Feykir


Feykir - 05.12.2017, Síða 4

Feykir - 05.12.2017, Síða 4
4 46/2017 AÐSENT Ragnar Sighvats skrifar Friðriki svarað Það var athyglisvert viðtal við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótaveiðimanna í Feyki þann 22. nóvember 2017. Friðrik er búsettur á Seltjarnarnesi í kjör- dæmi sjávarútvegs- d r o t t n i n g a r i n n a r. Fer hann frjálslega með sannleikann í til- svörum og lætur vaða á súðum því hann er einn á miðunum með blaðamanninum og til- gangurinn helgar meðal- ið. Dragnótaveiðar hafa verið stundaðar hér á Skagafirði með hléum síðast liðin hundrað ár og hafa ætíð endað á sama veg, með ördeyðu og lokun fyrir dragnótaveiðum. Það hefur ætíð þurft mörg ár til að jafna sig aftur. Hér áður fyrr voru veiðarfærin eins og vasaklútar miðað við þau ósköp sem eru í dag. Kasthringurinn hjá minni bátum er 4,5 km en hjá stærri bátunum tæpir 7 km, einnig eru bátarnir farnir að fara upp á talsvert harðan botn því þeir eru komnir með svokallaða hoppara á fótreipinu og höfuðlínuopningin er margir faðmar. Það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá hvað gerist þegar kasthringurinn er dreginn saman með manilluvírum og dragnótin hífð um borð. Dragnótaveiðar hafa ekki verið leyfðar í 7 ár á Skaga- firði innan við eyjar og eru þekktar uppeldisstöðvar hér í firðinum fyrir ýmsar tegundir af fiski. Friðrik þarf ekki að halda því fram að ekki komi annað en stórfiskur í dragnótina, oft kemur fyrir að hún er seiluð af smásíld, loðnu og ýmsum smáseiðum en svo er annað mál hvað kemur í land. Með sínu vísinda- og fiskifræðilegu augnamiði lofar Friðrik aflabrögðum, svona 1000 – 2000 tonn, næstu árin. Ekki efa ég það að hann gengur í ábyrgð og borgar hafnarsjóði ef einhver kíló vantar upp á veiðina. Ef svo færi að minna væri í gullkistunni en Friðrik er búinn að reikna út þá veit hann að þau skip sem stunda dragnótaveiðar á firðinum hafa vélar og geta siglt á önnur mið. Það virðist fara mjög fyrir brjóstið á Friðriki að byggðarráð mótmælir opnun dragnótaveiða inn að Ósbrú sem er eðlilegt því byggðarráð hugsar um sitt fólk og vill búa sem best í haginn fyrir það. Hver trilla sem dregin er á land vegna ördeyðu á sjó heggur skarð í samfélagið, það eru fjölskyldur um hverja trillu. Einnig gæti skapast það umhverfi fyrir frístundaveiðibáta að ekki tæki því að fara á sjó, færi þá fljótlega að fækka bátum við bryggjuna og þar af leiðandi engin hafnargjöld greidd. Ekki má festast í því að rýna í kaldar tölur á blaði frá hafnarsjóði. Ég læt þá feðga, Jón Bjarnason og Bjarna, sjá um að svara Friðriki um vísindarannsóknir á Skagafirði en það veit ég að í gegnum árin hafa rannsóknir Hafró byggst mest á líkum og ágiskunum og hefur stefna Hafró ekki alltaf verið beysin í gegnum árin. Í lok viðtalsins fer Friðrik aldeilis að láta þekkingarljós sitt skína á öldugangi og dragnótaveiðum og fullyrðir að þessar veiðar séu vistvænni en handfæri og línuveiðar og skaut hann undan sér lappirnar með þessum fullyrðingum og lýsir mikilli fáfræði á þessu málefni sem hann berst fyrir. Aftur á móti eru öfgarnar miklar og rökin lágkúruleg. Ég er búinn að vera til sjós talsvert marga áratugi en svona málflutning og rök hef ég aldrei heyrt um áður og dæma þau sig sjálf. Ragnar Sighvats sjómaður. AÐSENT Guðríður B. Helgadóttir skrifar RÉTTINDI Forréttindi, sérréttindi, kvenréttindi, mannréttindi, jafnrétti, umgengis- réttur. Allt eru þetta íslensk orð, sem ætla mætti að nútíminn hefði í heiðri og lifði eftir í siðuðu samfélagi. Breyttir tímar hafa skerpt merkingu þeirra og breytt þjóðfélagsgerð fengið þeim annan farveg til eftirbreytni. Þó siðalögmál, kurteisi og tillitsemi, séu á öllum tímum grunnurinn að jafnræði og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Eldri gerð þessa þjóðfélags útheimti skarpa verkefnaskiptingu milli karla og kvenna, hin svokölluðu karlmanns og kvenmannsverk, utan húss og innan, skerptu þær línur. Það er of löng saga til að gera henni skil í fáum orðum. Þar skapaðist sú hefð, að karlmaðurinn var hinn ráðandi armur sambandsins milli kynjanna á opinberum vettvangi og í efnahagslegu tilliti. En þetta er liðin tíð. Nú mætti ætla, þegar þjóðfélags- gerðin hefur tekið slíkum stakkaskiptum sem raun ber vitni, og konur komnar með lögleg réttindi til jafns við karla. Meira að segja tískan leyfir þeim að ganga í buxum eins og strákar og velja sér störf á sama vettvangi að vild. Feður sömuleiðis farnir að huga meira að