Feykir


Feykir - 19.07.2017, Side 8

Feykir - 19.07.2017, Side 8
Nú er FYRSTA ársverkefni Sjálfsbjargar lsh. í fullum gangi, en það ber heitið „Sundlaugar okkar allra“ Sjálfsbjargarfé- lagar um allt land eru í óðaönn að taka út sundlaugar í sínu nærum- hverfi. Verkefninu ber að vekja athygli lands- manna og þeirra sem með almennings- mannvirki hafa að gera, á aðgengi. Aðgengi að sundlaugum er víða ábótavant, bæði er það svo að aðgengi frá bílaplani og að anddyri þarf að vera upphitað, hellulagt og kantsteinalaust en er það sjaldnast og svo þarf hreyfihamlað fólk þ.m.t. fólk í hjólastólum að geta komist frá anddyri og út í sundlaug og jafnvel ofan í hana. Hér í Skaga- firði ákváðu Sjálfsbjargarfé- lagar að taka út tvær sundlaugar sem eru ætlaðar öllum en komust að því að hvorug þeirra þjónar öllum. Hvorki í sund- lauginni í Varmahlíð né sund- lauginni á Hofsósi er gert ráð fyrir að manneskja í hjólastól mæti ein síns liðs í sund, og þó hún mætti með aðstoðarmann- eskju sér til aðstoðar þá er ekki gert ráð fyrir að hún komist ofan í sundlaugina þar sem engar lyftur eru til staðar. Það er sorgleg staðreynd að hvorug laugin skuli hafa verið hönnuð og útbúin þannig að hún þjónaði öllum. Þessar sundlaugar eru nýlegar og er t.d. sundlaugin á Hofsósi aðeins sjö ára gömul og þrátt fyrir að til séu ýtarlegar reglur um hvernig aðgengi skuli háttað í opinberum bygg- ingum sem ætlaðar eru öllum þá ákváðu arkitektar sundlaug- arinnar algjörlega að horfa framhjá því. Sömu sögu er að segja um sundlaugina í Varma- hlíð, ekki tókst að gera hana aðgengilega öllum, þó hún ætti að þjóna t.d. hreyfihömluðum nemendum skólans. Ég veit ekki hvað það er í þjóðarsálinni sem gerir það að verkum að arkitektar og þeir AÐSENT : Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mismunun á sér mörg andlit – að fara í sund er bara fyrir suma sem koma að svona byggingum, já og allskonar öðrum bygging- um, virðast loka augunum og fáta út í myrkrið, þar sem ætlast er til að sé algild hönnun, að- gengileg og fyrir alla. A.m.k. virðast þeir sem hengja upp spegla inni á salernum fyrir fatlaða oftar en ekki skrúfa þá upp með lokuð augun því sjaldnast eru þeir í hæð fyrir sitjandi manneskju svo dæmi sé tekið. Verið er að endurhanna og endurbyggja sundlaugina á Sauðárkróki. Við Sjálfbjargar- félagar væntum þess að þar sinni arkitektar og þeir sem að byggingunni koma, vinnu sinni með opin augun. Að þar verði fagleg vinnubrögð viðhöfð og náið samráð við það fagfólk sem þekkir og veit hvað algild hönnun þýðir, það væri nefni- lega ekki bara dapurlegt heldur einnig mjög kostnaðarsamt ef kæmi í ljós að sundlaugin væri ekki aðgengileg öllum, eftir andlitslyftingu. Ég hvet forráðamenn þess- ara bygginga í Skagafirði til að setja aðgengi í sundlaugum helstu þéttbýliskjarna fjarðar- ins á oddinn. Sveitarfélaginu væri sómi að því að geta kynnt sundlaugarnar sem sundlaugar fyrir alla Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar lsh Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd Til Florence Eldri systir Florence Nightingale var skírð Frances Parthenope (en seinna nafnið er gríska nafnið á Napolí eða hluta þeirrar borgar). Frances Parthenope giftist Harry Verney baróni og þau bjuggu lengi við góðan orðstír í glæsihúsinu Claydon House í Buckinghamskíri. Frances Parthenope Nightingale Verney dó 1890 71 árs gömul. Hún var merk kona eins og hin miklu frægari systir hennar. Kannski hefði hún einhvern tíma á lífsleiðinni getað ort til systur sinnar eitthvað á þessa leið: Til Florence Ég hugsa um það stundum að maðurinn minn var með það í huga að verða þinn í gegnum svo kærleiksrík kynni. Þú brást þó með neitun við bónorði hans og beindir ei hugsun til samfylgdar manns því annað var efst þér í sinni! Ég skil ekki hvernig þú hafnað gast honum því hann gat í sannleika valið úr konum, við neitun þá samt hann sig sætti. Ég veit að hann elskar þig – systir mín sæl, en samt varð ég glöð er hann snerist á hæl og bað mín með hrífandi hætti! Það tengdi hann líka í lífinu þér en ljúfur hann alla tíð reynst hefur mér og hugað að hamingju minni. Og milli okkar þriggja með þroska og dáð, með þakklæti gagnkvæmu sig hafa tjáð í gegnum allt – kærleiksrík kynni! ooooOoooo Þormóður Skorri Steingríms- son býr í Reykjavík ásamt sambýliskonu og tveimur sonum, 8 og 12 ára. Fjölskyldan er nokkuð iðin við hestamennskuna þó fjöldi gæðinganna sé á reiki en Skorri segir þá vera á milli 10 og 20. Hann svarar hér spurningum sem hestamaður Feykis þessa vikuna. Hverra manna ert þú? -Ég er sonur Steingríms Þormóðssonar lögmanns og Guðbjargar Egils- dóttur hjúkrunarfræðings. Hver er fyrsta minningin tengd hestum? -Reiðnámskeið um 10 ára aldurinn hjá Fáki í Víðidal, tekinn strætó eða gengið úr Seljahverfinu þar sem við vorum búsett þá. Hver er uppáhaldshesturinn þinn og af hverju? -Uppáhalds- hrossin eru þau sem allir fjöl- skyldumeðlimir hafa gaman af á hverjum tíma. Hvað var það skemmtilegasta sem þú gerðir í sumar, tengt hestum? -Fjögurra daga hestaferð um Landsveit og Rangárvallasýslu á úrvalsreiðleiðum og að sjálf- sögðu í úrvalsveðri. Áttu einhverja sögu tengda hesti sem fallinn er frá? -Bragur frá Röðli var góður hestur sem mér var gefinn af afa mínum heitnum þegar ég var 14 ára. Tamdi hann sjálfur og hafði af honum mikla skemmtun. Ég skipti svo við móður mína á honum og allháum Visa reikningi eftir útskriftaferð úr menntaskóla og var hann í eigu móður minnar lengst af. En ég Þormóður Skorri Nýbúinn að elda hrossalund ( HESTAMAÐURINN ) palli@nyprent.is Skorri ásamt betri helmingnum, Þuríði Lindu Auðunsdóttur. MYND AF FACEBOOKSÍÐU fékk hann svo lánaðan aftur þegar ég þurfti að fara að ala mína drengi upp við útreiðar. Hann var felldur fyrir fáum árum, þá á 28. vetri við góða heilsu. Hvað ertu að gera þessa dagana, eða á næstunni, tengt hestum? -Er að undirbúa ferð um Borgarfjörðinn með ferðahóp skipuðum úrvalsfólki. Er einnig nýbúinn að elda hrossa- lund ef það telst hestatengt. 8 28/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.