Alþýðublaðið - 29.12.1919, Qupperneq 2
2
ALf’ÝÐUBL AÐIÐ
Jakob Jónsson verzlunarstjóri
hjá Duus hefir beðið þess getið,
að hann sé ekki sá Jakob Jónsson,
sem ritað heflr í blaðið.
Meiðsli. Tveir menn hafa ný-
skeð dottið á götu og viðbeins-
brotnað og margir hafa hlotið
skráveifur af byltum vegna þess,
hve hált hefir verið á götunum.
Meiri sand á göturnar eða ókeypis
mannbrodda! i.
Sjúkrasamlag Reykjayíkur.
Samningar hafa nú tekist með
læknum og Sjúkrasamlaginu, og
áminnast íélagar því að gréiða
ógoldin iðgjöld hið bráðasta og
láta gjaldkera vita hvaða lækni
þeir kjósa að nota, og að afhenda
honum sömuleiðis alla ógreidda
reikninga fyrir yfirstandandi ár.
Þessa er hér getið vegna þess, að
formaður sá sér ekki fært að aug-
lýsa hér í biaðinu, en ýmsir sam-
lagsmenn taka ef til vill ekki eftir
auglýsingu frá stjórninni í öðrum
blöðum.
Settur sýslumaður. Júlíus
Havsteen cand. juris hefir verið
settur sýslumaður í Eyjafjarðar-
sýslu fyrst um sinn frá 27. fc, m.
fyrsta prentmynðagerð
3stanís.
Ný iðngrein.
Nýskeð hefir hr. Ólafur J. Hvann-
dal stofnsett prentmyndagerð hér
í bænum. Verkstæði sitt hefir
hann á efsta lofti í Gutenberg-
prentsmiðju, og fær hann rafmagn
það, er hann þarf til iðju sinnar,
frá prentsmiðjunni, en þó af skorn-
um skamti, vegna þess, hve marg-
ir fá rafmagn frá raforkustöð
hennar. Lengi hefir Ólafur átt í
brösum með að koma af stað
þessu þarfa fyrirtæki. Og er það
vafalaust skilningsleysi þings og
stjórnar, en ekki illvilja þeirra að
kenna, hve stirðlega Ólafi heflr
gengið að fá lán bjá þeind til
fyrirtækisins. Þó hefir hann nú
loks fengið lánið eftir margra ára
þjark, og má nærri geta, að öll
verkfæri eru miklu dýrari nú, en
þau voru fyrir stríðið. Með þeim
verkfærum, sem Ólafur hefir yfir
að ráða nú, getur hann gert allar
þær prentmyndir, sem fyrir koma,
en þó vautar hann enn ýms verk-
færi, sem hann hygst að afia sér
þegar fram í sækir.
Prentmyndagerð (clischégerð)
þessi er hin fyrsta, sem komið
hefir verið á fót hér á landi, og
var ekki vanþörf á, að hún væri
stofnuð, enda sýnir það sig, því
að Ólafur hefir haft nóg að gera
og meira en það. Erfiðleikar hafa
ýmsir verið á því, að fá prent-
myndir gerðar, og við ýms tæki-
færi hefir orðið að hætta við að
prenta myndir vegna þess, að
ekki hefir náðst prentmynd í
tækan tíma.
I.
G áttaþeíir.
Einkennileg ástriða er það, sem
ásækir suma unga menn hér í
bæ. Hvenær sem einstök félög
halda dansskemtanir, hópast þess-
ar sjúku sálir að dyrum húsa
þeirra, sem skemtunin er haldin
í, og reyna að grípa hvert tæki-
færi til þess að laumast inn. Þeir
svífast einskis, og ósjaldan kemur
það fyrir, að þeir hafast við utan
dyra allan tímann, sem skemtun-
in stendur yfir, og komast þá
kannske inn undir það síðast og
hleyp uppa skemtuninni með ólát-
um. Pví venjulega eru þeir meira
og minna druknir. Þeir, sem
skemtunina halda, eiga erfitt með
að varast þessa fugla, og sjaldan
hafa þeir svo örugga dyravörzlu,
að dugi. Eina ráðið til að varast
þetta er, að engum sé hleypt inn,
nema þeim, sem hafa aðgöngu-
miða er hljóða á nafn. Annars
ættu þessir veslings mannræflar
að sjá sóma sinn í því, að hegða
sér svo vel, þar sem þeir eru á
skemtunum, að enginn þurfi að
hafa horn í síðu þeirra, því óneit-
anlega væri bæði þeim og öðrum
hentara, að ekki þyrfti að grípa
til þess óyndisúrræðis, að láta
lögregluna hirða þá í hvert ein-
asta skifti, sem þeir hegða sér
eins og bent hefir verið á hér að
ofan.
Ungu menn! Takið orð mín til
athugunar og gætið þess, að þið
skemmið mannorð ykkar, sem eg
býst við að sé ykkur dýrmætt,
með þessu framferði, því allii'
hugsandi menn fyrirlíta ykkur og
framferði ykkar.
Ráðhollur.
^ímskeyti.
Khöfn 27. des.
Frá París er símað að yfirráð
Bandamanna sé aftur farið að
halda fundi. Venizelos [forsætis-
ráðherra Grikkja] er kominn til
borgarinnar, og fulltrúar Breta og
ítala eru væntanlegir á mánudag
[þ. e. í dag].
Pjóðverjar og Rússar.
Frá Berlín er símað, að Muller
utanríkisráðherra [jafnaðarmaður]
segi að Þjóðverjar séu reiðubúnir
að skila rússneskum herföngum,
en að þeir vilji ekki viðurkenna
sovjet-stjórn [Bolsivíka-stjórn] Rúss-
lands.
Járnbrautir Ameríku.
Bandaríkjastjórn [sem hefir haft
jámbrautirnar á sínu valdi á
stríðsárunum] ætlar að skila eig-
endunum þeim aftur frá 1. marz-
Sitt hvað úr
sambandsríkinu.
JPðrf stofnun.
Bæjarstjórn Khafnar (meiri hlut-
inn þar eru jafnaðarmenn) hefir
sett á stofn 10 saumastofur hér
og þar um borgina, og getur hvaða
kvenmaður sem er farið þar inn
og fengið tilsögn og hjálp við
saumaskap, hvort það nú er við
að sníða, seða annað. Hjálpin er
ókeypis; sömuleiðis er saumavél,
tvinni og band til þess að „stoppa"
með til ókeypis afnota. Sauma-
stofur þessar eru opnar frá kl. 51/*
til 9^/2 á kvöldi fjóra fyrstu daga
vikunnar. Enginn kvenmaður, sem
á stofuna kemur, er spurður að
heiti eða krafinn sagna um, hvort