Feykir


Feykir - 15.11.2017, Page 2

Feykir - 15.11.2017, Page 2
Þetta getur þýtt breytta sam- setningu gestahópa á svæðinu, en til þessa hafa Mið- Evrópubúar verið mest áber- andi. Þá er einnig alltaf gott fyrir þá sem eru í þessum rekstri að máta sig við praktíska hluti eins og nauðsynlegar tryggingar og mikilvægi þess starfs, sem Markaðsstofan er að vinna,“ segir Davíð. Að lokinni dagskrá gafst gestum tækifæri til að skoða nýjustu viðbót í atvinnulífinu á Sagaströnd sem Davíð var ánægður með. „Svo var auð- vitað rúsínan í pylsuendanum að fá að kynnast nýjum fyrir- tækjum á Skagaströnd, Vöru- smiðju Biopol og Salthús gistiheinili, sem eru hvort á sinn hátt frábær viðbót í flóru ferðaþjónustunnar á Norður- landi vestra og því sem henni tengist.“ /PF Á morgun er dagur íslenskrar tungu. Frá árinu 1996 hefur 16. nóvember verið haldinn hátíðlegur og þá blásið til ýmissa viðburða til að vekja athygli á málinu okkar og mikilvægi þess. Í skólum lands- ins er gjarna efnt til hátíða- dagskrár og á þessum degi hefst Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk formlega á ári hverju. Það ætti öllum að vera ljóst hve mikilvægt það er að vanda mál sitt – eða er það ekki? Svarið er því miður „nei, svo er ekki“. Ég er ekki ein um að standa í þeirri trú að einmitt nú standi íslenskan frammi fyrir óvenju mikilli ógn þar sem eru erlend áhrif í gegn um hin ýmsu snjalltæki sem margir, ekki bara börn og unglingar, hafa mun meiri samskipti við en fólkið í nánasta umhverfi. Við þessu verður að reyna að bregðast og það strax ef við ætlum ekki að reisa íslenskunni bautastein innan fárra ára. En ég ætla ekki að orðlengja meir um erlend áhrif, heldur snúa mér aðeins að upplestri og framburði. Ég minntist á Stóru upplestrarkeppnina hér að framan en hún hefur án nokkurs vafa gert mikið fyrir margan unglinginn sem með þátttöku í keppninni hefur bæði hlotið góða þjálfun í upplestri og þá ekki síður öðlast öryggi í fram- komu með því að þurfa að standa frammi fyrir hópi áheyrenda og lesa með viðeigandi framburði og blæ- brigðum. Mér verður býsna oft hugsað til þessarar þjálfunar og mikilvægis hennar þegar ég hlusta á veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands á Rás 1. Alveg er það merkilegt að þeir sem lesa þær ágætu fréttir skuli upp til hópa hafa tamið sér þennan ótrúlega framburð: „Sunnan gola við ströndinaaa. Hægari á Austurlandiii. Lægir á morguuuun. Skýjað með köfluuuum, hiti 2-6 stiiiig. Loftþrýsingur 990 milliböör, fallandiiiiiii.“ Það skýtur dálítið skökku við að eini þulurinn (að ég held) sem ekki hefur tamið sér þennan annarlega upplestrartón sé hálfur útlendingur, fæddur í Danmörku og alinn upp á Grænlandi og í Noregi. Og svo rétt aðeins um það hvað tilviljanir geta verið skemmtilegar. Er það ekki dásamlegt að veðurfréttamaður skuli bera nafnið Bjarki Kaldalóns Friis (frb. Frýs)? Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Íslensk tunga Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Rýnt í hinn enda keðjunnar Haustdagur ferðaþjónustunnar Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra fór fram sl. mánudag í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa hjá SSNV, tókst dagurinn ljómandi vel en tæplega sextíu manns af öllu Norðurlandi vestra sótti atburðinn. „Ég held að það hafi verið áhugavert fyrir þá, sem þarna voru og flestir eru að þjónusta ferðafólk á einn eða annan hátt, að fá svona innsýn í hinn enda keðjunnar og þá markaði Íslandsferða sem annars vegar er stærstur í augnablikinu, USA, og þess sem er í einna mestum vexti, Kína og Asía. 15 bátar lönduðu á Skagaströnd í síðustu viku tæpum 175 tonnum. Á Sauðárkróki var landað tæplega 600 tonnum úr 10 skipum og bátum og á Hofsósi lönduðu tveir bátar tæpum 28 tonnum. Einn bátur landaði á Hvammstanga rétt um 11 tonnum. Heildarafli vikunnar var 812.395 kíló. Þess ber að geta að inn í tölurnar frá Sauðárkróki vantar löndun Grundfirðings SH síðasta laugardag. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 5. – 11. nóvember 2017 Tæp 600 tonn til Sauðárkróks SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 10.925 Alls á Hvammstanga 10.925 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.016 Þorleifur EA 88 Dragnót 25.610 Alls á Hofsósi 27.626 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 3.490 Auður HU 94 Landbeitt lína 3.633 Álfur SH 414 Landbeitt lína 15.112 Blíðfari HU 52 Handfæri 398 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 644 Dúddi Gísla GK 48 Lína 13.451 Fengsæll HU 56 Handfæri 97 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 2.988 Hafdís HU 85 Handfæri 245 Hafrún HU 12 Dragnót 1.882 Kári SH 78 Landbeitt lína 16.898 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 44.465 Magnús HU 23 Landbeitt lína 10.532 Steinunn SF 10 Botnvarpa 50.896 Stella GK 23 Landbeitt lína 9.819 Alls á Skagaströnd 174.550 SAUÐÁRKRÓKUR Fjölnir GK 157 Lína 75.350 Grundfirðingur SH 24 Lína 9.435 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 86.277 Klakkur SK 5 Botnvarpa 123.557 Kristín GK 457 Lína 68.025 Málmey SK 1 Botnvarpa 147.933 Már SK 90 Handfæri 674 Onni HU 36 Dragnót 7.360 Sighvatur GK 57 Lína 78.835 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.848 Alls á Sauðárkróki 599.294 Frá Degi ferðaþjónustunnar á Norður- landi vestra. Tómas Árdal í pontu. MYND: ÁRNI GEIR INGVARSSON 700 þættir frá Guðmundi á 30 árum Lífsseigur vísnaþáttur Þau skemmtilegu, og ekki síst merkilegu, tímamót eru í þessu blaði að sjöhundraðasti vísnaþáttur Feykis lítur dagsins ljós. Fyrsti þátturinn birtist í Feyki 1. apríl 1987 og fögnum við því 30 ára úthaldi einnig hér á blaðinu. Sá er haldið hefur utan um þáttinn frá upphafi er Guðmundur Valtýsson, bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal. Sagði hann, á 30 ára tímamótunum, að yfirleitt hafi verkefnið verið honum til gleði, þrátt fyrir að stundum hafi staðið á tæpasta vaði með að skila inn efninu á réttum tíma. Feykir nýtti tækifærið, þegar Guðmundur kom með 700. þáttinn, og leysti hann út með smá gjöf í þakklætisskyni fyrir þann dugnað og eljusemi sem hann hefur sýnt með því að setja saman þátt aðra hverja viku fyrir blaðið. Vonum við að þátturinn eigi eftir að lifa lengi enn. /PF Slétt skipti, 700. vísnaþátturinn og hóstastillandi söngolía. MYND: ÓAB 2 43/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.