Feykir


Feykir - 19.07.2017, Side 4

Feykir - 19.07.2017, Side 4
Eldur í Húnaþingi Stútfull dagskrá af spennandi viðburðum Eldur í Húnaþingi, bæjarhátíð Húnaþings vestra, verður haldin dagana 26.-30 júli nk. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 og hefur veið árlegur viðburður síðan en það er stjórn Menningarfélags Húnaþings vestra sem sér um framkvæmdina ásamt hópi sjálfboðalliða. Þá hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir gert það kleift að hægt hefur verið að ráða verkefnastjóra við hátíðina undanfarin ár. Það er óhætt að segja að dag- skráin sé stútfull af spennandi viðburðum af margvíslegu tagi svo auðvelt er fyrir hvern sem er að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér gefst ekki færi á að nefna nema brot af því sem í boði er en dagskrána má nálg- ast á slóðinni eldurihun.is. Opnunarhátíð hefst kl. 19 miðvikudaginn 26. júlí með skrúðgöngu frá Félagsheimil- inu á Hvammstanga að hafnar- svæðinu hjá Sjávarborg. Eld- fuglar og fleiri skemmtilegar verur verða þar í fararbroddi en áhugasamir geta skellt sér á námskeið í brúðugerð hjá Handbendi Brúðuleikhúsi dag- ana 19. og 22. júlí og tekið þátt í skrúðgöngunni með fígúrurn- ar sínar. Á leiðarenda verður hægt að gera sér ýmislegt til gamans. Kl. 23:30 um kvöldið verður svo hljómsveitin Fókus með tónleika á Sjávarborg en hana skipa nokkrir þátttak- endur úr Voice, þar á meðal Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Á fimmtudag verður m.a. hægt að skreppa á kajak, fara á leiklistarnámskeið, í jafnvægis- listasmiðju og í húllasmiðju og sjá sýningu um tröll í brúðu- leikhúsi. Það verða borðtennis- mót og skotboltamót og hverfa- mót í brunaslöngubolta á Mjólkurstöðvartúninu. Kl. 21 um kvöldið verður svo Melló Músíka þar sem tónlistarfólk úr héraði stígur á stokk. Á föstudag verður meðal annars hægt að fara á námskeið í tölvuleikjagerð, í Jiu-Jitsu, förðun og fara í bjór-jóga ásamt því að keppa á heimsmeist- aramóti í Kleppara. Um kvöldið kl. 21 verða svo tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og kl. 23:30 verða AmabAdamA í félagsheimilinu. Laugardagurinn er svo fjöl- skyldudagur með fjölskyldu- dagskrá, fjölskyldudansleik og fleiru. Um kvöldið spilar hljómsveitin Buff í félagsheim- ilinu. Á sunnudag sýnir leikhóp- urinn Lotta Ljóta andarungann við félagsheimilið. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir „Vorum dálítið gráðug fyrst“ Rögnvaldur S. Valbergsson, organisti í Sauðárkrókskirkju, tónlistarkennari o.fl. og Hrönn Gunnarsdóttir kjötiðnaðarmaður, eru ein af þeim fjölmörgu áhugasömu bátaeigendum sem búa á Króknum. Bátinn eignuðust þau í júlí 2014 og ber hann nafnið Vinur. „Við vorum að skoða báta til sölu en þá sagði Tinna Björk, eitt af barnabörnum okkar, að hún vissi um bát til sölu hér á Króknum. Svo við fórum að skoða og skelltum okkur bara á hann,“ segir Rögnvaldur sem svarar spurningum um bátinn sinn fyrir Feyki. Vinur er plastbátur, um 5,80 m á lengd, með 70 hestafla utan- borðsmótor, svo hann kemst alveg sæmilega áfram. „Hann er flatbotna sem þýðir að hann er ágætlega stöðugur og sérlega góður t.d. í skotveiði, er ekkert að velta mikið en á móti kemur að maður siglir ekki mjög hratt ef það er einhver alda. Þá heggur hann heldur mikið. Mér var sagt að þessir bátar væru byggðir fyrir Grænlands- markað, þeir sigla þeim að ísrönd og renna þeim upp á ísinn þar sem því verður við komið.