar inn,
blessunarlega. Því ber að fagna. Hér
hef ég tæpt á tveimur: 1) Að hugga
sig við það að málin gætu verið
verri. Þetta er sem sagt ekki upp-
vakningahryllingur. 2) Að reyna að
hlæja að þessu.
Mér finnst ég hins vegar skynja í
óvissuástandinu sem þessi óværa
hefur skapað, að það virðist ríkja
óvissa um það hvernig viðeigandi
er að fjalla um þessa vá. Jú, mikil-
vægt er að fólk haldi ró sinni. Mikil-
vægt að fara að öllum tilmælum.
Fylgjast vel með. Þvo sér um
hendurnar. Ég held að mjög margir
séu með þetta nokkurn veginn á
hreinu. Líklega er þetta gúgglaðasta
veira mannkynssögunnar. Leit er
að þeirri manneskju sem ekki er
sérfræðingur í pestum um þessar
mundir. Almennar dánartölur
árstíðarbundinnar flensu á heims-
vísu eru skyndilega á allra vitorði
og þær bornar saman við dánar-
hlutfall hinnar nýju pestar. En
Varðandi Covid
svo vakna spurningarnar, og þessi
finnst mér einna áhugaverðust: Má
gera grín?
Áhyggjur af áhyggjuleysi
Þegar slokknar á framheila manns
í svefndoðanum fara áhyggjurnar
á stjá. Um miðja síðustu viku lá ég
andvaka — smá slappur út af venju-
legri og ómerkilegri kvefdruslu
— og var pottþétt kominn með
kórónaveiruna. Þegar framheilinn
vaknaði aftur í dögun varð skyn-
semin ruglinu yfirsterkari og ég gat
ályktað, vansvefta en með fyrsta
kaffibollann í hönd, að heimur
væri ekki endilega á heljarþröm og
að sjálfur væri ég bara með hefð-
bundið nefrennsli. Punkturinn er
þessi: Ég held að það þurfi ekki að
hafa áhyggjur af því að fólk hafi
ekki nægilega miklar áhyggjur.
Ég held að í áhyggjuástandi sé
einmitt mikilvægt að vera þakk-
látur fyrir það hvað manneskjan
sem hugsandi vitsmunavera á sér
margar aðferðir til að þrauka böl.
Ein slík er húmor.
Þessi þjóð er hreint prýðileg í
svörtum húmor. Nú þegar kóróna-
veiran er komin til landsins finnst
mér engin ástæða til annars en að
styðjast við þann hæfileika til þess
að auka fólki almennt nauðsynlegt
æðruleysi og minnka panik, sem er
forgangsmál eins og staðan er.
Mér fannst þess vegna allt í lagi
að finnast það smá fyndið hvað
blaðamannafundurinn um það að
einstaklingur hefði greinst með
veiruna var skammt frá því að
þróast í hinn sívinsæla skemmti-
leik „Hver er maðurinn?“. Er
maðurinn Reykvíkingur? Já. Er
hann á vinnumarkaði? Já. Ég sé
fyrir mér skaupið.
Þetta finnst mér líka smá fyndið:
Ég held að mjög margir séu að spá í
það hvað fólk í sóttkví er að horfa á.
Allir eru alltaf að leita sér að nýjum
þáttum. Ég mæli með The Walking
Dead.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 2 . M A R S 2 0 2 0