heimilisstörfum og samveru með börnum sínum. Brautin til jafnréttis er opin og auðveldari fyrir bæði kynin að skapa sér sameiginlega hamingjuríkari framtíð, hvort sem litið er til fjölskyldulífs, eða vinnu utan þess. Þó margt sé enn óunnið og undir því komið, hvernig undirstöður verða lagðar að framtíðar umferð á þeirri braut og siðalögmál virt í umgengni, þá verður ekki séð annað, en bæði konur og karlar hafi jafnan rétt til að skapa þá framtíð, og skyldu til að taka ábyrgð á hvernig til tekst í framkvæmd. Það er því mikið umhugsunarefni, sem birtist og heyrist í fjölmiðlafári nútímans, um samskipti og umgengis- venjur karla við konur, ef það á að yfirfærast á daglegt líf til framtíðar. Eru konur þarna að reyna að koma orðum að, eða losna við gremju og kúgun umliðinna alda, eða treysta þær sér ekki til að standa fyrir sínu, þegar út á hólminn er komið. Ætla þær áfram að biðja bara um náð, miskunn og vernd, sem umkomulaus minnimáttar aðili í samskiptum kynjanna. Eru MANNASIÐIR ekki komnir lengra frá dýrs- eðlinu en svo, að sjálfs- stjórn og sjálfsvirðing komi í veg fyrir skepnuskap í samskiptum kynja. Hvar er krafan um virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Á allt að sitja í sama fari kynjakúgunar og ranghugmynda um MANNGILDI einstakl- ingsins, til hvaða kyns eða þjóðernis sem hann eða hún telst vera. Þarf ekki að árétta þá eðlilegu kröfu til beggja kynja, og kenna þeim sem eiga ólært. Hvað er uppeldið og jafnréttisfræðsla skólanna að gera í þeim málum, vegna breyttrar þjóðfélagsgerðar og atvinnu- hátta samfélagsins? Breytt viðhorf, búsetuhættir, stjórnarfar, og atvinna útheimta breytt hugarfar og sýn á raunveruleikann í daglegu lífi fólks. Ábyrgðin hvílir á hverjum og einum einstaklingi, að móta það samfélag að menningarvænu siðaðra manna þjóðfélagi. Eru karlmenn ekki búnir að fá nóg af því að liggja undir því óorði, að geta ekki séð kvenpils nema lyfta því upp og sjá hvað þeir geta komist langt með að leika sér að því sem þar leynist. Eða halda konur ennþá að þær þurfi að leggja gildrur með stuttum pilsum og berum brjóstum, til að veiða sér maka og fyrirvinnu, eins og það var kallað. Hvorugt kynið sækir sóma sinn né virðingu í þann rann. Og hvorugt kynið getur ætlast til að það óorð verði af þeim máð, nema með eigin verðleikum og viðeigandi framkomu í samskiptum daglegs lífs. Er því ekki umræðan á talsvert óvæntum villigötum, að leggja mesta áherslu á umtal um gamlar syndir, í stað þess að fylgja eftir Í FRAMKVÆMD, kröfunni um sömu laun fyrir sömu vinnu beggja kynja, afnema forréttindi karla til mannaforráða á vinnustað og við önnur störf, ætluð báðum kynjum. Þar skuli hæfni og menntun ráða vali. Sömuleiðis verður hér eftir að afnema misræmi og mat á launagreiðslum fyrir umönnunar og þjónustustörf, sem kölluð hafa verið kvennastörf, og haldið í láglaunakreppu sem slíkum. Endurskoðun og samræming á launa- töxtum í atvinnumálageiranum, er eitt af þeim mest aðkallandi málum til jafnréttis sem nú þarf að ræða og laga. Menntun, bæði bóklegs og verklegs náms, þarf að efla, endurskoða og stilla að breyttri þjóðfélagsgerð til notagildis og nýtingar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Þó tölvuvinna og forritun sé framtíðardraumur til þróunar, þá verður hann aðeins leiktæki, ef honum er ekki stjórnað af þekkingu á þjóðfélagsgerð og atvinnuháttum, verkmenningu og þörf fyrir léttari starfsaðferðir við úrlausn verkefna. Maðurinn þarf því áfram að þroska fjölhæfni sína, til þess að KENNA þessum vélbúnaði aðferðirnar. Öll þessi framtíðarsýn er svo lokkandi, að það hlýtur að kalla á rökræður og úrlausnir, sem verða báðum kynjum áhugamál að vinna að saman. Gamli tíminn er til þess að læra af honum, forðast mistökin en byggja á því sem vel var gert og þróa áfram með nýrri tækni. „Unga fólkið nú á dögum“ á að geta fundið sér verðugri verkefni en níða hvert annað niður og lítillækka með ósæmilegu atferli. Um hegðun á almannafæri og í innbyrðis samskiptum, verður að gera þá kröfu til samfélagsins, að það gefi í orði og á borði, uppeldi og fordæmi til að læra af og þroskast til betra lífs og meiri ábyrgðar. Því réttindum fylgir ábyrgð og ábyrgðinni fylgir krafa um tillitssemi. Það er náttúrulögmál. Guðríður B. Helgadóttir Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is? Feykir.is lúkkar fínt í tölvunni, spjaldtölvunni og símanum! Kíktu á... Feykir.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.