Feykir


Feykir - 15.11.2017, Side 3

Feykir - 15.11.2017, Side 3
Breyting á blóðprufutíma www.hsn.is Frá 1. desember nk. verða blóðprufur teknar á eftirtöldum tímum: Alla virka morgna kl. 8:20 til 9:30 og þriðjudaga til fimmtudaga kl. 13:00 – 13:30 Öðrum sýnum skal skilað á sama tíma! Starfsfólk rannsóknastofu HSN Sauðárkróki Guðni og Jóhannes hlakka til að kitla hláturtaugar Skagfirðinga. MYND AÐSEND Jóhannes og Guðni mæta Eftirherman og orginalinn í Miðgarði Eftirherman og orginalinn, Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústsson, munu heimsækja Skagafjörðinn laugardaginn 25. nóvember nk. og láta gamminn geisa í Menningarhúsinu Miðgarði. Ef að líkum lætur má búast við mögnuðu sagnakvöldi með skemmtilegum þjóðsögum og eftirhermum. Feykir náði tali af Guðna Ágústssyni og spurði hann frétta af skemmtiferð þeirra félaga um landið. „Við hófum þessar sýningar í apríl síðasta vor og höfum komið fram á yfir 30 sýningum víða um land. Tilefnið er leikafmæli Jóhannesar Kristjánssonar en það eru orðin 40 ár síðan hann hóf sinn feril sem eftirherma og skemmti- kraftur. Hann hefur komið í öll félagsheimili landsins og skemmt þjóðinni lengur en flestir aðrir, kannski eru það bara Geirmundur ykkar og Raggi Bjarna og Ómar Ragnars- son sem eiga lengri feril. Ég er svo einn af þeim mörgu sem hann gerði frægan en þeir eru nú æði margir sem koma í gegnum barkann á honum. Ég held því reyndar fram að Jóhannes sé miklu meira en eftirherma, jafnvel miðill sem nánast fellur í trans og fórnarlambið birtist holdi klætt á sviðinu. Við hlökkum mjög til að koma í Skagafjörð, þar á ekki bara söngurinn heima heldur hláturinn og mikil lífsgleði,“ segir Guðni. En hvernig skyldi aðsóknin hafa verið? „Það er nánast húsfyllir alls staðar. Vorum t.d. í Valaskjálf, þar sem komu 200 manns. Eins vorum við á Vopna- firði og Kirkjubæjarklaustri, fullir salir af fólki og svo erum við að byrja í IÐNÓ, gamla þjóðarleikhúsinu. Þetta er gef- andi og okkur er afar vel tekið og við vonumst eftir fullu húsi í Miðgarði. Fólkið hlær nánast allan tímann en prógrammið stendur í tvær klukkustundir. Og nú er þetta uppistand öðruvísi en í pólitíkinni, nú erum við klappaðir upp.“ /PF ÍBÚAFUNDUR Verndarsvæði í byggð – Sauðárkrókur Sveitarfélagið Skagafjörður boðar til íbúafundar um verkefnið Verndarsvæði í byggð – gamli bærinn á Sauðárkróki norðurhluti. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17 í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Árið 2015 voru samþykkt lög um verndarsvæði í byggð. Markmið þeirra er að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Verndarsvæði í byggð er skilgreint sem afmarkað svæði sem nýtur sérstakrar verndar ráðherra vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Samkvæmt lögunum skulu sveitarstjórnir, að loknum sveitarstjórnarkosninum, meta hvort innan sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Með lögunum er því lagður grundvöllur að því að vernda menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomna tíð. Verkefnið skiptist í húsakönnun, fornleifaskráningu og greinargerð með mati á varðveislugildi og gerð skilmála um vernd og uppbyggingu innan svæðisins. Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun til að vinna tillögur um verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi og á þessum fyrsta íbúafundi um verkefnið verður farið yfir stöðu verkefnisins á Sauðárkróki, það kynnt og leitað samráðs við íbúa. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fh. Skipulags- og byggingarnefndar Jón Örn Berndsen skipulags - og byggingarfulltrúi www.skagafjordur.is N Ý PR EN T eh f. / 1 12 01 7 Yfirlitsmynd sem sýnir afmörkun svæðisins. 2017Jólablaðið Venju samkvæmt kemur Jólablað Feykis út fyrir aðventuna – fullt af ómissandi norðlensku jólaefni. Stefnt er að því að blaðið komi út 29. nóvember og er þá dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og til áskrifenda Feykis víðsvegar um landið auk þess sem hægt er að fletta blaðinu á Feykir.is. AUGLÝSING SEM LIFIR Jólablað Feykis er lesið allan desember-mánuð. Efni blaðsins er fjölbreytt en í því eru viðtöl, uppskriftir, frásagnir og annað jólaefni. Fjölmargir safna Jólablaði Feykis. TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGAPLÁSS Í JÓLAFEYKI Pantaðu auglýsingapláss fyrir 15. nóvember nk. Sendu tölvupóst á nyprent@nyprent.is eða hringdu í síma 455 7171. Sjáumst í Jólablaði Feykis! Smellt'á okkur einum... Feykir.is 43/2017 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.