Feykir


Feykir - 05.12.2017, Side 6

Feykir - 05.12.2017, Side 6
Hjónin Magnús Freyr Gíslason og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir ásamt börnum sínum tveimur, Hinriki þriggja ára og Kötlu níu ára, fluttu á Sauðárkrók sumarið 2015 og segir Magnús þau una sér mjög vel. Kannski má segja að Magnús sé að koma heim aftur eftir 15 ára útlegð en hann sleit barnsskónum á Króknum. Kolbrún á einnig sterkar tengingar í Skagafjörð, bæði á Sauðárkrók og í Sæ- mundarhlíðina. „Við flytjum á Krókinn sumarið 2015 og komum frá Reykjavík. Vorum búin að vera þar í þrjú ár eftir að við fluttum til Íslands frá Kaupmannahöfn 2012. Í Danmörku vorum við í átta ár, bæði í námi,“ segir Magnús en hann stundaði arkitektanám í fimm ár og þrjú ár vann hann á stofu. Það svið sem arkitektamenntun Magnúsar spannar er vítt, allt frá landslagi og yfir í húsgögn en hann var aðallega í byggingum. Við það vann hann allt þar til þau fluttu á Krókinn og Magnús fór að vinna á Trésmiðjunni Borg. „Þá var ég byrjaður að læra húsgagnasmíði og það var kveikjan að því að við fórum að spá í að flytja hingað, fyrir utan það að mér var farið að leiðast í vinnunni fyrir sunnan,“ segir Magnús. Til útskýringar nefnir hann að hann var ýmist að teikna hótel eða færa til gipsveggi og klósett á pappírum. Hann kinkar kolli þegar blaðamaður spyr hvort það sé handverkið sem heillar meira. „Já, aðallega það að fara með eigin hönnun úr skissufasanum og útfæra alveg þangað til að hún er tilbúin. Hitt er þannig að þú teiknar kannski eitthvað í hálft ár og svo skilar þú af þér bunka af blöðum og ári seinna ferð þú á staðinn og sérð, já svona var þetta. Þá er kannski búið að breytast heilmikið í ferlinu sem maður hefur enga stjórn á. Það var eiginlega það sem heillaði að geta fært hugmynd að skissu og til vöru,“ segir hann. Magnús stefnir á að breyta enn meira til í náinni framtíð en hann hættir um áramót í vinnu sinni hjá Minjastofnun Íslands þar sem hann sinnir húsvernd. Hann ætlar að freista þess að hella sér enn frekar í hugðarefni sín í húsgagnasmíði og hönnun og segist sjá það fyrir sér að fara á sjóinn. „Mig langar að reyna að komast í afleysingatúra á einhverjum af togurum Fisk Seafood og taka að mér hönnunarverkefni til að hjálpa við fjárhagslegu hliðina. Þá get ég einbeitt mér að verkefninu og unnið yfir daginn og lifað eðlilegu lífi eftir það,“ segir hann og hlær en þar er hann að benda á að hingað til hefur allur hans frítími farið í þessa vinnu og oftar en ekki VIÐTAL Páll Friðriksson Það hefur vakið athygli og frá því sagt á öðrum miðlum að ung fjölskylda hafi rifið sig upp, frá góðri vinnu og nánustu ættingjum í Reykjavík, og sest að á Sauðárkróki. Áður hafði unga fólkið búið í stórborgarys Danmörku en finnst nú gott að vera komin í kyrrð og ró smábæjarlífsins. Þau hafa stofnað lítið fyrirtæki sem heldur utan um hönnun og smíði húsgagna og stefna þau á að auka framleiðsluna á næsta ári. Feykir kíkti í bílskúrinn hjá Magnúsi Frey Gíslasyni, en þar fer framleiðslan fram, og forvitnaðist um fyrirtækið, Gagn ehf., flutningana og framtíðarsýnina. Magnús Freyr Gíslason speglast í framleiðslu sinni sem notið hefur vinsælda. MYND: PF dregist fram á nóttina. Þrátt fyrir jákvæða framtíðarsýn Magnúsar er undirtónninn alvarlegur enda mikið í húfi. Húsgagnasmíði Hvað kom til