Feykir


Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 6
annasamt starf að stýra tveim- ur fyrirtækjum í nýsköpun. Hólmfríður segist búa svo vel að eiga skilningsríka fjölskyldu. „Ég er ekki mikið heima og ég er ekki fyrirmyndarhúsmóðir. En ég á skilningsríkan mann sem er líka í einkarekstri og veit hvað þarf til og skilur það. Strákarnir mínir eru orðnir hálffullorðnir og svo eigum við litla stelpu. Þetta er púsluspil, sem gengur upp með hjálp vina og vandamanna, pabba og tengdaforeldra,“ segir hún. Í frítímanum segist hún helst kjósa að vera sem mest úti, ganga, fara í sund, á skíði eða á hestbak. Fjölskyldan á, ásamt tengdaforeldrum Hólmfríðar, jörðina Glæsibæ. Þar reka þau hjónin dýraspítala og þangað er gott að fara og hlaða batteríin þegar tími gefst. Breytingar hjá Fisk Seafood kölluðu á þróunarvinnu Fyrirtækið Iceprotein var stofnað árið 2005 í kringum rannsóknir á fiskpróteinum sem gerðar voru á Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Var það strax hugsað sem fram- leiðslufyrirtæki sem myndi framleiða fiskprótein og var sett upp verksmiðja í húsnæði HB Granda á Akranesi. Verksmiðjan var síðan tekin niður skömmu síðar og Fisk Seafood bauð þá húsnæði undir fyrirtækið og sýndi áhuga á afurðinni, sem í upphafi var blautprótein en ekki þurrprótein eins og framleitt er í dag. Til stóð að einangra próteinið úr afskurð- inum og sprauta því inn í fiskflök, með það að markmiði að auka próteininnihald fisks- ins og nýtingu afurða. Fisk Seafood keypti 64% hlut í fyrirtækinu árið 2009. Þá var Iceprotein komið inn í Matís þar sem RF rann inn í Matís skömmu áður. Starfsemin lognaðist svo út af um tíma. „Fisk Seafood fer svo í stefnu- mótunarvinnu árið 2012, þar sem stefnan er sett á aukna vinnslu á fiski í landi á kostnað sjófrystingar. Til þess að fylgja þessari stefnu var frystitogurum fækkað og Málmey var breytt í ferskfisktogara. Þessi breyting, að minnka vinnslu út á sjó og auka hana í landi, þýddi að miklu meira hráefni kom í land, sem kallaði á miklar breytingar í landi, sem aftur kölluðu á aukna þróunar- vinnu,“ útskýrir Hólmfríður. Úr varð að Fisk Seafood eignaðist 100% hlut í Iceprotein Hólmfríður er fædd árið 1972 og uppalin á Sauðárkróki. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, 21 árs, Her- jólf Hrafn, 15 ára og Heiðrúnu Erlu, 9 ára. Að barnaskóla loknum fór Hólmfríður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, á náttúru- fræði-braut. Átján ára fór hún svo í eitt ár til Bandaríkjanna sem skiptinemi og lauk svo stúdentsprófi frá FNV árið 1993. Ári síðar lá leiðin til VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Þýskalands, þar sem Stefán fór til náms í dýralækningum. „Mig langaði rosalega mikið að fara með. En til þess að komast inn í þýskan háskóla þarf að kunna þýsku. Þannig að ég fór að skúra á morgnana og passaði börn eftir hádegi og lærði þýsku samhliða því. Síðan fór ég í þýskupróf árið eftir og hóf ég nám í næringarfræði að því loknu,“ rifjar hún upp. Áhuginn hefur alltaf legið á því sviði sem Hólmfríður starfar á í dag. Sem barn segist hún raunar hafa ætlað að verða bóndi. „Þegar ég fór í fjölbraut var ég ákveðin í að verða lyfjafræðingur, en það var ekki kennt við háskólann þar sem við bjuggum þannig að ég fór í næringarfræði.“ Árið 2001 flutti fjölskyldan aftur til Íslands og hafði Hólm- fríður þá lokið meistaranámi í næringarfræði. Ári síðar lá leiðin í Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á að fara í sérverkefni sem miðaði að því að auka verðmæti loðnuhrogna, að skima eftir verðmætum efnum í þeim. Árið 2004 byrjaði ég síðan í doktorsnámi í mat- vælaefnafræði við Lífvísinda- deild HÍ og útskrifaðist þaðan 2009,“ segir Hólmfríður um Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis á Sauðárkróki hlaut í síðustu viku hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri, FKA. Hún er með meistarapróf í næringarfræði og doktorspróf í matvælaefnafræði og er framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis á Sauðárkróki. Hjá Iceprotein er unnið að rannsóknum og þróun í matvælaframleiðslu, auk þjónustu við slíka framleiðslu en Protis var á síðasta ári stofnað sérstaklega utan um framleiðslu á fiskprótein- um. Blaðamaður Feykis kíkti á skrifstofu Hólmfríðar þegar hún var nýkomin heim með þessi eftirsóttu verðlaun og spurði hana út í bakgrunninn, fyrirtækin og starfsemi þeirra, sem og þýðingu verðlauna af þessu tagi. Hólmfríður Sveinsdóttir á Sauðárkróki hlaut Hvatningarverðlaun FKA „Mikilvæg viðurkenning fyrir konur í nýsköpun“ doktorsnámið. Verklega hluta þess tók hún í Aberdeen í Skotlandi en heim komin þaðan fluttist hún á Sauðárkrók, árið 2006. Hún segir að eiginmanninn hafi langað að flytja á heimaslóðir en hann er einnig fæddur og uppalinn í Skagafirði, á bænum Glæsibæ í fyrrum Staðarhreppi. Þegar doktorsnáminu lauk fór Hólmfríður á námskeiðið Brautargengi hjá Impru og segist þar hafa hlotið undir- stöðu í rekstri fyrirtækja. „Ég ákvað að hafa þetta í bak- höndinni. Ég var ekki að fara að flytja einu sinni enn og við Stefán vorum búin að búa lengi á sitt hvorum staðnum. Ég hugsaði því með mér að ég myndi búa mér til eitthvað að gera hér á staðnum,“ segir hún. Á það reyndi þó ekki því um þetta leyti bauðst henni starf hjá Matís og ákvað hún að ráða sig þangað. Í framhaldinu gerðist hún framkvæmdastjóri Iceprotein og síðar einnig Protis. Það má nærri geta að það er Hólmfríður á rannsóknarstofu Iceprotein. MYNDIR: ANTON BRINK 6 05/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.