Feykir


Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 11
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að auglýsa sérstaklega byggingalóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðagjalda vegna bygg- inga á lóðunum. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að eftirfar- andi ákvæði gildi um úthlutun allt að fjögurra íbúðarhúsalóða sem afslátturinn muni ná til. Umsóknir um lóðirnar skulu berast eigi síðar en 1. maí 2018 en umsóknir sem berast á umsóknarfresti verða afgreidd- ar af skipulags- og byggingar- nefnd eftir því sem efni standa til og gildir röð umsókna um nýtingu fyrrgreinds afsláttar. Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að bygginga- framkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar skuli hafa hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára, að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerða- gjalda. Samtals eru í boði 17 lausar lóðir við þegar tilbúnar götur. /KSE súkkulaðismjörið hitað þar til verður fljótandi. Tobleronið saxað niður og marengsbotninn brotinn niður. Öllu er blandað gróflega saman og sett í smelluform. Skilja aðeins eftir af súkkalaðismjörinu til skreytingar. Sett í frysti í minnst 5 klst. Skreytt með ristuðum hnetum, banana og súkkulaðismjörinu dreift yfir. Verði ykkur að góðu! Við ætlum að skora á Bryndísi Bjarnadóttur og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili 3 að koma með næstu uppskriftir. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Garðar, Máni, Vagn og Úlfur. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Vísnagátur Sigurðar Varðar Kringum tún úr grjóti gerðir. Gægist yfir fjöllin há. Heyið flytur margar ferðir. Felst í sauðagæru sá. Feykir spyr... Ferðu á skíði? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Nei, ég fer því miður mjög sjaldan á skíði. Hef farið tvisvar á svigskíði og tvisvar á gönguskíði á ævinni.“ Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir Finna skal karlmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Fílar ganga með afkvæmi sín í um það bil 22 mánuði og mun ekkert dýr ganga lengur með. Eftir að hafa eignast afkvæmi líða fimm ár þangað til að fíllinn getur eignast annað. Þetta gefur móðurinni tíma til að kenna unganum hvernig á að haga sér og komast af. Ótrúlegt, en kannski satt þá mega dýr í Kaliforníu ekki eðla sig nær börum, skólum eða kirkjum en í 1500 metra fjarlægð. Pottréttur og ein- faldur og góður ís MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Það eru þau Íris Sveinbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, sem eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. „Við þökkum Svölu og Gumma fyrir áskorunina. Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á. Íris Sveinbjörnsdóttir og Eyþór Jónasson eru matgæðingar vikunnar Tilvitnun vikunnar Það þarf að skipta oft um stjórnmálamenn og bleyjur – og af sömu ástæðu. - Mark Twain AÐALRÉTTUR Pottréttur Marinering miðað við 1 kg af kjöti: 4 eggjarauður 10 msk matarolía 4 tsk karrý 4 tsk kjötkraftur 1 tsk sykur 4 msk Worcestershiresause Sósan: 4 msk sojasósa 4 msk kartöflumjöl 2 dl mjólk 1/2 l rjómi Aðferð: Kjötið skorið í gúllasbita og haft í marineringunni í a.m.k. þrjár klst. Best eftir því sem haft er lengur. Kjötið er brúnað á pönnu og hráefnunum í sósuna bætt við nema rjómanum. Leyft að malla í 20-25 mínútur. Rjómanum er síðan bætt við og leyft að malla í 10-15 mínútur. Gott að hafa hrísgjón og salat með. EFTIRRÉTTUR Tobleroneís 5 dl rjómi 5 eggjarauður 5 eggjahvítur 2 msk sykur 400 gr herslihnetu- og súkkulaðismjör frá Nusica eða Nutella 200 gr Toblerone súkkulaði 1 hvítur marengsbotn 1 banani 60 gr heslihnetur Aðferð: Rjóminn er þeyttur. Eggja- rauður og 1 msk sykur þeytt saman, eggjahvítur og 1 msk sykur þeytt saman. Heslihnetu- og „Því er nú verr. Ég á gönguskíði en hef ekki notað þau í mörg ár.“ Sigríður Gunnarsdóttir „Aldrei prófað þá göfugu íþrótt, en lék mér á tunnufjölum sem peyi í Eyjum. “ Ásmundur Friðriksson Íris og Eyþór. MYND ÚR EINKASAFNI „Hef nú lítið látið sjá mig á skíðasvæðum landsins á þessari öld. Fór hinsvegar 17 sinnum á skíði á síðustu öld.“ Ómar Bragi Stefánsson Skagaströnd Afsláttur af gatnagerðargjöldum 05/2017 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.