Feykir


Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 8
Skipulagsmál og fleira tengt Frá Húnaþingi vestra Lóðir fyrir verslun og þjónustu Farið var í skipulagsbreytingar nyrst í kauptúninu Hvamms- tanga, nánar tiltekið, fyrir neðan sláturhúsið. Breytingin fól í sér að hluti af landnotkun á opnu svæði austan Norður- brautar var breytt í verslun og þjónustu. Tilgangur breyting- arinnar var að auka framboð á verslunar- og þjónustulóðum en skortur var á slíkum lóðum á Hvammstanga. Nýja svæðið fyrir verslun og þjónustu er 1,2 ha að stærð. Einni lóð hefur verið úthlutað á svæðinu. Þar áætlar fyrirtækið Reykjahöfði að setja upp farfuglaheimili sem einn- ig nýtist sem húsnæði fyrir starfsmenn sláturhússins í sláturtíð. Ný göngu-og hjólabrú yfir Syðri-Hvammsá Nýja brúin kemur í stað eldri brúar og er stór áfangi fyrir öryggi og aðgengi almennings og ekki síst barna og ungmenna á þessu fjölfarna svæði. Frum- tillaga að umhverfisskipulagi á svæðinu hefur verið unnin og var endurnýjun brúarinnar mikilvægt atriði í þeirri vinnu. Brúin tengir saman leik- og grunnskóla og íþróttamiðstöð og ekki síst nyrðri og syðri hluta kauptúnsins sem er mikilvægt fyrir allt samgöngu- flæði. Nýja brúin verður breiðari og með þaki og ætti því að skapa skjól, betri lýsingu, minni snjómokstur, fyrir utan það að vera hlýleg viðbót fyrir bæjarprýðina. Grunnskólinn hefur sinnt úti- og náttúru- kennslu á þessu svæði og nýtist þá yfirbyggingin einkar vel til að vinna að verkefnum í alls kyns veðrum. Eldri brúin er komin vel til ára sinna og búin að þjóna sínu hlutverki, upphaflega var brúin steyptur stokkur fyrir vatnslögn en á sjöunda áratugnum var sett brúargólf ofan á, eftir að kallað hafði verið eftir samgöngubót á þessu svæði. Brúarstólparnir eru orðnir mjög lélegir sem og brúin sjálf. Hafnarsvæðið á Hvammstanga Hafnir og hafnarsvæði hafa almennt mikið aðdráttarafl. Þær gegna iðulega stóru hlut- verki í bæjarmynd heimamanna og eru mikilvægir áningarstaðir ferðamanna. Deiliskipulags- vinna stendur nú yfir en Skipulagið tekur mið af að- stæðum á staðnum og verður lögð áhersla á að bæta aðstöðu, bæði þeirra sem nota höfnina sem vinnusvæði en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings. Markmiðið er að bæta umhverfi hafnarsvæðisins sem og fyrirkomulag bygginga, gatna og umferðarflæðis sem kemur til með að bæta ásýndina og gefa heildstætt yfirbragð. Deiliskipulagið verður auglýst til umsagnar á næstu vikum. Hótelbyggingar Grunnskólinn á Laugarbakka hefur nú fengið nýtt hlutverk, en hann var seldur og er orðinn að glæsilegu 56 herbergja þriggja stjörnu hóteli. Minni- háttar breytingu þurfti að gera á gildandi aðalskipulagi með því að skilgreina landnotkun reits skólans úr samfélagsþjónustu í reit fyrir verslun og þjónustu. Sótt hefur verið um leyfi fyrir viðbyggingu við Hótel Hvammstanga, 315 m2, níu herbergi með sér inngangi. Þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir á þessu svæði fór grenndarkynning fram. Ná- grönnum sem taldir voru geta átt hagsmuna að gæta var kynnt tillagan og þeim gefin kostur á að tjá sig um hana innan tilskilins frests. Verið er að vinna úr athugasemdum. Fjölfarnir ferðamannastaðir Minjastofnun Íslands hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir minjasvæðið í Borgarvirki og nánasta umhverfi. Skipu- laginu er ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu og gera þær að- gengilegri fyrir ferðamenn. Húnaþing vestra vinnur að deiliskipulagi við Kolugljúfur í Víðidal fyrir styrk frá Fram- kvæmdasjóði ferðamanna. Markmiðið með skipulaginu er að bæta aðgengi, upplýsingar, öryggi og umferð ferðamanna. Skipulögin bæði eru unnin í góðu samráði við hlutaðeigandi landeigendur. Umhverfisskipulag við Hvítserk hefur verið unnið en í því felst að stækka og betrum- bæta bílaplan, dvalarsvæði og upplýsingaskilti. Verkið er í vinnslu og standa vonir til að verkinu ljúki á þessu ári. Afsláttur af gatnagerðargjöldum og lausar lóðir Gott úrval er af skipulögðum fallegum lóðum á Hvamms- tanga fyrir einbýlis –, par- og raðhús, sem og fjölbýlishús. Vegna mikillar eftirspurnar eftir húsnæði á Hvammstanga, bæði til kaups og leigu, hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að fella niður gatnagerðagjöld af 17 lóðum sem eru tilbúnar til úthlutunar. Meðal annars er um er að ræða sjávarlóðir með stórbrotnu útsýni. Einni lóð hefur verið úthlutað nýlega og hafa komið fyrirspurnir um lóðir fyrir einingahús og fjölbýlishús sem verið er að vinna með. Verndarsvæði í byggð Styrkur fékkst úr Húsafrið- unarsjóði 2016 til að vinna tillögur um verndarsvæði í byggð á Borðeyri. Sú vinna er komin af stað. Um er að ræða húsakönnun sem felst í gagnaöflun, vinnslu korta og ljósmynda, vettvangsskráningu og skýrslugerð, ásamt forn- leifaskráningu og greinargerð með mati á varðveislugildi. Reynt verður að hafa gott samráð við íbúa. Borgarvirki hefur mikið aðdráttarafl. Göngu- og hjólabrú yfir Syðri-Hvammsá. Hér er búið að setja brúna yfir Hvammsá með hjálp tölvutækninnar. Kolugljúfur er vaxandi ferðamannastaður. Fyrirhugaðar lóðir fyrir verslun og þjónustu. Ýmislegt hefur verið í gangi í skipulagsmálum í Húnaþingi vestra síðastliðið ár. Lóðir fyrir verslun og þjónustu, ný göngu- og hjólabrú yfir Syðri-Hvammsá, hafnarsvæðið á Hvammstanga, hótelbyggingar, afsláttur af gatnagerðar- gjöldum, lausar lóðir og verndarsvæði í byggð eru verkefni sem fegra munu umhverfi og auka lífsgæði íbúa og ferða- manna. Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra sendi Feyki eftirfarandi upplýsingar og myndir en þar má sjá nokkur mál á mismunandi vinnslustigum. UMSJÓN Páll Friðriksson 8 05/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.