Feykir


Feykir - 04.10.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 04.10.2017, Blaðsíða 10
Frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis Framboðsfrestur vegna kosninga til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 28. október 2017, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. október 2017. Framboð í Norðvesturkjördæmi skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sem veitir þeim viðtöku á Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, föstudaginn 13. október 2017 frá kl. 09:00-12.00. Á framboðslistum skulu vera nöfn 16 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal greinilega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, heimili og stöðu eða starfsheiti. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Norðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram og við hvaða kosningar. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 240 hið fæsta og eigi fleiri en 320. Sami kjósandi má ekki mæla með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Einnig skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði www.island.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórn- ar. Vakin er athygli á því að skila skal frumritum meðmælendalista til yfirkjörstjórnar á tölu- settum blaðsíðum í framhaldandi röð. Óskað er eftir að framboðslistum verði skilað á rafrænan hátt skv. leiðbeiningum lands- kjörstjórnar á netfangið ingi@lit.is. Form til þess að skrá listann má finna á vef landskjör- stjórnar, www. landskjor.is, undir almennum leiðbeiningum. Fundur yfirkjörstjórnar til að úrskurða um framboð, þar sem umboðsmönnum framboðslista gefst kostur á að vera viðstaddir, verður haldinn í Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, laugardaginn 14. október 2017 kl. 13:00. Meðan á kosningu stendur, laugardaginn 28. október 2017, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á Hótel Borgarnesi, Skúlagötu 16, Borgarnesi, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22:00. Símanúmer yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis er 860 2181. Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis 2. október 2017 Ingi Tryggvason oddviti Kristján G. Jóhannsson Katrín Pálsdóttir Elís Svavarsson Júlíus Guðni Antonsson Sigriður Tryggvadóttir, eftirlaunakona á Hvamms- tanga, svarar spurningum Bók-haldsins að þessu sinni. Hún er uppalin á Hrapps- stöðum í Víðidal en á unglingsárunum gekk hún í skóla í Njarðvíkum. Sigríður var bóndi á Efri-Fitjum í um 30 ár ásamt eiginmanni sínum til 50 ára en flutti til Hvammstanga fyrir 17 árum en þar var hún bóka- og skjalavörður Húnaþings vestra í 15 ár. Ríkidæmi Siggu er að hennar sögn börnin tvö og tengda- börn, barnabörnin sex og lang- ömmubörnin tvö. Í sumar spurði sjö ára langömmustrákur Siggu hana hvort hún hafi alltaf kunnað að lesa. „Svarið var nei,“ segir hún, „en ég var lítil þegar ég lærði það og ég var það sem kallað er, alæta á bækur, en það hefur breyst með árunum. Aðspurð segir Sigga að foreldrar hennar hafi örugglega lesið eins mikið og þeir höfðu tíma til og hún segir að á bernskuheimilinu hafi verið til talsvert af bókum auk þess sem bækur hafi oft verið fengnar að láni hjá Lestrarfélaginu. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? „Sem barn man ég eftir bókinni Stóra Inga og Litla Inga og bókunum um Þóru í Hvammi (Ég á gull að gjalda og fleiri) eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þær voru mjög mikill drami. Fyrsta stóra bókin sem ég man eftir að hafa reynt að lesa var Piltur og stúlka en skildi víst lítið og spurði pabba eitthvað út í þetta og hann tók bókina sagði að ég læsi þetta þegar ég yrði stærri.“ Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? „Nokkrar bækur eru til í skápnum ( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is Góði dátinn Svejk og Ráðskonan á Grund á náttborðinu Sigríður Tryggvadóttir / eftirlaunakona á Hvammstanga Sigríður er fastagestur á Bókasafni Húnaþings vestra. MYND: ÚR EINKASAFNI sem eru í uppáhaldi, t.d. Fátækt fólk og Ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar. Þessar bækur segja manni svo mikið um liðna tíð, líf sem maður blessunarlega þekkir ekki og gerir sér enga grein fyrir. Alltaf þegar ég fer um Öxnadalinn hugsa ég til Tryggva Emilssonar og þessa lífs sem var lifað þarna.“ Hverjir eru þínir uppáhalds rithöfundar og hvers vegna? „Ég á enga uppáhaldshöfunda en les alltaf bækurnar hennar Kristínar Steinsdóttur og Kristínar Marju.“ Hvaða bækur eru á náttborðinu hjá þér þessa dagana? „Í sumar hef ég verið að tína út úr hillunum bækur sem ég hef ekki lesið í mörg ár og lesa aftur. Svo er alveg nauðsynlegt að láta liggja á náttborðinu bækurnar Góði dátinn Svejk og Ráðskonan á Grund það er alltaf hægt að kíkja Í þær sér til gleði.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? „Ég fer á bókasafnið á Hvamms- tanga og fæ bækur.“ Hvað kaupirðu eða eignast að jafnaði margar nýjar bækur yfir árið og áttu þér uppáhalds- bókabúð? „Hér áður fyrr fór ég mikið í fornbókabúðir en þar sem allt of mikið er til af bókum á heimilinu (mörg hundruð) er bæði bannað að kaupa og gefa bækur (þetta bann er nú brotið eftir þörfum).“ Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Ef ég þyrfti að velja eina bók til að gefa væri það annaðhvort Fátækt fólk eða Málverk á striga.“ Jón Daníel nýr formaður Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Skagfirðinga var haldinn sl. mánudagsköld. Góð mæting var á fundinn en þangað mættu tveir þingmenn kjördæmisins, þeir Haraldur Benediktsson og Teitur Björn Einarsson. Á fundinum var ný stjórn kjörin og gegnir Jón Daníel Jónsson formennsku hennar. Með Jóni í stjórn eru þau Bryndís Lilja Hallsdóttir, Guðný Axelsdóttir, S. Regína Valdimarsdóttir, Sigríður Káradóttir og Vignir Kjartansson. /PF 10 37/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.