Fréttablaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Velferðar- samfélögin sem hafa verið byggð upp á Norð- urlöndunum grundvallast á sameigin- legum gildum okkar á borð við traust, lýðræði, jöfnuð, jafnrétti og sjálfbærni. Við þurfum að byrja að huga að velferð drengja fyrr en við gerum nú. Ekkert að óttast Fyrsta mótframboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands hefur raungerst. Hvort nógu margar undirskriftir náist er annað mál. Mótframbjóð- andinn, Axel Pétur Axelsson, er einna þekktastur fyrir sam- særiskenningar sínar. Annar hugsanlegur frambjóðandi, Guðmundur Franklín Jónsson, sérlegur alþjóðasérfræðingur Útvarps Sögu, lætur enn ganga á eftir sér en segist heitur fyrir framboði. Aðrir sem hafa verið í deiglunni en ákveðið að láta ekki vaða eru Sturla Jónsson og Ástþór Magnússon. Enginn af þeim sem hér eru upptaldir væri sérstaklega líklegur til þess að láta Guðna svitna. Ætli það sé ekki betra að spara þessar 400 milljónir sem kosningar kosta? Ekki sanngjarnt Ef einhver mótframbjóðandi skyldi slysast yfir meðmælenda- þröskuldinn er óumf lýjanlegt að kosningar verði í sumar, eða hvað? Lítil sanngirni er í því fólgin að fá að bjóða sig fram en eiga litla möguleika á að kynna sig. Forsetafram- bjóðandinn er í eðli sínu mesti smitberi sem til er. Hann ferðast um landið, smalar fólki saman, tekur í spaðann á fólki og kyssir ungbörn. Þó að einhverjum takmörkunum verði sjálfsagt af létt á vormánuðum munu Þrjú á palli aldrei leyfa þetta og fram- boðinu þar með sjálf hætt. kristinnhaukur@frettabladid.is Í aðgerðum gegn COVID-19 er áhersla á að vernda viðkvæmustu þegna samfélagsins. Fréttir að utan herma að f leiri karlar hafi veikst alvarlega af COVID-19 sjúkdóminum og dánartíðni þeirra sé mun hærri en dánar- tíðni kvenna. Ástæður þessa kynjamunar eru óþekktar. Eru karlar hið veikara kyn? Margt bendir til að svo sé, allt frá getnaði. Færri karlkyns fóstur lifa fulla meðgöngu: hlutfall kynjanna við getnað er 130 á móti 100, en er komið í 106 drengi á móti 100 stúlkum við fæðingu. Og rannsókn bendir til þess að streita á meðgöngu hafi alvarlegri varan- leg áhrif á karla en konur ævina á enda (Sebastian Kraemer 2011, Védís Helga Eiríksdóttir 2013). Hvernig má styrkja drengina okkar betur? Foreldrafræðsla eykur skilning Karlar geta átt erfitt með að sefa sig undir miklu álagi. Samkvæmt rannsóknum John Gottman eykst álag í parasambandi mjög mikið með til- komu foreldrahlutverksins. Með góðri fræðslu til para sem eiga von á barni má styrkja jákvætt samband þeirra og byggja grunn fyrir farsæld í foreldrahlutverkinu. Ríkisstjórn Íslands leggur sérstaka áherslu á jafnrétti. Foreldrafræðsla gegnir þar veigamiklu hlut- verki, eins og UN Women hefur bent á. Foreldra- fræðsla er forsenda þess að jafna megi álag kynjanna í uppeldi og umönnun barna. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti til frambúðar. Foreldrafræðslan getur aukið skilning feðra á hinum nýju aðstæðum, bætt innsýn þeirra í líðan makans og hjálpað þeim að verða virkir þátttakendur í því ævintýri að annast lítið barn. Og það mun skila sér til drengjanna okkar sem af lífeðlisfræðilegum ástæðum eru viðkvæmari en stúlkur og oft erfiðari í umönnun. Við þurfum að byrja að huga að velferð drengja fyrr en við gerum nú. Þannig aukum við jafnrétti og velsæld í samfélagi okkar! Veikara kynið? Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi Á dögunum voru birtar niðurstöður úr könnun sem utanríkisráðuneytið lét framkvæma um afstöðu Íslendinga til alþjóðlegs samstarfs. Niðurstöðurnar voru ánægjulegar en yfirgnæfandi stuðningur mælist við alþjóðlega samvinnu Íslands. Þannig telja rúmlega þrír af hverjum fjórum að hagsæld Íslands byggi að miklu leyti á alþjóðaviðskiptum og tæplega þrír af hverjum fjórum að hagsældin byggi á alþjóðlegri sam- vinnu. Mikill stuðningur mælist á f lestum sviðum alþjóðasamstarfs okkar. Sem fyrr er mestur stuðningur við norrænt samstarf en hann mælist rúmlega 90 prósent. Andstaða við að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi er vart mælanleg. Þá er mikill stuðningur við samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld ættu að horfa til þeirra skilaboða sem í þessu felast og hlúa enn betur að umræddu samstarfi. Það er engin tilviljun að síendurtekið mælist afgerandi stuðningur við norrænt sam- starf. Norðurlöndin koma nær undantekningar- laust afar vel út í hvers konar alþjóðlegum saman- burði. Velferðarsamfélögin sem hafa verið byggð upp á Norðurlöndunum grundvallast á sameigin- legum gildum okkar á borð við traust, lýðræði, jöfnuð, jafnrétti og sjálf bærni. Það er ómetan- legur styrkur á óvissutímum eins og uppi eru nú. Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að 53 prósent segjast jákvæð gagnvart norrænu varnar- samstarfi en einungis tæp fimm prósent eru neikvæð. Til samanburðar segjast tæp 37 prósent jákvæð gagnvart varnarsamstarfi við Bandaríkin en tæplega 31 prósent er neikvætt. Skýrsla Thor- valds Stoltenberg frá 2009 um norræna samvinnu í öryggis- og varnarmálum markaði ákveðin vatnaskil og hafa ýmsar af tillögum hans orðið að veruleika. Heimsmynd okkar hefur breyst mikið á þeim ellefu árum sem liðin eru. Það verður því áhugavert að sjá væntanlega skýrslu Björns Bjarnasonar um sama efni en þar verður lögð áhersla á borgaralegt öryggi. Þá vekur það athygli að þrátt fyrir gífuryrði andstæðinga þriðja orkupakkans um EES- samninginn og mikilvægi hans mælist enn góður stuðningur við aðild Íslands að samningnum. Raunar eykst stuðningurinn örlítið frá könnun í maí á síðasta ári og er nú rúm 58 prósent. Aðeins rúm ellefu prósent eru neikvæð gagnvart aðild Íslands að EES-samningnum. Þetta eru góðar fréttir. Almenningur áttar sig vel á þeim kostum og þeim ábata sem fylgt hefur EES-samningnum. Málflutningur sérhagsmunaaflanna hefur því ekki náð í gegn. Afgerandi stuðningur 1 4 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.