Feykir


Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 7
Speglarnir hafa notið mikilla vinsælda, enda glæsilegir. Einnig er hægt að finna fyrirtækið á Facebook og Instagram Hefur þú fengið einhverjar séróskir um smíði hluta? „Já það hefur verið nóg af þeim og eins viðgerðir o.fl. sem ég hef reynt að forðast. Ég vil helst hafa þetta okkar hugverk en fólk hefur beðið um sér útgáfur af vörunum okkar og stundum passar það alveg inn og þá gerum við það. En ef okkur finnst það ekki passa þá viljum við leyfa heildarlúkkinu á línunni að njóta vafans. Planið er að þetta endi með góðri línu sem við kynnum á Hönnunarmars á næsta ári. Þetta er allt hugsað í sama stílnum,“ segir Magnús. Aðspurður um uppáhalds- viðinn að vinna með segir hann að líklega sé það eikin en fari þó eftir samhengi verkefnisins hverju sinni. „Hnotan er rosalega falleg í réttu samhengi en maður er alinn upp af skandínavískum hönnuðum og danska eikin er alltaf klassísk.“ Magnús segir að enn sem komið er séu bara tvær vörur í boði en stefnan er að þær verði orðnar a.m.k. fjórar eftir áramót. „Við viljum geta kynnt allavega fjórar vörur á Hönnunarmars en næsta ár fer í raun og veru mest í vöruþróun. Þar sem ég er að hætta að vinna þá get ég einbeitt mér alveg að þessu, nema vonandi get Skóhorn og smíðatæki. MYNDIR AF GAGN.IS Stefán Sturla Sigurjónsson Fuglaskoðarinn Stefán Sturla og Fuglaskoðarinn. MYND ÚR EINKASAFNI Brottflutti Skagfirðing- urinn, Stefán Sturla Sigurjónsson, sendi frá sér spennubókina Fuglaskoðarinn fyrir þessi jól. Bókin fjallar um dularfullan dauða ungs manns sem er hugfanginn af fuglum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins. Rannsóknar- lögreglukonunnar Lísu og hjálparmanna hennar bíður flókið púsluspil og þau fletta ofan af vafasömum flötum samfélagsins suður með sjó. Stefán Sturla Sigurjónsson er fæddur í Reykjavík 4. júní árið 1959. Hann stundaði nám í húsasmíði við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, búfræði við Búnaðarháskólann á Hvann- eyri og er leikari frá Leik- listarskóla Íslands. Á unglings- árum Stefáns flutti fjölskyldan á Krókinn. Móðir Stefáns er Sólveig S t e f á n s d ó t t i r, gjarnan kennd við Miðsitju og faðir Sigurjón Valdimarsson en hann var einn af s t o f n e n d u m Eiðfaxa og fyrsti ritstjóri þess. Hann var einnig einn stofnenda gæðingadómarafélagsins og fyrsti formaður þess. Eftir Stefán Sturlu hafa komið út tvær barnabækur, Trjálfur og Mimmli (2000) og Alína, tönnin og töframátturinn (2007). Hann hefur einnig skrifað leikrit, söngleiki og gerði borðspilið Spurninga- spilið Ísland (2002). Hann hefur verið þáttastjórnandi bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Stefán hefur ýmist leikið eða leikstýrt við leikhús landsins, í kvikmyndum og sjónvarpi en með Leikfélagi Sauðárkróks lék hann áður en hann hóf nám í leiklist og að sjálfsögðu hefur hann komið nokkrum sinnum heim og unnið með leik- félaginu. Stefán býr og starfar í Vasa í Finnlandi síðan 2006. Þar stóð hann að íslenskri listahátíð árið 2009 þar sem flutt voru íslensk verk í leikhúsum borgarinnar, LA kom með gestasýningu, sinfóníuhljómsveit borgarinn- ar flutti íslensk verk í samvinnu við Caput undir stjórn Guðna Franzsonar, myndlistasýningar voru í söfnum borgarinnar, rithöfundar kynntu verk sín og íslenskar kvikmyndir voru sýndar í kvikmyndahúsunum. Í Vasa hefur Stefán starfað sem leikari og leikstjóri, m.a. hefur hann leikstýrt Bláa hnettinum (Borgarleikhúsið í Vasa) eftir Andra Snæ Magnason og Græna landinu (Wasa Teater sem er sænskumæl- andi leikhús borg- arinnar) eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Stefán segir að hugmyndin að Fuglaskoðaranum hafi kviknað fyrir um fimm árum. En efnið í margar persónur og saga þeirra hefur verið í þróun í meira en tíu ár. Kom eitthvað á óvart við gerð bókarinnar? „Vegna mikils undirbúnings og þess að ég hafði góðan tíma til að sitja við skriftir kom fátt mér á óvart við skrif þessarar bókar, kannski þó helst hvað það var gaman að skrifa spennusögu.“ VIÐTAL Páll Friðriksson ég líka verið á sjónum. Þar er líka hægt að hanna í snapi,“ segir Magnús sem sér fram á breyttar venjur. Hvort hann geti unnið eingöngu við hönnun og smíði á eigin vörum er skemmtileg framtíðarsýn og hann vonar að svo verði. „Já vonandi eftir einhver ár. Það er auðvitað draumurinn en á móti viljum við fara gætilega. Viljum ekki vera með allt of mikla yfirbyggingu, þar sem við þurfum að framleiða x mikið og selja x mikið. Viljum í rauninni byggja þetta upp af varkárni, hægum skrefum og viljum ekki hafa áhyggjur af því að vera ekki komin á samkeppnismarkaðinn með þessum risum sem eru í Bænum. Við viljum einbeita okkur að því að framleiða eftir pöntunum, maður á mann, og framleiða gæðavörur.“ Þegar viðtalið var tekið var Magnús að bíða eftir nýrri trésmíðavél sem eykur möguleika hans til muna á að sníða allt til heima í bílskúr. Vélin er allt í senn borðsög, fræs- ari, afréttari og þykktarhefill. „Mig vantar sárlega afréttara og þykktarhefil. Ég get alveg reddað mér með sög og að fræsa en þessi vél gerir það að verkum að ég get gert flest allt sem þarf og þá slepp ég við að væla mig inn á Trésmiðjuna Borg eða upp í FNV.“ Þægilegra líf Aftur að flutningnum á Krók- inn en eins og áður segir er Magnús kominn aftur eftir 15 ára fjarveru. „Ég var í fyrsta lagi kominn með svolítið leið á þessu harki í Reykjavík. Ég var í mjög fínni vinnu og við bjuggum vel og höfðum það gott og engar áhyggjur þannig séð. Það var bara einhvern veginn svona „Groundhog day“, í umferðinni, bíða á ljósum og allt það,“ segir Magnús og vísar þar í fræga bíómynd þar sem aðalsögupersónan upplifir sama daginn aftur og aftur. „Maður fer í Bónus og alltaf einhver að rekast aftan í þig, „svona áfram með þig“. Hérna er maður kominn á bæjartorgið þegar maður fer í Skaffó og er ekkert að flýta sér í gegn um búðina. Maður hittir fólk og spjallar og mér finnst það bara betra líf, fyrir utan allar klisjurnar um þetta frelsi hjá krökkum og svona. Svo höfum við líka meiri tíma einhvern veginn. Hérna förum við alltaf saman út á morgnana og komum saman heim, alltaf stutt að skjótast ef maður þarf að redda einhverju. Þetta er bara þægilegra líf!“ Hilluborð. Nýjasta afurðin. 46/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.