Feykir


Feykir - 15.11.2017, Qupperneq 1

Feykir - 15.11.2017, Qupperneq 1
43 TBL 15. nóvemer 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS.4 Ólína Sif Einarsdóttir spilar knattspyrnu í USA Hefur náð frábær- um árangri með Missouri State BLS. 9 Norræn samvinna á prjónunum Prjónagleðin mun vaxa og dafna Heiða Úlfars svarar Degi í lífi brottfluttra alla leið frá Dubai Írönsku landa- mæraverðirnir höfðu aldrei heyrt um Ísland Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþætt- inum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 sl. sunnudagskvöld. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun. Húni.is greindi frá því að um hundr- að manns hafi mætt í Félagsheimilið á Blönduósi til að fylgjast með þættinum þar sem hann var sýndur og var stemningin frábær. „Allt ætlaði um koll að keyra þegar úrslitin voru kunngerð,“ segir á Húna.is. Höskuldur Birkir Erlingsson, for- maður kórsins, var himinlifandi þegar Feykir ræddi við hann um þessa frægðarför kórsins. Sagði hann stemn- inguna hafa verið frábæra eftir að úrslit höfðu verið kunngjörð og gleðin mikil eftir mikla vinnu og tíma. Árangurinn þakkar hann markviss- um æfingum, jákvæðni kórmanna og gleði. „Allir voru tilbúnir til að taka þátt í þessu með okkur og ekki var verra að árangurinn var góður. Ekki má gleyma þætti Skarphéðins Einarssonar kórstjóra, hann var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni og ég veit að hann lá oft andvaka yfir því hvernig mætti bæta hlutina,“ segir Höskuldur og bætir við að þessir þættir á Stöð 2 hafi vakið athygli á því mikla kórstarfi sem er í landinu og fagnar hann því. En skyldi þessi heiður hafa einhver áhrif á vetrarstarf kórsins? „Já, að því leyti að við vorum búnir að ákveða að fara í suðurferð í haust með dagskrá sem við vorum með sl.vetur en það breyttist allt. Við munum því leggjast í víking eftir áramót,“ segir Höskuldur. Verðlaunaféð, fjórar milljónir, sem kórinn fékk í hendurnar kemur í góðar þarfir þar sem fyrirhuguð er utanför næsta sumar. Að sögn Höskuldar verður það rætt á stjórnarfundi í vikunni hvernig peningunum verður ráðstafað. „En ljóst er að við vorum búnir að ákveða að fara til Ítalíu næsta sumar og ekki ósennilegt að vinningurinn renni í það að einhverju leyti.“ Höskuldur segir það gefandi og gaman að vera í kór og vill hann hvetja alla, konur og karla, til að taka þátt ef þau hafa áhuga á tónlist og söng. /PF Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er Kór Íslands Stóð uppi sem sigurvegari í lokaþætti á Stöð 2 Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Ánægðir karlakórsmenn eftir að úrslit urðu ljós í Kórar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. MYND: HÖSKULDUR BIRKIR ERLINGSSON

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.