að þú fórst að læra húsgagnasmíði, búinn að læra og starfa sem arkitekt? „Við keyptum gamalt hús í Mjölnisholti við Hlemm. Ég fór að gera það upp, alveg frá grunni, og þá fékk ég þessa smíðabakteríu. Ég á ekki gott með að sitja kyrr og fannst betra að geta hoppað á milli þess að hanna við skrifborð og svo að smíða og útfæra hönnun í skúrnum og vinna með höndunum. Ég fór í nám með vinnu svo kom ég hingað norður og kláraði húsasmíði í helgarnámi við FNV, tók svo sveinspróf í maí síðastliðnum,“ segir Magnús. Smíðaverkefnið í bílskúrn- um byrjaði smátt að sögn Magn- úsar og hann sýnir blaðamanni fyrsta gripinn, lítið skóhorn. „Svo komu blómastandarnir og speglarnir og á næstunni koma nýjar vörur. Það er sambyggð hilla og skrifborð sem er hugsað sem lítil heimaskrifstofa sem lítið fer fyrir,“ segir Magnús og útlistar frekar hvernig þetta virkar. „Þegar þú ert kominn heim úr vinnu og þarft að setjast niður og kannski svara einum tölvupósti þá getur þú sest við skrifborðið og gert það sem þarf, hent svo tölvunni ofan í skúffu aftur og Magnús Freyr Gíslason hannar og smíðar húsgögn Flutti aftur á æskustöðvarnar lokað. En hillan verður áfram stofustáss með skrautmunum og einhverju svoleiðis.“ Magnús lýsir því hvernig hlutirnir verði til á þann veg að megnið af vinnunni fari í, þegar búið er að finna út hvað á að skapa, að sjóða hönnunina niður þannig að hún sé eins minimal og hægt er. Líkt og hönnun sem byrjar grófgerð og kannski flókin en endar svo í vöru sem búið er að skera alla fitu frá og er þá bara mjög einfaldur hlutur. „Svona einfaldir hlutir þurfa að vera í réttum hlutföllum og þurfa að vera gagnlegir annars er þetta ekki neitt neitt og talar ekki til manns,“ segir Magnús og bendir á fallega spegla sem hann hefur smíðað. Hvernig færðu hugmyndir? „Hingað til hafa þær sprottið upp úr okkar daglega lífi. Hvað okkur vantar hverju sinni. Ég braut skóhorn þegar við vorum nýflutt á Krókinn og ég fór út í skúr og smíðaði nýtt sem þróaðist svo smám saman í stærra. Kolbrún hefur mikið dálæti á blómum og við fórum í það að kanna hvernig við gætum gert eitthvað fallegt með þau. Ég man úr æsku eftir svona blómastöndum, sem voru eiginlega á hverju heimili. Þetta er ekki ný uppfinning, en okkur langaði að gera okkar eigin útgáfu. Hringspeglarnir eru mjög vinsælir núna en okkur langaði ekki að að gera bara hringspegil með viðarramma. Þú getur fengið svoleiðis í IKEA á lítinn pening. Svo bættum við hillunni við þannig að nú er þetta orðinn forstofuspegill,“ segir Magnús brosandi. „Þetta kemur bara svona í samtölum okkar Kolbrúnar eða þá að annað okkar fær hugmynd og við vinnum saman að henni.“ Magnús segir að oft sé það svo að þau Kolbrún kasti á milli sín hugmyndum og oftar en ekki togi hún hann niður úr skýjunum og bendi á praktíska hluti sem eru ekki að virka. Heimasíða og stærri vélar Salan á hlutum Gagns, fyritækis Magnúsar og Kolbrúnar, fer eingöngu fram í gegnum heimasíðuna Gagn.is og segist Magnús forðast að fara með þá í búðir. „Ef þetta fer í búðir verður þetta helmingi dýrara. Búðirnar vilja leggja hressilega á þetta svo við höfum reynt að hafa þetta hjá okkur og viljum líka geta talað við kúnnana og vita hverjir eru að kaupa og höfum þá möguleika á að vera á persónulegum nótum.“ 6 46/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.