Fréttablaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 13-20 í dag, hvassast á norðanverðu landinu. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir vestan- lands, en þurrt og bjart austantil. Hiti 2 til 8 stig að deginum. SJÁ SÍÐU 16 Heilsubót á Helgafelli Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is VELFERÐARMÁL „Þetta fer rosalega vel af stað og fólk er ánægt með þetta. Þeir sem eru að prófa eru mjög spenntir fyrir þessu,“ segir Sig- þrúður Guðnadóttir, verkefnastjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkur- borgar, um skjáheimsóknir sem vel- ferðarsvið býður nú upp á. Verkefnið hefur verið í undir- búningi í nokkurn tíma en vegna COVID-19 faraldursins var ákveð- ið að flýta innleiðingunni. Í byrjun síðustu viku fengu fjórir notendur félagslegrar heimaþjónustu spjald- tölvu heim til sín sem þeir nota til að vera í samskiptum við starfsfólk heimaþjónustunnar. Berglind Víðisdóttir, deildarstjóri og hjúkrunarfræðingur á velferðar- sviði, segir að í fyrsta fasa hafi sér- staklega verið horft til hópa sem hafi verið að af þakka þjónustu í ljósi COVID-19. „Við forgangsröðuðum því fólki sem við töldum að væri jafnvel kannski svolítið eitt á báti og væri ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig. Núna erum við að bjóða upp á einfalda lausn fyrir okkar skjólstæðinga sem tryggir góð samskipti, öryggi og áfram- haldandi góða þjónustu,“ segir Berglind. Nú í vikunni verður einnig farið að bjóða upp á skjáheimsóknir fyrir notendur heimahjúkrunar. „Við erum tilbúin með 80 spjaldtölvur þannig að við höfum gott svigrúm til að veita þessa þjónustu. Það er búið að setja upp fullkomið skjáver með góðri myndavél og heyrnartól- um þannig að það er hægt að veita þessa þjónustu algjörlega þaðan,“ segir Sigþrúður. „Við erum til dæmis með ein- staklinga með langvinna sjúkdóma sem þurfa mikið og gott eftirlit. Ég sé mikil tækifæri þar til að bjóða upp á þessa þjónustu. Þá sem við- bót við aðra þjónustu eða hrein- lega í staðinn fyrir vitjanir heim til fólks,“ segir Berglind. Hún segir að þótt nú sé verið að bregðast við sérstökum aðstæðum verði ávinningurinn enn víð- tækari. „Reynslan af þessari krísu mun nýtast okkur í áframhaldandi þróun því við erum ekkert hætt. Við erum rétt að byrja og ætlum að inn- leiða vonandi f leiri tæknilausnir í heimahjúkrun og heimaþjónustu,“ segir Berglind. Kerfið sem notað er kemur frá Memaxi sem er íslenskt hugbún- aðarfyrirtæki í velferðarþjónustu. Ingunn Ingimars, forstjóri fyrirtæk- isins, segir að mikil áhersla sé lögð á vellíðan, öryggi og ró notandans. „Viðmótið þarf að vera mjög ein- falt og við höfum alltaf lagt mikið kapp á það. Notandinn sjálfur þarf ekki að hafa neina tækniþekkingu,“ segir Ingunn. Hún segir að það skipti starfs- fólk miklu máli að geta séð hvernig skjólstæðingnum líði, hvort hann sé á fótum og hvernig hann sé áttaður. „Velferðartækni er eitthvað sem þarf að taka fastari tökum og núna sjáum við að fólk er að einangrast út af COVID-19. Nú skilur fólk betur þörfina og sér hve mikilvægt það er að geta verið í samskiptum við fólk inni á heimilum í gegnum skjáheim- sóknir,“ segir Ingunn. sighvatur@frettabladid.is Skjáheimsóknir nýtast vel á tímum COVID-19 Notendur félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar hjá Reykjavíkur- borg geta nú fengið skjáheimsóknir þar sem samskipti við starfsfólk eru í gegnum spjaldtölvu. Verkefninu var flýtt vegna COVID-19 faraldursins. Halldór Stefánsson fékk afhenta fyrstu spjaldtölvuna. MYND/REYKJAVÍKURBORG Núna erum við að bjóða upp á ein- falda lausn fyrir okkar skjól- stæðinga sem tryggir góð samskipti. Berglind Víðisdóttir, deildarstjóri og hjúkrunarfræðingur á velferðarsviði COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir sagði á upplýsinga- fundi almannavarna í gær að þrátt fyrir að COVID-19 faraldurinn væri á niðurleið hér á landi yrði þeim aðgerðum sem hér eru í gangi ekki aflétt fyrr en eftir 4. maí, en einung- is tíu greindust með COVID-19 smit hér sólarhringinn á undan. Þá sagði Þórólfur óhætt að fullyrða að kórónaveirufaraldurinn væri á niðurleið á Íslandi og að lítið væri um samfélagssmit, Ísland væri með þriðju lægstu tölu sýktra af COVID- 19 af öllum löndum Evrópu miðað við höfðatölu. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaðið til heil- brigðisráðherra um það hvernig eigi að aflétta aðgerðum vegna farald- ursins og segir hann nauðsynlegt að gera það í litlum skrefum. Vænta má ákvörðunar ráðherra síðar í vikunni. Af þeim tíu sem greindir voru með COVID-19 smit hér á landi í fyrradag voru fimm greindir á höfuðborgarsvæðinu, fjórir á Vest- fjörðum og einn á Suðurnesjum. 39 lágu á sjúkrahúsi og þar af voru níu á gjörgæslu. Frá upphafi farald- ursins hér á landi hafa 1.711 tilfelli verið staðfest og 933 smitaðra hafa náði bata. Þá hafa 15.978 manns lokið sóttkví og tekin hafa verið 35.788 sýni. – bdj Aðgerðum verður ekki aflétt fyrr en í maí Þórólfur segir óhætt að fullyrða að faraldurinn sé á niðurleið á Íslandi. Fjöldi fólks sækir sér heilsubót í útivist nú þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar og ilmur af vori hefur borist að vitum landsmanna. Nokkur hópur viðraði sig á og við Helgafell í Hafnarfirði, eitt vinsælasta göngufjall á höfuðborgarsvæðinu, þegar ljósmyndara bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÖGREGLUMÁL Leit að Söndru Líf Long Þórarinsdóttir var hætt klukk- an 17.30 í gær en hún hefst að nýju í dag og fer fram með sama hætti og í gær. Þá leitaði þyrla Landhelgis- gæslunnar eftir strandlengjunni frá Seltjarnarnesi suður fyrir Álfta- nes. Einnig voru fjörur vaktaðar í háfjöru, bæði úr landi og frá sjó. Við leitina í dag verða drónar notaðir ef veður leyfir. Síðast sást til Söndru Lífar á skír- dag en bíll hennar fannst á Álftanesi á laugardag. Sandra Líf er 27 ára, grannvaxin og um 172 sentímetrar á hæð. Hún er með rauðleitt hár og var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar hún sást síðast. Þeir sem hafa upp- lýsingar um ferðir Söndru eru beðn- ir að hafa samband við lögreglu. – bdj Halda leitinni áfram í dag Ef veður leyfir verða drónar notaðir við leitina í dag. 1 4 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.