“ Hefur nafnið á bátnum ein- hverja sérstaka skírskotun? -Nei, nei. Þetta fylgdi bara með, hef svolítið pælt að skipta um nafn, held að sé annar bátur hér á Króknum með sama nafn, þyrfti þá að hugsa eitthvert verulega töff nafn.“ Hefur sjómennskan fylgt þér lengi?-Nei, nei. Það var lengi bátur í sveitinni sem foreldrar mínir áttu og það var róið frá Haganesvík. Þetta var bara lítil trilla en það var nóg til að kveikja áhuga á að fiska. Ég kunni t.d ekki að flaka en Hrönn konan mín kenndi mér þetta, byrjaði bara rólega. Hún flakaði fjóra meðan ég flakaði einn en svo kom þetta og ég er búinn að ná fínum hraða í dag og nýtnin orðin betri. Hvenær er best að veiða? -Við höfum nú ekki langa reynslu í þessu en best tekur fiskurinn þegar fellur að, allavega betur heldur en á fjöru. En varðandi árstíma, við höfum veitt t.d. ágætlega í apríl og svo frameftir öllu sumri og fram á haust. Reyndar veiddi ég ekki neitt í Skipstjórinn stendur stoltur við borðstokkinn. MYND: ÚR EINKASAFNI ( ÞARNA SIGLIR EINHVER INN ) palli@feykir.is Rögnvaldur S. Valbergsson / organisti og tónlistarkennari á Sauðárkróki janúar og febrúar en svo lagast þetta þegar líður að vori Hvað verður um aflann? -Við flökum þetta og pökkum, fjölskyldan, börn og barnabörn njóta góðs af, svo búum við til harðfisk, keyptum okkur lítinn þurrkofn, þetta tekur svona tvo til þrjá daga að verða tilbúið í harðfisk Vorum reyndar oft dálítið gráðug fyrst ef vel veiddist en erum farin að passa okkur því það tekur sinn tíma að gera að þessu öllu ef maður veiðir mikið sem er nú reyndar ekki alltaf. Er fjölskyldan með þér í út- gerðinni? -Aðallega erum við hjónin í þessu, en Rakel, dóttir okkar, kemur stundum með og einnig Indriði tengdasonur okkar en það er meira í svart- fugl. Svo höfum við farið með barnabörnin til að veiða og þá er mikið fjör. Fór t.d. um pásk- ana með þau og Sara Rut, sú elsta, gerði skemmtilegt mynd- band um þetta og setti á You Tube, heitir Vinadagur á sjó. Áttu einhverja skemmtilega sögu tengda bátnum eða sjó- sókn? -Ja, við fórum í svart- fugl fyrir svona tveimur árum, við Indriði Ragnar, tengda- sonur minn, og tveir aðrir, og vorum góðan tíma en svo byrjaði að hvessa að sunnan svo við héldum heim á leið. Þónokkur læti fyrir svona smábát en er við ætluðum að leggja að og ég fór að bakka fengum við kaðal-inn framan af bátnum í skrúfuna svo ég lyfti mótornum og beygði mig yfir til að losa kaðalinn. Fer þá ekki síminn upp úr brjóstvas- anum og ég horfi á eftir honum í höfnina – reyndar ekki nýjasta gerð svo þetta var kannski ekki mikið tjón – en við styttum í kaðl-inum eftir þetta svo svona hendi ekki aftur. Hefur komið babb í bátinn? -Meinarðu eitthvert bilerí? Það brann yfir spennustýring svo hann hlóð ekki inn á rafgeymi. Annars hefur þetta gengið ágætlega að mestu. Hrönn er mikil veiðikló og handfljót í flökuninni. MYND: ÚR EINKASAFNI Hljómsveitin Fókus. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU FÓKUS 4 28/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.